miðvikudagur, desember 05, 2007


Kominn heim

Haldiði ekki að snillingarnir hjá Toyota hafi klárað að laga bílinn í dag akkúrat þegar ég var á rúntinum með yngsta grislinginn svo ég sótti náttúrlega lykilinn og borgaði reikninginn. Svo fórum við GM núna þegar hann var búinn að vinna að sækja greyið. Bíllin er greinilea betri en hann var fyrir og svo voru þeir í Toyota svo sætir að gefa okkur súkkulaði mola í kaupbæti :)
Það sem ég tek mest og best eftir er að núna er hægt að loka rennihurðinni hægra megin án þess að beita öllum kröftum og þeirri lagni sem maður á til ásamt 100 tilraunum, núna lokast hún í fyrstu tilraun án átaka. Við erum 2svar búin að biðja þá að laga þetta en þeir héldu því fram að þetta væri vegna þess að bíllinn væri of þéttur og því væri líklegt að þetta lagaðist með tímanum. En þetta hefur bara versnað og var komið á þann punkt að við vorum hætt að opna hurðarófétið því það var vonlaust að loka aftur svo þeir fengust loks til að laga þetta.

Engin ummæli: