miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Er ekki ..

..kominn tími á smá update hér ??

Helstu fréttir héðan eru að Ásdís er farin til pabba síns og kemur ekki aftur fyrr en eftir jól. Hún eignaðist systur úti núna 25.nóv og er afar lukkuleg með það.

Ég minnka við mig í vinnu um miðjan desember og fer þá niður í 50% vinnuhlut fall og vona að með því létti ákveðnu álagi sem hefur verið á familíunni hér síðustu mánuði (lesist ár).


Ég er búin að hengja upp smá af jólaljósum svo jólundirbúiningurinn er formlega hafinn ég er líka búin að fara á jólahlaðborð í Perlunni svo jólin hljóta að vera á næsta leyti. Ekki er ég nú viss um að jólasveinninn komi hingað í ár þar sem ég gerðist sek um að borða bæði Rúdolf og Bamba í þessari ferð (ég er enn með samviskubit yfir þessu með Bamba hann og var ekki einusinni góður). Kanski bjargar það þó málinu að íslenskir jólasveinar eru yfirleitt bara á tveimur jafn fljótum og munu kanski ekki taka þetta neitt nærri sér.
Jólakvöldið í vinnunni er á föstudag, jólakvöld 12-E eru sennilega bestu jólaskemmtanir sem haldnar eru norðan Alpafjalla svo það er óhætt að fara að hlakka til þess.


Síðustu daga hef ég verið með kvefpestardrullu sem er að gera mig létt geggjaða ofan í hana hitti ég svo Liljur í vinnunni í gær og þetta tvennt saman er greinilega ávísun á alvöru veikindi. Mér finnst alveg merkilegt hvað þessi fallegu blóm geta verð illskeytt í viðkynningu og hvað þeim tekst alltaf að mæta í vinnuna til mín. Ég er farin að sjá fram á að þurfa að skipta um vinnu til að losna við þær úr nágrenni mínu því ekki dugar að banna fólki að koma með þær því þær streyma inn í bunkum í hverri viku þrátt fyrir stót skilti á hurðinin sem bannar þær á deildinni.



Ég er svo að keppast við að hysja upp um mig nennið og fara í alvöru í það að klára mitt nám og í leiðinni að taka ákvörðun um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Einu sinni langaði 80% af mér að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór núna langar 20% af mér í það nám. Gallin er að hin 80% geta engan veginn ákveðið sig hvað þau vilja.

Úff ætli ég verði ekki að fara að sækja gleraugun mín það er komið far á skjáinn eftir nefið á mér .....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frauke henti liljunum út af deildinni í nótt, þér er óhætt að koma í vinnuna! :)
kv solla

Nafnlaus sagði...

Gott að vita að liljurnar er farnar í bili. En ég er með hita,beinverki og drullu kvef sem kyrrsetur mig heima :(