þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Sunnudagur til sælu??

Í gær var sunnudagur og það er ekki hægt að segja að hann hafi verið neitt sérstaklega sæll. Það byrjaði á því að ég hafði gleymt að segja Guðna af afmæli sem Anna átti að fara í (ég var sjálf að vinna). Anna var búin að hlakka til alla vikuna og hafið dansað um með boðskortið alla daga frá því að það kom en dró það upp 2 tímum of seint á sunnudaginn :(

Upp úr klukkan sjö datt Árni svo úr stofusófanum niður á gólf og lenti beint á andlitinu. Eftir að hafa kíkt á sárið var ljóst að við þyrftum að fara upp á slysó eftir klukkutíma veru þar kom í ljós að það þurfti að sauma 3 spor í innanverða vörina (enda sárið ekkert smá djúpt). Hann er núna með neðrivör sem er a.m.k. 3númerum of stór og hann getur ekki borðað neitt sem ekki er mjög mjúkt. Saumana má svo taka eftir viku en Árni greyið getur ekki beðið eftir að bólgan hjaðni því þetta er að gera hann gráhærðan að geta ekki borðað neitt fast og skv. ráðleggingum þeirra á slysó á hann að halda sig frá mjólkurvörum meðan þetta er að gróa, þá er úrvalið á matseðlinum ekkert sérlega mikið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er hrikalegt að sjá vörina á Árna, en ef maður lítur á björtu hliðina þá má Angelína Jólí fara að vara sig.....

Nafnlaus sagði...

He he nákvæmlega !! Bólgan er sem betur fer farin að hjaðna.

Nafnlaus sagði...

.... Barnið er skitið útúr nösunum á þér Guðný .... geggjaðslega sætur gæji...

Guðný sagði...

He he takk fyrir það :)