mánudagur, maí 14, 2007


Skömmin ég..
Ég er búin að komast að því að netið er stórhættulegt maður lærir munnsöfnuð af því sem maður notar svo í ógáti og skammast sín niður í tær heilan dag á eftir *roðn* Mér tókst í morgun að nota orðbragð sem ég skammast mín verulega fyrir og áttaði mig á því eftir á að það átti rætur sínar að rekja til barnalands.is Ég er búin að vera að skammast mín fyrir þetta í allan dag og er alvarlega að íhuga að skola munnin á mér með sápu og skrúbba með flöksubursta.

4 ummæli:

Dyrleif sagði...

.... hvað gerirðu af þér???

Nafnlaus sagði...

Hvað sagðirðu?? :-D

Nafnlaus sagði...

Barnaland.is er stórhættulegur vefur :P

Nafnlaus sagði...

He he já barnaland er stórhættulegur spjallvefur !!

Glæpurinn var að ég kallaði Framsóknarflokkinn mjög óviðukvæmilegu viðurnefni sem maður á nú ekki að láta útúr sér hvað þá á almannafæri *roðn* Þetta var í samhenginu um sætustu stelpuna á ballinu og svo framvegis ég ætla nú ekki að fara nánar út í þetta en ég er enn að skammast mín ...