Víst má Lotta næstum allt
Þar sem ég er of lasin til að blogga neitt af viti ákvað ég að prófa að blogga frá Flickr. Ég var að bæta við myndum frá í sumar og þetta er ein af uppáhalds myndunum mínum í þeim hópi. Minnir mann dáldið á það hvernig það er að vera of lítill til að geta verið með eldri systkinum sínum. Hver kannast ekki við að standa límdur upp við herbergis hurðir eldri systkinana, hangandi á hurðar húninum, biðjandi, vælandi eða skælandi um að fá að koma inn og skilja alls ekki afhverju maður má ekki vera með í þeirri paradís sem herbergi eldir systkina óneitanlega eru.
Annars er slatti af myndunum mínum falinn þannig að einungis vinir og fjölskylda geta skoðað þær og til þess þurfa þeir/þau að vera skráð á flickr sem er alveg ókeypis....blikk blikk.
Ég hef tekið eftir vandamáli þar sem íslensku stafirnir á síðunni fara í klessu og verða að einhverjum torkennilegum táknum og prósentumerkjum. Ráðið við þessu er að fara í Internet options -->Delet files --> OK Loka browsernum opna hann aftur og opna síðuna og þá hrekkur þetta í lag.
fimmtudagur, september 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hver kannast ekki við að standa upp við hurðir eldri systkina, segirðu. Ja, til dæmis ég ;)
En myndin af Önnu og stóru systkinum hennar segir allt sem segja þarf. Ég held þetta sé meðal þess sem mér er sama um að hafa misst af.
He he he já ... ég hefði kanski átt að bæta við ...eða hafa yngra systkini hangandi á hurðinni he he he
Já að losna við þetta er auljóslega stór kostur á því að vera elstur :) En ég held líka að það sé rosalega þroskandi og mannbætandi að hanga á hurðum eldri systkina he he he he
Skrifa ummæli