þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Hann á afmæli í dag hann á afmæli í dag.....

.....hann á afmæli hann Leó hann á afmæli í dag. Já "litla" krílið er bara orðin tveggja ára blessaður og það þýðir að það eru 2 dagar í að Anna verði 4 ára. Það er bara allta að gerast hérna núna.
Af okkur er annars það að frétta að Guðni er komin til Delft og byrjaður að skilja IKEA hugtakið/hugmyndafræðina. Ferðin hjá honum gekk barasta vel þau tóku bílaleigu bíl á Hahn og keyrðu upp Moseldalinn (*öfund*) og þaðan upp til Delft. Hann og ferðafélagarnir eru svo búin að hegða sér eins og alvöru uppar keyptu sér spandex galla frá Nike og fara út að skokka á hverjum degi eftir námskeiðið. Veit ekki hverskonar uppa heilsutröll mætir mér á flugvellinum í Hahn eftir 11 daga. En það eru ekki nema 11 dagar í að við leggjum land og sjó undir fót og skellum okkur til Þýskalands. Þetta verður sannkölluð ævintýraferð því við vitum ekki alveg hvernig gistiaðstaðan er við vitum hvar hún er (svona c.a.) en það er víst fín eldunaraðstaða en það er víst eithvað skrítnara með svefnaðstöðuna en það á nú allt eftir að koma í ljós. Ég á nú samt eftir að sjá hvernig mér á eftir að ganga að hrekja alla stóra sem smáa á fætur kl. 3 og koma liðinu út á flugvöll í tæka tíð, hef á tilfinninguni að Anna verði ekki hress með þennan fótaferðatíma. En það eru alveg 11 dagar í þetta og þar af eru ekki nema 2 vinnudagar Jibbí.

Engin ummæli: