miðvikudagur, nóvember 07, 2007


Já Sæll...

Fór með Ásdísi í fyrstu skoðun hjá tannréttingasérfræðingi í dag og þar var ákveðið að hún fær spangir í næstu viku. Hann telur sig komast hjá því að rífa úr henni tennur en það má ekki miklu muna. Ekki mátti heldur seinna vera að koma með hanan því önnur augntönnin er ekki komin niður og er farin að skemma rót á framtönn því má það ekki bíða (og hefði þurft að vera búið fyrir nokkrum árum) að búa til pláss fyrir hana til að koma niður. Ef augntennur eru ekki komnar niður um 10-11 ára aldur þarf að athuga með þær svo það er bara heppni að ekki fór verr. Tíma áætlun í heildarverkið er 2-3 ár og kostnaður 600 þús :S Tryggingastofnun verður væntanlega svo rausnarleg að niðurgreiða 150 þús í þremur þrepum. Maður fær víst 50 þús við upphaf meðferðar annað eins eftir ár og þriðja skammt eftir 2 ár eða við lok meðfeðrar. Upphafskostnaðurinn er verstur en það mun væntanlega kosta litlar 200 þús að setja stellið upp í krakkann. Sérfræðingurinn ætlar svo að kíkja upp í Árna fyrir mig við tækifæri og meta hvað og hvenær þarf að gera eithvað upp í honum. Ég er að hugsa um að fara og setj plástur á veskið mitt ......
Annars líst okkur rosalega vel á tannréttinga sérfræðinginn hressilegur og traustvekjandi maður gerði góðlátlegt grín að öllu saman svo við Ásdís hlógum meira og minna allan tímann :) Og ekki er hægt að segja annað en aðstoðarkonan hanns hafi verið annað en afar viðkunnarleg svo þetta lofar mjög góðu !!


Eftir ferðina til tannsa fórum við í Dýraríkið að kaupa hundamat og sáum þar þá skrítnustu en jafnframt flottustu fiska sem ég hef um ævina séð. Þeir heita Boxfish og eru hrein völundar smíð, eins og nafnið segir til um eru þeir ferkantaðir gulir með doppum og minna óneytanlega svoldið á Svamp Sveinson. Ég hvet ykkur til að kíkja í Dýraríkið á Grensásvegi og sjá dýrðina þeir eru alveg ferðarinnar virði !!
Myndin hér til hliðar skilar ekki furðulegheitum fisksins til fullnustu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vóó.... þarf ég að segja meira?

Guðný sagði...

Nei það er svona sirka það sem ég hugsaði líka ..... en hefði getað verið verra samt :S