miðvikudagur, september 27, 2006




Bannað að stríða !

Dóttir mín yngri er alger gullmoli :) Í kvöld vorum við að horfa á sjónvarpsfréttirnar og þá segir Anna "Mamma,mamma ég sá hann mannin sem sagði að það er bannað að stríða" Umræddur maður er Stefán nokkur sem er í forsvari fyrir Samtök Herstöðvaandstæðinga,Anna mundi eftir honum frá því í mótmælunum í Júlí og mundi inntakið af því sem hann hafði sagt ;)

P.S. Myndasýninguna hans Chris má finna hér:

  • Augnablik á Öræfum 80Mbinnlent dl og þarf Quiktime


  • Augnablik á Öræfum á YouTube í minni gæðum, færri MB en erlent dl
  • Cold,cold water....


    motmaeli 039a
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Það er nú greinilega ekki allt í lagi með mig þessa dagana ...eða hvað... Ég er farin að standa mig að því að vera í mótmælagöngum alltaf öðru hvoru núna. Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári síðan að þetta ætti eftir að koma fyrir mig myndi ég saka þann sama um að vera orðinn eithvað tæpur á geði. Ég hef að vísu alltaf verið frekar fúl yfir því hvað íslendingar láta allt yfir sig ganga og segja aldrei neitt og halda svo bara áfram að kjósa sömu stjórn yfir sig aftur og aftur meðan þeir rífast út um hitt munnvikið yfir hvað allt er ómögulegt.
    Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að mótmæla er að mér blöskraði þegar kunningi minn af blogging network sat í sprengjuregni án þess að fyrir því væri réttlætanleg ástæða. Saman við það blandaðist líka pirringur yfir stríðs og valdabrölti ákveðinna þjóða sem mér finnast vera farin að stefna óhugnarlega í átt að fjórða ríkinu. Þegar Nostradamus spáði heimstyrjöldinni 3 á sínum tíma talaði hann um að stríðið yrði á milli austulanda nær og vesturlanda og til tók Bandaríkin víst sérstaklega. Hann sagði einnig að 3 anti kristur sæist fyrst með bláan vefjarhött á höfði en ég er nú farin að hallast að því að hann hafi séð bláa derhúfu bara ekki kunnað að lýsa henni betur, enda tíðkuðust derhúfur víst ekki á hans tíma.

    Ástæðan fyrir því að ég sá mér ástæðu til að fara niður í bæ í kvöld var tvíþætt annars vegar fannst mér þetta ágætis tækifæri til að taka myndir fyrir Blogging Reykjavík hins vegar það að mér blöskrar hvernig við erum að fara með landið okkar. Í upphafi skildi ég ekki þetta píp um umhverfið sem var að fara undir vatn ráðamenn þjóðarinnar sögðu að þetta væru nú engar perlur bara sandur og möl (eyðimörk) sem færi þarna undir vatn og ég trúði því(Já já ég átti að vita betur ég veit). Ég keypti líka sönginn um ódýru vistvænu raforkuna sem við ætlum að framleiða, því allir vita að vatnsvirkjanir eru umhverfisvænar, ekki satt. Náttúruverndar sinnarnir sem slettu grænu skyri, skemdu eignir Impreglio og hlekkjuðu sig við vinnuvélar skoruðu nú ekkert sérlega hátt hjá mér (gera það að vísu ekki enn)og ég sá enga ástæðu til að vera að væla yfir sandi og möl sem færi undir vatn sérstaklega ef í því væri fólginn hagvöxtur og gróði fyrir landið. En einn góðan veðurdag þar sem ég var á ferðum mínum um bæinn sá ég mengunar strók liggja frá Álverinu í Straumsvík og yfir nýja Ásahverfið í Hafnarfirði, reykurinn var blágrár og mér varð hugsað að þetta væri nú varla heilsusamlegt. Stuttu síðar bárust fréttir um að eithvað hefði klikkað í síukerfi hjá Álverinu á Grundartanga og það var víst frekar skuggsýnt í Hvalfirðinum á meðan. Skýið var víst sauðmeinlaus kísill sem fólkið í firiðinum mátti anda að sér en samkvæmt heimildum þá mun kísill vera afar algengur í nátturunni og alls ekki helsuspilland,i eina raunverulega mengunin er víst sjónmengun (enda skýið grádrappað á lit og frekar þétt). Ég sá skýið að vísu bara úr fjarska þar sem ég var að borða hammara með manninum mínum fyrir framan Aktu Taktu (já ég veit hammarinn var óhollari en skýið uss..). En allt í einu varð mér hugsað ..hvaða framtíð er ég að bjóða börnunum mínum og barnabörnum upp á ef ég stend þegjandi hjá meðan hvert álverið á fætur öðru rís á landinu. Getum við verið 100% viss um að mengunin sé bara sjónmengun og er það barasta allt í lagi að við hættum að sjá til fjalla fyrir kísilryki. Allt í einu fann ég að mér stóð ekki alveg á sama um þetta allt svo ég fór að lesa mér til. Ég fjárfesti í bókinni Draumalandið og las hanan á einu góðu bretti.. Las mér til á netinu og las blöðin og fylgdist með umræðunum þar. Næst rakst ég á slides myndasýningu frá ljósmyndaranum Christopher Lund (chris.is) þar sam hann sýnir landsvæðið sem á að fara að drekkja ... Hey það var logið að mér þetta er ekki bara sandur og auðn þetta er miklu miklu meira en það. Ef það var logið að mér um þetta hverju öðru er þá verið að ljúga ? Mér finnst ekki gott að láta ljúga að mér og mér finnst dáldið sárt að kyngja því að hafa virkilega látið teyma mig á asnaeyrunum ég átti að vita betur .. kanski var þetta bara leti að ég nennti ekki að vita betur það er svo mikið þægilegra að fljóta bara með straumnum. Og hvað ætli fólk haldi eiginlega um mann ef maður dirfist nú að vera á móti hagvexti og framförum ? Málið er að ég er ekki á móti framförum og hagvexti síður en svo, mér er ekki sama um hvað þetta kostar. Hvað ef stíflan og stóriðjurnar skila ekki þeim hagnaði sem stjórnin lofar, ég treysti því svona mátulega miðað við fyrri reynslu af því að treysta þeim sem þessu lofa.

    Þegar ég heyrði af mótmælagöngunni í dag gat ég allt í einu ekki hugsað mér að sitja kyrr og samþykkja þar með að að mér sé logið og yfirvöld landsins vaði um án þess að hugsa málin til enda. Ég ákvað líka að láta eins og vind um eyrun þjóta þegar ástkær faðir minn segir "hvað heldurðu að það þýði að mótmæla, það skilar akkúrat engu" þetta er líklegast alveg rétt hjá honum en það er þó ekki hægt að segja að maður hafi ekki reynt. Alvöru mótmæli í t.d. í Frakklandi skila nú ýmsu þó það sé ekki annað en að maður taki eftir þeim eins og bóndanum sem keyrði þvert yfir Frakkland á traktornum sínum með skít á kerru til að sturta á tröppurnar á þinghúsinu.

    Ég lagði af stað niður í bæ í kvöld átti ég von á 100-200 hræðum í besta falli en það sem ég varð hissa þegar ég sá að það voru sko ekki færri mættir en þegar Gay Pride var eða þegar Magni kom heim. Er möguleiki að íslendingar geti allt í einu staðið upp og verið samstíga um eithvað sem skiptir máli.

    sunnudagur, september 24, 2006

    Barnaland

    Þó ég hneykslist ansi oft á umræðunum á barnalandi þá er stundum ekki annað hægt en að elska barnaland alveg út af lífinu ;) Það á nefnilega líka til með að stytta manni biðina eftir góðum hlutum !

    laugardagur, september 23, 2006

    Bensi.is

    Þar kom að því að Bensi frændi er farinn að sækjast eftir þingsæti og ekkert nema gott um það að segja. En eru þeir hjá mbl.is ekki að grínast með myndina af manninum...hvað kom eiginlega fyrir hjá þeim, það hlýtur að vera til betri mynd af honum. Það lítur út fyrir að þeir hafi skannað inn passamynd í litlum gæðum og stækkað upp svo hún verður gróf og ljót.
  • Mbl.is
  • fimmtudagur, september 21, 2006

    Víst má Lotta næstum allt


    Á ströndinni
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Þar sem ég er of lasin til að blogga neitt af viti ákvað ég að prófa að blogga frá Flickr. Ég var að bæta við myndum frá í sumar og þetta er ein af uppáhalds myndunum mínum í þeim hópi. Minnir mann dáldið á það hvernig það er að vera of lítill til að geta verið með eldri systkinum sínum. Hver kannast ekki við að standa límdur upp við herbergis hurðir eldri systkinana, hangandi á hurðar húninum, biðjandi, vælandi eða skælandi um að fá að koma inn og skilja alls ekki afhverju maður má ekki vera með í þeirri paradís sem herbergi eldir systkina óneitanlega eru.

    Annars er slatti af myndunum mínum falinn þannig að einungis vinir og fjölskylda geta skoðað þær og til þess þurfa þeir/þau að vera skráð á flickr sem er alveg ókeypis....blikk blikk.
    Ég hef tekið eftir vandamáli þar sem íslensku stafirnir á síðunni fara í klessu og verða að einhverjum torkennilegum táknum og prósentumerkjum. Ráðið við þessu er að fara í Internet options -->Delet files --> OK Loka browsernum opna hann aftur og opna síðuna og þá hrekkur þetta í lag.

    miðvikudagur, september 20, 2006


    Richard Hammond í lífshættu

    Samkvæmt fréttum Sky News er hinn geðþekki þáttastjórnandi Top Gear Richard Hammond lífshættulega slasaður eftir slys sem hann varð fyrir við tökur á innslagi fyrir Topp Gear í dag. Hammond var á 480 km hraða þegar "bíllinn" valt og Hammond stórslasaðist.
    Ég vona bara að hann nái sér eftir þetta blessaður strákurinn. Hvað er að gerast með sjónvarpsþátta stjórnendur nútímans eru þeir allir meira og minna í stór hættu ??
  • Sky News

  • Hvað er málið

    Óborganlegt að lesa blöðin þessa dagana, það sem fólk nennir að rífast yfir. Núna er Magnús Kjartansson alveg brjálaður út í Moggann fyri að nota erlent lag í auglýsinguna sína um breytingar á útliti blaðsins. Ég skil ekki alveg afhverju þetta er svona mikill glæpur, vissulega væri betra fyrir íslenska tónlistarmenn að fá tekjur af auglýsingalögum en verða þeir þá ekki bara að fara semja lög sem passa í auglýsingar ??

    Tendó komst í fréttirnar í síðustu viku eftir að húsleit var gerð hjá nágranna hans í leit að fíkniefnum. Mér finnst karlinn nú hugaður að þora að láta taka viðtal við sig vegna þessa. Ég myndi ekki leggja í að smella smettinu á mér eða nafni í sjónvarpið í umræðu um dópsala í nágrenninu hver veit hverju maður getur átt von á eftir það.
  • RUV


  • Við Árni og Anna fórum í Smáralindina að taka á móti Magna á sunnudaginn. Við vorum svo heppin að álpast lengst hægra megin í salinn svo við vorum í stúku stæðum þegar Magni kom og fór. Árni fékk meira að segja hig five frá Magna og nú mun hann ekki þvo hendina næstu vikur he he he
    Jæja

    Nú er bara að vona að mínum vandræðum með bloggið sé lokið ég hef verið í endalausum vandræðum með bloggið síðustu vikur. Núna færði ég mig yfir á Bolgging in Beta og þá allt í einu birtist pósturinn sem ég hef verið að reyna að koma inn síðustu daga. Það vantar að vísu alla póstana sem hurfu út í bláinn þar á milli en samt þetta var betra en ekkert.
    Af mér er annars lítið að frétta þessa stundina er ég með kvef, hita, höfuðverk og beinverki og er mikið að velta fyrir mér hvort ég verði á fótum á morgun til að komast í vinnuna :S
    Ég mun blogga meira síðar ....ef Blogger leyfir sýnist að þetta Beta dót sé mjög sniðugt vonandi virkar það jafn vel og þeir segja.

    þriðjudagur, september 19, 2006

    Singstar Legends

    Ég held að óneitanlega verði næsti Singstar diskur betri en sá síðasti sem innihélt ekki nema 3-4 syngjanleg lög. Núna eru sko klassikerarnir allsráðandi ...ég get sko ekki beðið til 2. nóvember eftir þessum.
    Lagalistinn lítur víst svona út:

    Aretha Franklin Respect

    Barry White You're The First, The Last, My Everything
    Black Sabbath Paranoid

    Blur Parklife

    David Bowie Life On Mars?

    Depeche Mode Enjoy The Silence

    Dusty Springfield Son Of A Preacher Man

    Ella Fitzgerald & Louis Armstrong Let's Call The Whole Thing Off

    Elton John Rocket Man

    Elvis Presley Blue Suede Shoes

    Jackie Wilson Reet Petite (The Finest Girl You Ever Want To Meet)

    John Lennon Imagine

    Johnnny Cash Ring Of Fire

    Lynyrd Skynyrd Sweet Home Alabama

    Madonna Papa Don't Preach
    Marvin Gaye I Heard It Through The Grapevine

    Nirvana Smells Like Teen Spirit

    Patsy Cline Crazy

    Pet Shop Boys Always On My Mind

    Roxy Music Love Is The Drug

    Sam Cooke What A Wonderful World

    The Jackson 5 I Want You Back

    The Monkees Daydream Believer

    The Police Roxanne

    The Righteous Brothers Unchained Melody

    The Rolling Stones Sympathy For The Devil

    The Smiths This Charming Man

    Tina Turner What's Love Got To Do With It?

    U2 Vertigo

    Whitney Houston The Greatest Love Of All

    Ég skáletraði þau lög sem ég hlakka mest til að kljást við :) Fyrir ykkur sem áttið ykkur ekki á Reet Petite þá er það gamall slagari sem textinn er á þessa leið :
    Well, lookabell,lookabell,lookabell,lookabell Oooooh Weeeeee
    Lookabell,lookabell,lookabell OoooooWeeee
    Oh, Ah, Oh, Ah, Oh wee
    Well, she's so fine, fine, fine, She's so fine fa fine
    She's so fi iii ine,She's so fine, fine, fine
    She's really sweet the finest girl you ever wanna meet

    Oh,oh,oh,oh Oh,oh,oh,oh,oh
    Rrrrrrrr Reet Petite, the finest girl you ever wanna meet

    Well, have you ever seen a girl for whom your soul you'd give
    For whom you'd fight for, die for, pray to God you'd lie for

    laugardagur, september 16, 2006

    laugardagur, september 09, 2006


    Come undone

    So rock 'n' roll, so corporate suit
    So damn ugly, so damn cute
    So well-trained, so animal
    So need your love, so fuck you all
    I'm not scared of dying, I just don't want to
    If I stop lying, I'll just disappoint you


    Úff hvað mig langar að færa Robbie hunangste, parkódín forte og einhverja góða stera til að ná bólgunni úr raddböndunum á honum. Skil ekki afhverju honum er ekki séð fyrir einhverju heitu og mýkjandi að drekka úr því hann er svona hundlasinn á sviðinu. Ég er hálft í hvoru farin að hafa áhyggjur af því að hann detti niður því hann er greinilega of lasin til að vera að syngja :(

    OMG ég var rétt búin að pósta þessu þegar hann rann og datt úff !!

    mánudagur, september 04, 2006

    Crikey ?

    Þær sorgarfréttir bárust í fyrradag (skrifaði þennan póst þann dag en bloggerinn er eithvað að stríða svo ég get ekki póstað nema hipsum haps) að Steve Irvine hefði látist við tökur á heimildar mynd um hættulegustu skepnur sjávarins. Steve var fastagestur á skjánum hjá mér þegar ég var með fjölvarpið hér um árið og hefur mér alltaf þótt virkilega gaman að honum. Við Ásdís áttum margar góðar stundir saman fyrir framan The Crocodile Hunter ! Hann virkaði svo skemtilega ofvirkur og geggjaður en um leið sá maður hvað hann bar mikla virðingu fyrir náttúrunni og dýrunum sem hann var að sýna. Partur af skemtuninni við að horfa á þættina hans var að hneyskast á glæfraskapnum hjá honum þegar hann hékk í halanum á eitruðustu slöngum heims og tilkynnti “ ahh nú er hún orðin pirruð” OMG. Ég upplifði það reglulega að geta ekki gert upp við mig hvort hann væri svona klár að meðhöndla dýrin eða of vitlaus til að átta sig á hvað þau voru hættuleg. Maður átti nú vona á að hann ætti eftir að slasa sig á krókódílum ,kóngulóm eða eiturslöngum að að Skötu tækist að drepa hann var nú ekki alveg á radarnum. Það er víst líka alveg stjarnfræðilega ólíklegt að vera drepin af Stingskötu. Fólk hefur vissulega slasast af þeirra völdum en dauðsföll eru víst MJÖG sjaldgæf.
    Held að þetta sé í fyrsta sinn í 30 ár sem ég tek það nærri mér þegar skemtikraftur deyr ? síðast var það Vilhjálmur Vilhjálmsson en ég var 3 eða 4 ára og fannst það alveg hræðilega sorglegt þegar hann dó skældi alveg helling enda var hann og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er að vísu ekki farina að skæla enn yfir Steve Irvine en ég finn samt að fráfall hans setti meiri beyglu í daginn hjá mér en t.d. Díana prinsessa gerði þegar hún dó hmm þegar ég hugsa um það man ég nú ekki einu sinni eftir neinum öðrum sem ég hef beint tekið eftir að hafi dáið.......