mánudagur, september 04, 2006

Crikey ?

Þær sorgarfréttir bárust í fyrradag (skrifaði þennan póst þann dag en bloggerinn er eithvað að stríða svo ég get ekki póstað nema hipsum haps) að Steve Irvine hefði látist við tökur á heimildar mynd um hættulegustu skepnur sjávarins. Steve var fastagestur á skjánum hjá mér þegar ég var með fjölvarpið hér um árið og hefur mér alltaf þótt virkilega gaman að honum. Við Ásdís áttum margar góðar stundir saman fyrir framan The Crocodile Hunter ! Hann virkaði svo skemtilega ofvirkur og geggjaður en um leið sá maður hvað hann bar mikla virðingu fyrir náttúrunni og dýrunum sem hann var að sýna. Partur af skemtuninni við að horfa á þættina hans var að hneyskast á glæfraskapnum hjá honum þegar hann hékk í halanum á eitruðustu slöngum heims og tilkynnti “ ahh nú er hún orðin pirruð” OMG. Ég upplifði það reglulega að geta ekki gert upp við mig hvort hann væri svona klár að meðhöndla dýrin eða of vitlaus til að átta sig á hvað þau voru hættuleg. Maður átti nú vona á að hann ætti eftir að slasa sig á krókódílum ,kóngulóm eða eiturslöngum að að Skötu tækist að drepa hann var nú ekki alveg á radarnum. Það er víst líka alveg stjarnfræðilega ólíklegt að vera drepin af Stingskötu. Fólk hefur vissulega slasast af þeirra völdum en dauðsföll eru víst MJÖG sjaldgæf.
Held að þetta sé í fyrsta sinn í 30 ár sem ég tek það nærri mér þegar skemtikraftur deyr ? síðast var það Vilhjálmur Vilhjálmsson en ég var 3 eða 4 ára og fannst það alveg hræðilega sorglegt þegar hann dó skældi alveg helling enda var hann og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er að vísu ekki farina að skæla enn yfir Steve Irvine en ég finn samt að fráfall hans setti meiri beyglu í daginn hjá mér en t.d. Díana prinsessa gerði þegar hún dó hmm þegar ég hugsa um það man ég nú ekki einu sinni eftir neinum öðrum sem ég hef beint tekið eftir að hafi dáið.......

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég varð líka sorgmædd þegar ég heyrði þessa frétt.. þú ert ekkert ein um það..