þriðjudagur, desember 04, 2007


Það passar...

Er það ekki klassískt að daginn sem þarf að skutla báðum börnunum í afmæli, Guðni er í vinnu til 22 og á lánsbíl frá pabba sínum þar sem hans bíll er dáinn þá er Prevían í viðgerð hjá Toyota og ólíklegt að þeir nái að klára að gera við hann fyrir lokun. Það kom í ljós fyrir 2 vikum að Hvarfakúturinn er ónýtur og þarf að skpita honum úr og átti að gera það í næstu ástandsskoðun hjá þeim í Toyota. Þegar þeir fara svo að gramsa í bílnum í skoðunni í morgun kemur í ljós að bremsurnar langt komnar svo það má ekki bíða með að skipta um þær. Það kom að vísu í ljós líka að vatnsdælan í bílnum er farin að sýna einhver merki um að hún ætli sér að gefa sig en það getur víst beðið eithvað aðeins að laga það. Við skulum bara átta okkur á því að það er desember og ekki beint það sem mann vantar mest feitur viðgerðarreikningur :s

Það er samt huggun harmi gegn að ég get líka fengið lánaðan bíl hjá pabba svo ég mun væntanlega get sinnt skyldum mínum sem einkabílstjóri barnanna :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það er frábært að geta fengið bíla hjá foreldrum sínum ... veit samt ekki alltaf hvort ég eigi að viðurkenna það ef ég er á bílnum hennar mömmu ... er ég kannski orðin of gömul til þess að sníkja bíl hjá henni?

Guðný sagði...

He he skohhh held að maður sé aldrei of gamall til að fá lánaðann bíl hjá foreldrunum ....allavega ekki í "neyðartilfellum"....

Nafnlaus sagði...

Til hvers eru foreldrar ef ekki til að bjarga börnunum sínum á neyðarstundu? Alla vegna stendur (að ég held) í verklýsingu þeirra að þau verða að eiga nokkra bíla til skiptanna.....