mánudagur, júlí 31, 2006

Farin...

Þá er Ásdís flutt út til pabba síns og við bara 5 eftir í kotinu. Ferðin út gekk víst bara vel hjá þeim og hún komin í eigið herbergi með TÖLVU !! Anna átti dáldið erfitt með að kyngja þessu og skældi góðan part af leiðinni heim (eftir að við skildum við Ásdísi á flugvellinum) og vildi fá Ásdísi aftur.
Við hjónin kíktum svo á Sigurrósar tónleikana niður í bæ í gær og þetta var sko enginn smá mannfjöldi sem saman var kominn á túninu úff. Ótrúlegt samt hvað var auðvelt að komast að og frá tónleikasvæðinu. Við fórum ekki af stað niður eftir fyrr en upp úr kl. 22 og fengum bílastæði í Eskihlíðinni svo ekki þurftum við að ofreyna okkur við að ganga á svæðið. Við stoppuðum að vísu ekki nema í kanski klukkutíma eða svo og héldum þá heim á leið og horfðum á restina af tónleikunum í sjónvarpinu. Frábært framtak hjá Sigurrós að bjóða upp á þessa tónleika !

föstudagur, júlí 28, 2006

15
Það kom að því að ég fékk hluta af 15 mínútunum mínum he he he he (mæli með að spóla fram á mínútu 42-48 af fréttatímanum ;)

  • Fimmfréttir
  • fimmtudagur, júlí 27, 2006


    Mótmæli

    Mig langar að vekja athygli á því að á morgun verður mótmælastaða vegna árásana á Líbanon við Bandaríska sendiráðið kl.17:30 hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta.

    Sjá nánar :
  • Friður.is
  • þriðjudagur, júlí 25, 2006

    Get ekki sagt ..

    ... að þetta komi mér nokkuð á óvart ég var nú eiginlega búin að uppgötva þetta af sjálfsdáðum.
  • Mbl.is
  • mánudagur, júlí 24, 2006

    Leó

    Rétt upp hend sem langar að mæta þessum á hlaupum ;)



    Held að þetta sé ógnvænlegasta mynd sem ég hef tekið af Leó greyinu hann minnir mest á eithvert agalegat óargadýr saman rekinn og hel massaður.
    Annars var ég voða ánægð eftir heimsókn okkar til dýra þar sem var til þess tekið hvað hann er með flottan glansandi feld, í góðum holdum og stæltur **stolt** **stolt** Geldingin hefur greinilega bara gert honum gott hann hefur að vísu léttst um 300 gr síðan en samt borðar hann betur en hann gerði.

    Blogging Beirut hefur heldur betur náð heimsathygli CNN hefur vísað á það og núna var grein í New York Times um bloggið góða og ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að fleiri stórir fréttamiðlar hafa augastað á Fink Ployd sem sér um bloggið.
  • Grein í NYT um BB

  • En hver var fyrstur með fréttirnar iss auðvitað ég ;) Guðný með puttan á púlsinum ..... palperar heiminn ......he he he

    Flickr

    Þá er ég loksins komin með almennilega hýsingu fyrir myndirnar mínar. Flickr.com varð fyrir valinu og ég keypti mér ársáskrift til að byrja með. Augnablik.is hefur ekki borið sitt barr síðan nýjir aðilar tóku við og breyttu nafninu í Mbanki.is. Árið á Flickr kostar einhverjar 1850 krónur sem mér finnst nú bara vel sloppið. Ég er að keppast við að henda inn myndum þessa stundina og vonanndi hafa einhverjir gaman af.

    laugardagur, júlí 22, 2006


    Þjálfaði..

    Portugal svona fyrir HM ?????

  • Portugal in training


  • Ég var búin að lofa þessum link hér fyrir dágóðu síðan en þá lenti ég í þeim ósköpum að sá linkur virkaði ekki en svo var ég svo heppin að finna þetta annarstaðar. Góða skemtun :)

    fimmtudagur, júlí 20, 2006


    Hvernig ??

    Hvernig getur hatrið orðið svo mikið að fólki finnist í lagi að börn skrifi kveðjur á sprengjur sem murka lífið úr saklausu fólki þar á meðal börnum ??

    Hvernig stendur á því að heimurinn stendur hjá og horfir á aðgerðalaus þegar saklaust fólk er sprengt í loft upp ??

    Þegar maður heyrir um loftárásir og önnur stríðsátök þá er oft erfitt að gera sér í hugarlund hvað er í raun að gerast því sem betur fer er þessi raunveruleiki svo langt frá okkur.
    Hér fyrir neðan set ég 2 linka á myndasíður sem lýsa ástandinu ótrúlega vel. Vef Der Spiegel annars vegar og hins vegar From Israel to Lebanon sem er ALLS ekki fyrir viðkvæma og eiginlega aðeins fyrir hörkutól að skoða. Þarna eru myndir sem enginn ætti að þurfa að upplifa !! Ég var í dágóða stund að jafna mig eftir að hafa skoðað myndirnar. Vegna mikillar umferðar um þá liggur síðan stundum niðri og getur verið erfitt að komast inn á hana.

  • Der Spiegel


  • From Israel to Lebanon (alls ekki fyrir viðkvæma!!)

  • Einu sinn var

    .... ég var að lesa gömul blogg sem ég skrifaði og komst að þeirri niðustöðu að einu sinni var ég skemtileg hvað varð um þann hæfileika minn ??

    mánudagur, júlí 17, 2006

    Það var og

    Argh það mátti vita að Grey's endaði svona ...... arr ég er að hugsa um að fara fram á kleenex styrk frá framleiðendunum og sennilega þarf ég að fá róandi líka ef ég á að þola að bíða fram á haust. Þeir eiga nú bara að skammast sín að drepa bæði hundinn og Denny í sama þættinum þetta er nú bara too much *snökt*

    Ég held að blogginnetwork hafi ekki þolað alla athyglina sem Blogging Beirut hefur fengið síðustu dagana og kerfið hefur greinilega hrunið. Vonandi verðu því kippt í liðinn fyrr en seinna.
    Blogging Beirut


  • Ég hef ekki verið dugleg að blogga upp á síðkastið hvorki hér eða á Blogging Reykjavik. Ein af ástæðunum hefur verið hin endalausa rigning sem hefur gert það nánast ómögulegt að hætta sér út með myndavélina. Ég hef sennilega verið manna duglegust að kvarta og kveina undan veðurfarinu þetta sumarið. Ég er samt farin að skammast mín verulega fyrir þetta eftir að fylgjast með félaga mínaum hjá Blogging Beirut sem lætur sig ekki muna um að fara út í sprengjuregninu og taka myndir og blogga hvað sem tautar og raular. Hann er líka iðulegast fyrstur með fréttirnar svo maður segir bara CNN hvað!! Hvet ykkur til að kíkja á bloggið hans og sjá hvernig hinn venjulegi borgari í Beirut upplifir árásirnar.

    Blogging Beirut


  • Hvað okkur íslendingana varðar þá skilst mér að sumarið eigi loksins að koma núna í lok vikunnar og þá hressist vonandi yfir blogg lífi mínu um leið. Ég get þá kanski komist upp úr risaeðlupælingunum og fraið að blogga um eithvað skemtilegt :)
    Í góða veðrinu í gær skelltum við okkur í frábæra ferð út á yfirgefið fiskherslusvæði á Rreykjanesinu ásamt Guðlaugu, Helga, börnum og hundum. Þessi staður er eins og skemtigarður fyrir hunda og börn. Um leið og ég er búin að finna út úr myndhýsingarvandræðum mínum á netinu mun ég deila með ykkur myndum úr þeirri snilldar ferð.
    Varðandi risaeðlutilhnegingu mína þessa dagana þá heyrðum við lag í bílnum í gær sem enn og aftur vakti risaeðluna í mér en það mun heita Is it love or is it coce. Lagið er al íslenskt og eins og textinn ber með sér dásamar það kókaínneyslu og fleira í þeim dúr ........

    Síðasti þáttur af Grey´s Anatomy get varla beðið spennan er í hámarki og mig grunar sterklega að þátturinn muni enda þannig að ég muni bíða í ofvæni eftir næstu seríu.

    laugardagur, júlí 15, 2006

    Risaeðlan
    Góðan dag ég heiti Guðný og er níræð.... eða það finnst mér allavega núna upp á síðkastið þegar ég spekúlera í tónlistinni sem er í boði og myndböndunum sem fylgja. Eitt af uppáhaldslögum sonar míns er þetta hér :
  • Shake that f. WMP

  • Í þessu vídeoi er að vísu búið að þagga niður í dónalegu orðunum. Fyrir hraustmenni er textinn hér
  • Shake that textinn


  • Er þetta í lagi eða er ég orðin að risaeðlu :s

    miðvikudagur, júlí 12, 2006

    Upprennandi...

    Fyrir minn smekk er þessi hér einn af flottustu upprennandni áhugaljósmyndurunum á íslandi í dag ......
  • Olgeir

  • Þekki drenginn ekki neitt hef bara séð myndirnar hans á ferðum mínum um netið.

    mánudagur, júlí 10, 2006


    Í kvöld....

    ... er næstsíðasti þátturinn í seríu 1 af Grey's Anatomy ég mun sitja límd við kassan, það verður slökkt á símanum og ég læst inn í herbergi svo ég fái frið til að horfa.

    mánudagur, júlí 03, 2006


    Grey's Anatomy

    Ég held hreinlega að þessir þættir eigi eftir að ganga frá mér endanlega. Ég hef ekki séð jafngóða sjónvarpsþætti lengi en þeir taka á taugarnar. Ég hef skælt þessi líka ósköp yfir þeim og í kvöld þá hreinlega öskraði ég á sjónvarpið. Núna er ég á barmi taugaáfalls og þarf að bíða í viku með að sjá hvað gerist næst *skæl*
    Þetta er náttúrlega ekki normal !!