miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Braceface is here ...


Jæja þá er Ásdís komin með þessar líka fínu spangir :) Hún fékk aðeins spangir í efrigóm til að byrja með(fjúkket léttara fyrir veskið) því að það þarf að leiðrétta bitið áður en hægt er að setja í neðri góm líka. Ásdísi til mikillar hrellingar var sett plast ofan á jaxlana í neðri góm svo að hún geti ekki bitið alveg saman því bitið er svo ójafnt að teinarnir myndu fara í klessu ef hún biti alveg saman.

Mikið hafa spangirnar nú orðið flottari og nettari síðan ég var krakki. Ég hefði vel verið til í að fá svona spangir í staðin fyrir klumpana sem ég var með.

Annars er hellingur í deiglunni hjá Ásdísi en hún fer út til Danmerkur þann 27.nóv og kemur ekki aftur fyrr en milli jóla og nýárs. Hún bíður nú spennt eftir að fá fréttir af fæðingu litlu systur sem er væntanleg á hverri stundu og hlakkar svo mikið til að fara út og hitta hanan og restina af fjölskyldunni í Odense.

Í kvöld klárar hún svo Dale Carnegie námskeiðið tveimur vikum á undan áætlun og með öðrum hóp þar sem lokadagurinn á hennar námskeiði er 30. nóv en þá verður hún flogin burt. Við foreldrarnir eigum að mæta á útskriftina og alles svo það verður stuð í kvöld :)

Engin ummæli: