Ojj..
Ég er hér heima með höfuðverk, beinverki og illa hás (missi röddina ef ég tala í meira en 2 min.) og ekki á leið á jólakvöld 12-E :-( Ég er ekkert smá fúl yfir þessu er eiginlega barasta grumpy old woman hérna. Ákvað að henda í kjötsúpu í leiðindum mínum enda er það matur sem krefst afskaplega lítillar líkamlegrar vinnu bara að henda hráefnum í pott með vissu millibili. Kosturinn við kjötsúpu er svo að maður fær kraft úr henni og ég er ekki frá því að hún hrekji burtu pestir og aðra óáran vilid að mér hefði dottið þetta í hug aðeins fyrr.
miðvikudagur, nóvember 28, 2007
Er ekki ..
..kominn tími á smá update hér ??
Helstu fréttir héðan eru að Ásdís er farin til pabba síns og kemur ekki aftur fyrr en eftir jól. Hún eignaðist systur úti núna 25.nóv og er afar lukkuleg með það.
Ég minnka við mig í vinnu um miðjan desember og fer þá niður í 50% vinnuhlut fall og vona að með því létti ákveðnu álagi sem hefur verið á familíunni hér síðustu mánuði (lesist ár).
Ég er búin að hengja upp smá af jólaljósum svo jólundirbúiningurinn er formlega hafinn ég er líka búin að fara á jólahlaðborð í Perlunni svo jólin hljóta að vera á næsta leyti. Ekki er ég nú viss um að jólasveinninn komi hingað í ár þar sem ég gerðist sek um að borða bæði Rúdolf og Bamba í þessari ferð (ég er enn með samviskubit yfir þessu með Bamba hann og var ekki einusinni góður). Kanski bjargar það þó málinu að íslenskir jólasveinar eru yfirleitt bara á tveimur jafn fljótum og munu kanski ekki taka þetta neitt nærri sér.
Jólakvöldið í vinnunni er á föstudag, jólakvöld 12-E eru sennilega bestu jólaskemmtanir sem haldnar eru norðan Alpafjalla svo það er óhætt að fara að hlakka til þess.
Síðustu daga hef ég verið með kvefpestardrullu sem er að gera mig létt geggjaða ofan í hana hitti ég svo Liljur í vinnunni í gær og þetta tvennt saman er greinilega ávísun á alvöru veikindi. Mér finnst alveg merkilegt hvað þessi fallegu blóm geta verð illskeytt í viðkynningu og hvað þeim tekst alltaf að mæta í vinnuna til mín. Ég er farin að sjá fram á að þurfa að skipta um vinnu til að losna við þær úr nágrenni mínu því ekki dugar að banna fólki að koma með þær því þær streyma inn í bunkum í hverri viku þrátt fyrir stót skilti á hurðinin sem bannar þær á deildinni.
Ég er svo að keppast við að hysja upp um mig nennið og fara í alvöru í það að klára mitt nám og í leiðinni að taka ákvörðun um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Einu sinni langaði 80% af mér að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór núna langar 20% af mér í það nám. Gallin er að hin 80% geta engan veginn ákveðið sig hvað þau vilja.
Úff ætli ég verði ekki að fara að sækja gleraugun mín það er komið far á skjáinn eftir nefið á mér .....
..kominn tími á smá update hér ??
Helstu fréttir héðan eru að Ásdís er farin til pabba síns og kemur ekki aftur fyrr en eftir jól. Hún eignaðist systur úti núna 25.nóv og er afar lukkuleg með það.
Ég minnka við mig í vinnu um miðjan desember og fer þá niður í 50% vinnuhlut fall og vona að með því létti ákveðnu álagi sem hefur verið á familíunni hér síðustu mánuði (lesist ár).
Ég er búin að hengja upp smá af jólaljósum svo jólundirbúiningurinn er formlega hafinn ég er líka búin að fara á jólahlaðborð í Perlunni svo jólin hljóta að vera á næsta leyti. Ekki er ég nú viss um að jólasveinninn komi hingað í ár þar sem ég gerðist sek um að borða bæði Rúdolf og Bamba í þessari ferð (ég er enn með samviskubit yfir þessu með Bamba hann og var ekki einusinni góður). Kanski bjargar það þó málinu að íslenskir jólasveinar eru yfirleitt bara á tveimur jafn fljótum og munu kanski ekki taka þetta neitt nærri sér.
Jólakvöldið í vinnunni er á föstudag, jólakvöld 12-E eru sennilega bestu jólaskemmtanir sem haldnar eru norðan Alpafjalla svo það er óhætt að fara að hlakka til þess.
Síðustu daga hef ég verið með kvefpestardrullu sem er að gera mig létt geggjaða ofan í hana hitti ég svo Liljur í vinnunni í gær og þetta tvennt saman er greinilega ávísun á alvöru veikindi. Mér finnst alveg merkilegt hvað þessi fallegu blóm geta verð illskeytt í viðkynningu og hvað þeim tekst alltaf að mæta í vinnuna til mín. Ég er farin að sjá fram á að þurfa að skipta um vinnu til að losna við þær úr nágrenni mínu því ekki dugar að banna fólki að koma með þær því þær streyma inn í bunkum í hverri viku þrátt fyrir stót skilti á hurðinin sem bannar þær á deildinni.
Ég er svo að keppast við að hysja upp um mig nennið og fara í alvöru í það að klára mitt nám og í leiðinni að taka ákvörðun um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Einu sinni langaði 80% af mér að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór núna langar 20% af mér í það nám. Gallin er að hin 80% geta engan veginn ákveðið sig hvað þau vilja.
Úff ætli ég verði ekki að fara að sækja gleraugun mín það er komið far á skjáinn eftir nefið á mér .....
miðvikudagur, nóvember 14, 2007
Braceface is here ...
Jæja þá er Ásdís komin með þessar líka fínu spangir :) Hún fékk aðeins spangir í efrigóm til að byrja með(fjúkket léttara fyrir veskið) því að það þarf að leiðrétta bitið áður en hægt er að setja í neðri góm líka. Ásdísi til mikillar hrellingar var sett plast ofan á jaxlana í neðri góm svo að hún geti ekki bitið alveg saman því bitið er svo ójafnt að teinarnir myndu fara í klessu ef hún biti alveg saman.
Mikið hafa spangirnar nú orðið flottari og nettari síðan ég var krakki. Ég hefði vel verið til í að fá svona spangir í staðin fyrir klumpana sem ég var með.
Annars er hellingur í deiglunni hjá Ásdísi en hún fer út til Danmerkur þann 27.nóv og kemur ekki aftur fyrr en milli jóla og nýárs. Hún bíður nú spennt eftir að fá fréttir af fæðingu litlu systur sem er væntanleg á hverri stundu og hlakkar svo mikið til að fara út og hitta hanan og restina af fjölskyldunni í Odense.
Í kvöld klárar hún svo Dale Carnegie námskeiðið tveimur vikum á undan áætlun og með öðrum hóp þar sem lokadagurinn á hennar námskeiði er 30. nóv en þá verður hún flogin burt. Við foreldrarnir eigum að mæta á útskriftina og alles svo það verður stuð í kvöld :)
Jæja þá er Ásdís komin með þessar líka fínu spangir :) Hún fékk aðeins spangir í efrigóm til að byrja með(fjúkket léttara fyrir veskið) því að það þarf að leiðrétta bitið áður en hægt er að setja í neðri góm líka. Ásdísi til mikillar hrellingar var sett plast ofan á jaxlana í neðri góm svo að hún geti ekki bitið alveg saman því bitið er svo ójafnt að teinarnir myndu fara í klessu ef hún biti alveg saman.
Mikið hafa spangirnar nú orðið flottari og nettari síðan ég var krakki. Ég hefði vel verið til í að fá svona spangir í staðin fyrir klumpana sem ég var með.
Annars er hellingur í deiglunni hjá Ásdísi en hún fer út til Danmerkur þann 27.nóv og kemur ekki aftur fyrr en milli jóla og nýárs. Hún bíður nú spennt eftir að fá fréttir af fæðingu litlu systur sem er væntanleg á hverri stundu og hlakkar svo mikið til að fara út og hitta hanan og restina af fjölskyldunni í Odense.
Í kvöld klárar hún svo Dale Carnegie námskeiðið tveimur vikum á undan áætlun og með öðrum hóp þar sem lokadagurinn á hennar námskeiði er 30. nóv en þá verður hún flogin burt. Við foreldrarnir eigum að mæta á útskriftina og alles svo það verður stuð í kvöld :)
sunnudagur, nóvember 11, 2007
Já fínt ..
Ekki mikið að frétta héðan þessa stundina en datt samt í hug að bulla eithvað. Vörin á Árna grær vel og á morgun ætla ég að fara með hann upp á heilsugæslu til að láta taka úr honum saumana.
Ásdís er að overdosa á tyggjói til að vera búin að ná 2-3 ára tyggjóskamtinum fyrir miðvikudaginn. Heppin er hún að henni þykja karamelur og annað seigt nammi ekki gott annars yrði sennilega ekkert eftir af tönnum á miðvikudaginn *fliss*
Árni og Anna skelltu sér í sveitasæluna með Ömmu og Afa um helgina svo við hjónin vorum bara ein að dinglast framan af í gær. Við ákváðum að kíkja í Just4kids og nýja Dýraríkið hér í Garðabænum. Mér líst nú bara vel á þetta allt saman mér skilst að vísu að Just4kids sé dýrara en Toys'R'Us en aftur á móti sá ég margt sem ég gæti hugsað mér að kaupa í Just4kids, búðin fannst mér líka á allan hátt skemtilegri en Toys'R'Us. Allavega mun leið mín liggja þangað fyrir næsta barnaafmæli sem ég held svo mikið er ljóst fullt af flottum og skemtilegum hlutum fyrir afmælisveislur.
Dýraríkið er hrikalega stórt ég hef aldrei komið inn í svona stóra gæludýrabúð !! Auðvitað voru vinir mínir box/cow fiskarnir þarna svo ég gat úað og aaað yfir þeim og sýnt Guðna snilldina :) Ég sé líka fram á snilldina við það að hafa Dýraríkið í nágrenninu þar sem Hundamaturinn hans Leós fæst bara þar. Dýraríkið á Grensásvegi er nenfinlega hálfgert pain því að þar er svo vont að komast út af bílastæðinu en þarna er það ekkert mál :) Fyrir utan að það er mjög þægileg gönguleið yfir í dýrðina svo að bílastæði þurfa ekki að vera vandamál ef maður nennir að bera 15 kílóin heim.
Ekki mikið að frétta héðan þessa stundina en datt samt í hug að bulla eithvað. Vörin á Árna grær vel og á morgun ætla ég að fara með hann upp á heilsugæslu til að láta taka úr honum saumana.
Ásdís er að overdosa á tyggjói til að vera búin að ná 2-3 ára tyggjóskamtinum fyrir miðvikudaginn. Heppin er hún að henni þykja karamelur og annað seigt nammi ekki gott annars yrði sennilega ekkert eftir af tönnum á miðvikudaginn *fliss*
Árni og Anna skelltu sér í sveitasæluna með Ömmu og Afa um helgina svo við hjónin vorum bara ein að dinglast framan af í gær. Við ákváðum að kíkja í Just4kids og nýja Dýraríkið hér í Garðabænum. Mér líst nú bara vel á þetta allt saman mér skilst að vísu að Just4kids sé dýrara en Toys'R'Us en aftur á móti sá ég margt sem ég gæti hugsað mér að kaupa í Just4kids, búðin fannst mér líka á allan hátt skemtilegri en Toys'R'Us. Allavega mun leið mín liggja þangað fyrir næsta barnaafmæli sem ég held svo mikið er ljóst fullt af flottum og skemtilegum hlutum fyrir afmælisveislur.
Dýraríkið er hrikalega stórt ég hef aldrei komið inn í svona stóra gæludýrabúð !! Auðvitað voru vinir mínir box/cow fiskarnir þarna svo ég gat úað og aaað yfir þeim og sýnt Guðna snilldina :) Ég sé líka fram á snilldina við það að hafa Dýraríkið í nágrenninu þar sem Hundamaturinn hans Leós fæst bara þar. Dýraríkið á Grensásvegi er nenfinlega hálfgert pain því að þar er svo vont að komast út af bílastæðinu en þarna er það ekkert mál :) Fyrir utan að það er mjög þægileg gönguleið yfir í dýrðina svo að bílastæði þurfa ekki að vera vandamál ef maður nennir að bera 15 kílóin heim.
miðvikudagur, nóvember 07, 2007
Já Sæll...
Fór með Ásdísi í fyrstu skoðun hjá tannréttingasérfræðingi í dag og þar var ákveðið að hún fær spangir í næstu viku. Hann telur sig komast hjá því að rífa úr henni tennur en það má ekki miklu muna. Ekki mátti heldur seinna vera að koma með hanan því önnur augntönnin er ekki komin niður og er farin að skemma rót á framtönn því má það ekki bíða (og hefði þurft að vera búið fyrir nokkrum árum) að búa til pláss fyrir hana til að koma niður. Ef augntennur eru ekki komnar niður um 10-11 ára aldur þarf að athuga með þær svo það er bara heppni að ekki fór verr. Tíma áætlun í heildarverkið er 2-3 ár og kostnaður 600 þús :S Tryggingastofnun verður væntanlega svo rausnarleg að niðurgreiða 150 þús í þremur þrepum. Maður fær víst 50 þús við upphaf meðferðar annað eins eftir ár og þriðja skammt eftir 2 ár eða við lok meðfeðrar. Upphafskostnaðurinn er verstur en það mun væntanlega kosta litlar 200 þús að setja stellið upp í krakkann. Sérfræðingurinn ætlar svo að kíkja upp í Árna fyrir mig við tækifæri og meta hvað og hvenær þarf að gera eithvað upp í honum. Ég er að hugsa um að fara og setj plástur á veskið mitt ......
Annars líst okkur rosalega vel á tannréttinga sérfræðinginn hressilegur og traustvekjandi maður gerði góðlátlegt grín að öllu saman svo við Ásdís hlógum meira og minna allan tímann :) Og ekki er hægt að segja annað en aðstoðarkonan hanns hafi verið annað en afar viðkunnarleg svo þetta lofar mjög góðu !!
Eftir ferðina til tannsa fórum við í Dýraríkið að kaupa hundamat og sáum þar þá skrítnustu en jafnframt flottustu fiska sem ég hef um ævina séð. Þeir heita Boxfish og eru hrein völundar smíð, eins og nafnið segir til um eru þeir ferkantaðir gulir með doppum og minna óneytanlega svoldið á Svamp Sveinson. Ég hvet ykkur til að kíkja í Dýraríkið á Grensásvegi og sjá dýrðina þeir eru alveg ferðarinnar virði !!
Myndin hér til hliðar skilar ekki furðulegheitum fisksins til fullnustu.
þriðjudagur, nóvember 06, 2007
Sunnudagur til sælu??
Í gær var sunnudagur og það er ekki hægt að segja að hann hafi verið neitt sérstaklega sæll. Það byrjaði á því að ég hafði gleymt að segja Guðna af afmæli sem Anna átti að fara í (ég var sjálf að vinna). Anna var búin að hlakka til alla vikuna og hafið dansað um með boðskortið alla daga frá því að það kom en dró það upp 2 tímum of seint á sunnudaginn :(
Upp úr klukkan sjö datt Árni svo úr stofusófanum niður á gólf og lenti beint á andlitinu. Eftir að hafa kíkt á sárið var ljóst að við þyrftum að fara upp á slysó eftir klukkutíma veru þar kom í ljós að það þurfti að sauma 3 spor í innanverða vörina (enda sárið ekkert smá djúpt). Hann er núna með neðrivör sem er a.m.k. 3númerum of stór og hann getur ekki borðað neitt sem ekki er mjög mjúkt. Saumana má svo taka eftir viku en Árni greyið getur ekki beðið eftir að bólgan hjaðni því þetta er að gera hann gráhærðan að geta ekki borðað neitt fast og skv. ráðleggingum þeirra á slysó á hann að halda sig frá mjólkurvörum meðan þetta er að gróa, þá er úrvalið á matseðlinum ekkert sérlega mikið.
Í gær var sunnudagur og það er ekki hægt að segja að hann hafi verið neitt sérstaklega sæll. Það byrjaði á því að ég hafði gleymt að segja Guðna af afmæli sem Anna átti að fara í (ég var sjálf að vinna). Anna var búin að hlakka til alla vikuna og hafið dansað um með boðskortið alla daga frá því að það kom en dró það upp 2 tímum of seint á sunnudaginn :(
Upp úr klukkan sjö datt Árni svo úr stofusófanum niður á gólf og lenti beint á andlitinu. Eftir að hafa kíkt á sárið var ljóst að við þyrftum að fara upp á slysó eftir klukkutíma veru þar kom í ljós að það þurfti að sauma 3 spor í innanverða vörina (enda sárið ekkert smá djúpt). Hann er núna með neðrivör sem er a.m.k. 3númerum of stór og hann getur ekki borðað neitt sem ekki er mjög mjúkt. Saumana má svo taka eftir viku en Árni greyið getur ekki beðið eftir að bólgan hjaðni því þetta er að gera hann gráhærðan að geta ekki borðað neitt fast og skv. ráðleggingum þeirra á slysó á hann að halda sig frá mjólkurvörum meðan þetta er að gróa, þá er úrvalið á matseðlinum ekkert sérlega mikið.
föstudagur, nóvember 02, 2007
Sóttkví
Maður má víst bara þakka fyrir að það er ekki búið að tjalda yfir hverfið og teipa fyrir dyrnar hjá okkur. Mbl.is Annars er þetta á svæði sem krakkarnir og hundurinn hafa leikið sér mikið á ...gott að það var djúpt á því ....hrollur
Maður má víst bara þakka fyrir að það er ekki búið að tjalda yfir hverfið og teipa fyrir dyrnar hjá okkur. Mbl.is Annars er þetta á svæði sem krakkarnir og hundurinn hafa leikið sér mikið á ...gott að það var djúpt á því ....hrollur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)