sunnudagur, maí 21, 2006

Congratulations Lordi !!

Þá er einhver skemtilegasta Eurovisionkeppni sem ég man eftir lokið og hún endaði eins og ég hafði óskað mér :) Þessi keppni hafði allt sem ein góð keppni getur haft t.d.
1. Vondu kallana sem maður elskar að hata (Grikkirnir)
2. Lítil magnarnir sem maður vorkennir og ná fram hefndum í lokin (Litháen)
3. Ólíklegu hetjurnar sem koma, sjá og sigra.
4. Kosninga "svindl" eða þannig he he þ.e.s. allir kjósa bara nágrannan og maður
hefur á tilfinningunni að sumstaðar hafi 12 stigin verið frátekin fyrir þá
og símakosningin hafi bara náð yfir 8 - 10 stiginn :)
5. Hallærislegir búningar, fölsk lög og furðuleg heit.

Hvers getur maður óskað sér betra ??
Ég er samt enn að furða mig á hvað það er sem stuðar Evrópu. Sylvía setur allt á hliðina en korselett klæddar súludansmeyjar í stórvafasömum dansi hreyfa ekki við mannskapnum. Ekki heyrðist heldur píp um girl on girl atriðið heldur sem segir mér "klám" er í lagi í Eurovision en kaldhæðni ekki s.b.r. mótökurnar sem Sylvía og Litháenarnir fengu. Reyndar getur verið að við höfum komið með "klámið" inn í þetta hér um árið þegar Páll Óskar fór út. Tatu komu með girl on girl á sínum tíma þó það færi ekki á sviðið þegar til átti að taka. Kaldhæðni verður sennilega í lagi eftir 2 -3 ár :)

Nú er farið að styttast í útrás fjölskyldunnar versta er að mér finnst ég vera að veikjast ... en ætli það sé ekki fínt að baka úr sér flensu í Portúgal :s

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já og ekki nóg með það heldur hefur lekið á netið heimavideó af króatísku söngkonunni þar sem hún var að .. njóta ásta .. ekki píp um það.. þessi keppni er prump fyrir utan það að Finnar unnu..

Nafnlaus sagði...

OMG var svona kynlífsskandall líka .... Þetta er án efa besta ESC ever !!! LOL

Nafnlaus sagði...

Ekki gott að vera með flensu í Portúgal, en kosturinn við það er að maður getur sötrað "meðal" aaaaaaaallan daginn :D

Guðný sagði...

He he he óhefðbundar lækningar verða sko örugglega mikið nýttar.