sunnudagur, nóvember 11, 2007

Já fínt ..

Ekki mikið að frétta héðan þessa stundina en datt samt í hug að bulla eithvað. Vörin á Árna grær vel og á morgun ætla ég að fara með hann upp á heilsugæslu til að láta taka úr honum saumana.
Ásdís er að overdosa á tyggjói til að vera búin að ná 2-3 ára tyggjóskamtinum fyrir miðvikudaginn. Heppin er hún að henni þykja karamelur og annað seigt nammi ekki gott annars yrði sennilega ekkert eftir af tönnum á miðvikudaginn *fliss*

Árni og Anna skelltu sér í sveitasæluna með Ömmu og Afa um helgina svo við hjónin vorum bara ein að dinglast framan af í gær. Við ákváðum að kíkja í Just4kids og nýja Dýraríkið hér í Garðabænum. Mér líst nú bara vel á þetta allt saman mér skilst að vísu að Just4kids sé dýrara en Toys'R'Us en aftur á móti sá ég margt sem ég gæti hugsað mér að kaupa í Just4kids, búðin fannst mér líka á allan hátt skemtilegri en Toys'R'Us. Allavega mun leið mín liggja þangað fyrir næsta barnaafmæli sem ég held svo mikið er ljóst fullt af flottum og skemtilegum hlutum fyrir afmælisveislur.

Dýraríkið er hrikalega stórt ég hef aldrei komið inn í svona stóra gæludýrabúð !! Auðvitað voru vinir mínir box/cow fiskarnir þarna svo ég gat úað og aaað yfir þeim og sýnt Guðna snilldina :) Ég sé líka fram á snilldina við það að hafa Dýraríkið í nágrenninu þar sem Hundamaturinn hans Leós fæst bara þar. Dýraríkið á Grensásvegi er nenfinlega hálfgert pain því að þar er svo vont að komast út af bílastæðinu en þarna er það ekkert mál :) Fyrir utan að það er mjög þægileg gönguleið yfir í dýrðina svo að bílastæði þurfa ekki að vera vandamál ef maður nennir að bera 15 kílóin heim.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmmm.... Ekki málið að bera fimmtán kílóin heim. Í dag fór ég í dýraríkið og var með fimmtán kílóin í annarri og bandbrjáluð tólf kíló í hinni! Þegar ég hugsa þetta betur þá var voða gott að komast í bílinn.....