1.dagur í útkall
Merkilegt hvað tíminn æðir áfram núna er bara alveg að koma að því að við förum. Ég er langt komin með að pakka sem er nú bara nýtt og óþekkt fyrirbæri þ.e.s. að ég sé tilbúin meira en 4 tímum fyrir brottför. Ferðir héðan úr Lækjarfit haf yfirleitt einkennst af síðustu mínútu stressi þar sem síðustu spjarirnar eru settar rakar ofan á í töskuna 5 mínútum áður en farið er útúr dyrunum. Yfirleytt er ekki farið að sofa fyrr en 2 tímum áður en þarf að vakna aftur til að fara út á flugvöll, gaman að sjá hvort mér tekst að breyta útaf þeim vana núna. Ég á að vísu eftir að kaupa smotterí en það er ekki langur listi aðallega að muna eftir fiskamatnum svo þeir svelti ekki. Ég hef núna mestar áhyggjur af því að koma krökkunum í háttin á skikkanlegum tíma annaðkvöld svo ég geti vakið þau milli kl. 3 og 4, það verður gaman NOT !! Svo þarf ég víst að breyta heimilinu í mannabústað svo Bergþóra lifi það af að vera hérna í daga sem hún mun vera hund og heimilishaldari hér.
Ég fékk Ásdísi með mér í að brjóta saman þau tíu véla virði af þvotti sem ég var búin að þvo. Þetta var hin mesta skemtun við fórum út á videóleigu og leigðum okkur myndir settumst svo með þvottin á milli okkar og brutum hann saman meðan við gláptum á myndirnar.
Best að halda áfram í pakningunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli