föstudagur, desember 21, 2007
Reyki....
Á flandri okkar mæðgna í dag gall allt í einu úr aftur sætinu " OJJJ mamma sérðu hann er að reykja!! Það er leigubíll að reykja og hann er með alvöru reykipinna". Þarna var á ferð leigubílstjóri sem hékk hálfur út um gluggann á bílnum og reykti sígarettu af áfergju.
Dóttir mín kann ekki "rétta" orðið yfir þau tól og tæki sem notuð eru til reykinga, svo langt eru reykingar komnar út í horn í samfélaginu að yngri börn kunna þetta ekki. Því fann hún upp þetta fína orð reykipinni sem mér finnst sko eitt af betri nýyrðum sem ég hef heyrt lengi.
Annars er ég komin með jólatremma en er að verða búin með jólainnkaupin. Jólakortin hafa orðið alveg útundan þetta árið og veit ég hreinlega ekki hvort þau verða yfir höfðu skrifuð þetta árið :S
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ok...ég hætti þá bara að bíða við póstkassann! *dæs* ;)
En já "reykipinni" er nú miklu gagnsærra og betra orð en tökuorðið "sígaretta"!
Æ æ nú fæ ég samvisku bit *stuna* ;)
Skrifa ummæli