miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Blogg meðmæli vikunnar

Sum blogg eru einfaldlega skemtilegri en önnur og sumir eru bara betri en aðrir í að segja skemtilega frá. Ég rakst á þetta blogg
  • Magga
  • í gegnum síðuna hennar Ólafíu og skemti mér vel við að lesa það.

    Annars er ekkert að frétta héðan rétt rúmir 2 dagar í brottför og það er bara ekki alveg að ferlast hérna hjá mér. Ég er bara farin að hugsa um að pakka ekkert meira. Samt langar mig ekki að pakka í stresskasti á föstudagskvöldið það þýðir að ég mun gleyma einhverju mikilvægu. Það er meira en mánuður síðan ég tók til bókunarnúmerin og vegabréfin samt fæ ég reglulega hjartsláttarköst yfir því hvað vegabréfin séu og hvort þau séu ekki örugglega í gildi og allt það. Held að ég sé óhóflega taugaveikluð og með tendensa til áráttuhegðunar :s Fer kanski vel með þetta innan um aðra en þegar ég sleppi mér í einrúmi þá er það ekki fögur sjón.
    Mp3 spilarinn minn er bilaður **GRÁT** þetta er mér mikið alvöru mál hann hefur nefilega verið nánast gróinn við mig síðan ég fékk hann.
    Ég er að lesa The Eyre affair samkvæmt meðmælum frá Dísu systur er að vísu ekki komin langt en það sem komið er lofar góðu. Gef mér bara allt of lítinn tíma til að lesa en það lagast nú sennilega á þeim þremur og hálfa tíma sem tekur að fljúga til Þýskalands.
  • Hér
  • má finna hugleiðngar höfundarins um bókina og ýmsilegt sem að henni snýr, frekar skemtileg lesning.
    Talandi um bækur þá las ég einhverja þá leiðinlegustu bók sem ég hef nokkurn tímann lesið um daginn. Þessi leiðinda bók ber nafnið Belladonnaskjalið hvet ég ykkur til að forðast þá bók eins og pláguna. Ég las Da Vincy lykilinn og fannst hún bara alveg ágæt mér leiddist aldrei og naut lestursins bara þó nokkuð vel á köflum, það á sko ekki við um Belladonnaskjalið OJJJ.

    P.S. fyrir þá sem málið varðar þá er ég búin að breyta linknum inn á 89th korkana en þeir eru kominir á nýjan stað og eru í svona líka fínu lagi.

    Engin ummæli: