mánudagur, júlí 17, 2006

Blogging Beirut


  • Ég hef ekki verið dugleg að blogga upp á síðkastið hvorki hér eða á Blogging Reykjavik. Ein af ástæðunum hefur verið hin endalausa rigning sem hefur gert það nánast ómögulegt að hætta sér út með myndavélina. Ég hef sennilega verið manna duglegust að kvarta og kveina undan veðurfarinu þetta sumarið. Ég er samt farin að skammast mín verulega fyrir þetta eftir að fylgjast með félaga mínaum hjá Blogging Beirut sem lætur sig ekki muna um að fara út í sprengjuregninu og taka myndir og blogga hvað sem tautar og raular. Hann er líka iðulegast fyrstur með fréttirnar svo maður segir bara CNN hvað!! Hvet ykkur til að kíkja á bloggið hans og sjá hvernig hinn venjulegi borgari í Beirut upplifir árásirnar.

    Blogging Beirut


  • Hvað okkur íslendingana varðar þá skilst mér að sumarið eigi loksins að koma núna í lok vikunnar og þá hressist vonandi yfir blogg lífi mínu um leið. Ég get þá kanski komist upp úr risaeðlupælingunum og fraið að blogga um eithvað skemtilegt :)
    Í góða veðrinu í gær skelltum við okkur í frábæra ferð út á yfirgefið fiskherslusvæði á Rreykjanesinu ásamt Guðlaugu, Helga, börnum og hundum. Þessi staður er eins og skemtigarður fyrir hunda og börn. Um leið og ég er búin að finna út úr myndhýsingarvandræðum mínum á netinu mun ég deila með ykkur myndum úr þeirri snilldar ferð.
    Varðandi risaeðlutilhnegingu mína þessa dagana þá heyrðum við lag í bílnum í gær sem enn og aftur vakti risaeðluna í mér en það mun heita Is it love or is it coce. Lagið er al íslenskt og eins og textinn ber með sér dásamar það kókaínneyslu og fleira í þeim dúr ........

    Síðasti þáttur af Grey´s Anatomy get varla beðið spennan er í hámarki og mig grunar sterklega að þátturinn muni enda þannig að ég muni bíða í ofvæni eftir næstu seríu.

    3 ummæli:

    Nafnlaus sagði...

    mæli sko með því að þegar þessir greys anatomy þættir hætta að fara fylgjast með Beverly Hills get sko ekki misst af einum þætti!! mætti halda að maður væri eitthvað halló en ég meina við vinnum nú á Beverly Hills :)
    vildi annars bara kvitta fyrir innlitið, flott síða
    kv solla 12E

    Guðný sagði...

    He he já maður ætti kanski bara að fara að snúa sér að Beverly þó ekki væri nema til að halda sér í karakter he he he he......

    Guðný sagði...

    p.s. Takk fyrir innlitið loksins gat ég fundið bloggið þitt ;) ég var nefnielga búin að steingleyma veffanginu á því. Þú ert hér með komin inn á linkalistann :D