mánudagur, mars 31, 2008

80's
Já ég hef áður nostalgíast eithvað um áttundan áratuginn hér en nú ýtti 20 ára reunion eftir útskrift úr gagnfræðaskóla hraustlega við mér. Datt í hug að skjóta hér inn myndum síðan 1985-7 eins og ég hef áður sagt þá er ótrúlegt hvað gerð myndavéla og spegla hefur farið aftur síðan í þá daga. Að sama skapi hefur hæfileika mínum til sólbrúnku myndunar augljóslega farið mikið aftur síðan á þessum tíma *dæs* En sem betur fer á ég þó sönnun um að ég hafi einhverntímann orðið brún þó það séu ríflega 20 ár síðan.






Reunion
Morgunstund gefur gull í mund ..

Jæja þá vantar klukkuna 18 mínútur í níu og ég er búin að vera með a.m.k. annað augað opið síðan 04:48. Á þessum tíma er ég búin að velta mér á allar hliðar í rúminu, fara í sturtu, fá mér morgunmat, mæta í vinnuna stoppa í hálftíma, keyra heim, koma slektinu á fætur,fóðra þau, útbúa nesti og koma þeim í skólann, hlusta á fréttir, fikta í smávægilegri myndvinnslu, ganga frá áskrift sem var að renna út og svo núna er ég að blogga. Ég er komin á þá skoðun að klukkutímarnir fyrst á morgnana nýtist mikið betur en klukkutímar eftir hádegi af hverju svo sem það stafar.

Í þessum töluðum orðum fékk ég upp glugga með Msn vírusnum góða og vil því nota tækifærið á að vara fólk við að opna linka sem það fær á msn. Í flestum tilfellum er linkur á profile picture eða eithvað sem lítur út fyrir að vera linkur á mynd. Ekki láta gabbast lokið glugganum og látið eins og þið sjáið hann ekki aldrei opna linka frá fólki ef þið eigið ekki von á þeim.

Hér er svo bíómynd sem ég bíð spennt eftir:

fimmtudagur, mars 27, 2008


Well o well
Ég þjáist illilega af bloggleti þessa dagana verst að það er ekki eina letin sem hrjáir mig núna þetta smitast yfir í ýmislegt annað. Það hefur svo sem ýmislegt gerst á þessum tíma síðan ég bloggaði síðast.

Anna skreið upp úr pestinni á annan í páskum við hin erum svona mis slöpp Árni var heima í gær með hitalufsu og magaveiki en fór í skólann í dag. Ég var í vinnu í gærkvöldi og um mitt kvöld var mér farið að líða ansi asnalega þ.e.s. með höfuð og beinverki svo ég greip hitamælinn sem sýndi 38 ég fékk því tvær paratabs og hélt áfram að vinna, auddað. Ég vaknaði svo í morgun í svipuðu ástandi en mátti ekkert vera að þessu því ég þurfti að fara til tannlæknis. Ég græddi svo auka bið á biðstofunni einhver misskilningur hafði orðið þegar tímanum var breytt fyrir 2 dögum síðan.

Liðið mitt í BF2C vann tour 10 óvænt á tveimur vikum (af 12 sem átti að spila) á mánudaginn. Við höfum unnið nánast stanslaust þá 4 daga sem spilað var af 108 roundum sem spiluð vour unnum við 80 þetta dugði til þess að andstæðingarnir (núverandi meistarar) lögðust í gólfið grenjandi og hótuðu að hætta og fara ef leiknum yrði ekki breytt. Mótshaldararnir héldu krísu fund og okkur var dæmdur sigur í tour 10 og farið verður beint yfir í Tour 11 í næstu viku með nýjum og breyttum leik að hætti andstæðinganna. Mér kemur þetta nú ansi spánskt fyrir sjónir en jæja ein medalía í safnið og við verðum bara að gera betur næst þannig að við klárum þetta á viku næst *hmm*

Ég fann svo loksins tíma til að horfa á Mannaveiðar í gærkvöldi eftir vinnu en spúsi minn hafði verið svo sætur að taka þáttinn upp fyrir mig. Fyrsti þátturinn heillaði mig nú svo sem ekki upp úr skónum en er nú samt alls ekki alslæmur. Minnir mig um margt á Kalda Slóð en það er kanski ekki skrítið þar sem sami leikstjóri er á ferð sem ég var nú bara að átta mig á rétt í þessum skrifuðum orðum. Það útskýrði fyrir mér afhverju ég fékk algert flassback ákveðinn stíl á innkomu karakters Elvu Óskar ha ha þarna er hún á mótorhjóli en í Kaldri Slóð á vélsleða og svo sama innsoomið og alles iss það hlut bara að vera.
Ég fékk nokkrum sinnum kjánahroll t.d. hvað er málið með rannsóknarlögreglukonuna í hvítagallanum á glæpavetvangi með sígarettuna hangandi út úr munninum svo pirrar það mig óendanlega hvernig konugreyið talar, ég geri mér grein fyrir að hún er útlend í alvöru en samt úff. Þetta pirrar mig kanski meira vegna þess að mér finnast samtöl í flestum íslenskum verkum stirð, kjánaleg og það skín allaf í gegn að þetta er leikið og þarna gerist eithvað auka í þeim efnum virkar eins og útlend kona að leika konu með erlendan hreim æ get ekki útskýrt betur hvernig þetta pirrar mig.

Mér finnst byrjunin heldur ekki alveg ganga upp ríkisbubbi á veiðum ekki með fjarskipta tæki s.s. gemsa með sér og hringir ekki eftir hjálp þegar brjálaður byssumaður skýtur á hann ... varla var hann svo langt frá mannabyggðum að það væri ekki gsm samband. Ofan í allt velur hann að ráðast á árásar manninn og reyna að hlaupa að honum, þetta var einhvern veginn ekki alveg nógu vel útfært til að selja mér þetta. Hefði verið betra að sleppa þessu og láta kallinn bara finnast og vera ekki að sýna hvernig hann var drepinn.

Atriðin þar sem Gísli Örn og Ólafur Darri eru á ferð í bíl og maður horfir á part af húddinu á bíllnum og inn um framrúðuna á þá bögguðu mig af einhverri ástæðu, hvað þá þegar rúðuþurkurnar voru í gangi en engin almennilega sjáanleg merki um rigningu.


En ég er vel til í að gefa þessum þáttum séns og reyna að einbeita mér meira að skemtana gildinu en trúverðugleika. Ólafur Darri nær nú alveg að halda mér við efnið enda prýðis leikari blessaður og karakterinn hanns skemtilegur. Þar strax hefur þessi þáttur eithvað sem Köld Slóð hafði ekki einn skemtilegan karakter !!

Ég verð samt að játa að ef ég miða fyrsta þáttin af Mannaveiðum við fyrsta þáttinn af Pressu þá var ég nú að fíla Pressu betur strax í upphafi. Pressa var svo sem ekkert epískt stórvirki en hafi skemtana gildi og hélt athygli minni frá upphafi þrátt fyrir ýmsa galla.

mánudagur, mars 17, 2008

Án gríns..

Helstu fréttir héðan eru að mér er heldur að batna í bakinu og hef hugsað mér að mæta í vinnu á morgun. Ekki er þó ein báran stök því um leið og ég hjarna við þá er Anna að veikjast og er hund lasin með hita og höfuðverk. Mig grunar að hér sé flensa á ferð þar sem hún er ekki kvefuð með þessu hmm...

Annars kostaði bakvesenið á mér eitt dauðsfall en fiskurinn Árni dó úr vosbúð þar sem ég hafði ekki séns á að sinna honum eins og þurfti. Hann var í svo litlu búri að það þarf að sinna því vikulega með vatnskiptum og þrifum. Þó að Bettar séu harðgerðir og lifi í drullupollum í náttúrunni þá þoldi Árni greyið ekki þetta drullumall. Hið sorglega var að ég var búin að gera ráðstafanir svo hann fengi 20 lítra búr með öllu sem þurfti til að hann gæti átt betri tíð í vændum. Hann náði að flytja í búrið en það var útséð fyrir flutninga að hann myndi ekki lifa lengi sem hann og gerði ekki greyið. En hann dó þó ekki í drullupolli greyið en hans verður sárt saknað blessuð sé minning hans.

Mátti svo bara þakka fyrir að fiskarnir í hinum búrunum hlutu ekki sömu örlög en sem betur fer þola stærri búr meira svona vesen þó að tæpt hafi staðið. Ég sameinaði úr 2 búrum í stóra búrið í stofunni og þar er nú líf og fjör.

Til að sefa sorg ungmeyjarinnar eiganda Árna þá fórum við í Dýraríkið og hún fékk forláta bleikan bardagafisk í staðin og 3 krúttlega sverðdraga sem halda honum félagsskap í búrinu :) Sambúðin hjá þeim er til fyrirmyndar en ef heldur sem horfir gæti blessuðum sverðdrögunum fjölgað hraustlega þegar fram líða stundir því þeir eru gotfiskar og eignast 60-100 unga í goti. Eithvað verðum við að finna út úr þeim málum því 20 lítrar duga bara fyrir þann fjölda fiska sem þar núna ekki fyrir hátt í hundrað stykki :s

miðvikudagur, mars 12, 2008

Símasölumenn...

eru þreytandi og leiðinlegir en ef þú vilt hafa pínulítið gaman af þeim þá gæti þetta verið leiðin:

mánudagur, mars 10, 2008


Rembist....
....
eins og rjúpan við staurinn að láta mér batna í bakinu en það gengur mis vel. Stundum finnst mér ég fara eitt skref áfram og tvö aftur á bak. Ég er samvisku söm í að gera æfingarnar sem sjúkraþjálfarinn uppáleggur. Ég læt mig meira að segja hafa það að fara í sund og þeir sem mig þekkja vita að sundlaugarnar eru ekki minn eftirlætis staður. Ég fer að vísu ekki til að synda heldur í heitapottinn til að gera æfingar en samvinna af hita og æfingum á að hjálpa. Merkileg upplifun að vera ein undir 60 í sæmilega stórum hópi fólks og mér leið til að byrja með svoldið eins og ég hefið mætt í lopapeysu í vitlausa jarðarför en var nokkuð fljót að jafna mig á því.

Ég hafði áætlað að mæta í vinnu á miðvikudag sjúkraþjálfarinn minn var nú ekki á því og bað mig að hugsa minn gang vandlega áður en ég tæki endalega ákvörðun um það. Hann vildi meina að það yrði að verða eithvert kraftaverk um helgina til að ég yrði vinnufær og þó svo að ég væri eithvað skárri yrði það að ég mætti í vinnu bara til að auka líkurnar á alvarlegu bakslagi með tilheyrandi veseni og enn lengri tíma frá vinnu. Það verður nú að játast að hann virðist alveg vita hvað hann syngur blessaður, ég hélt að ég væri eithvað skárri í gær og fór að gera tilraun til rústabjörgunar hér á heimilinu. Ekki leið á löngu c.a. 15 mínútur þá var bakið á mér komið alveg í mínus og ég er búin að vera alveg að drepast síðan svo að vinna er greinilega ekki á dagskrá :(

Ég er svo alvarlega farin að íhuga að gefa eldri börnin til ættleiðingar ég fór í apótek í gær og hafði grísina þrjá með mér. Það væri ekki í frásögur færandi nema þar sem ég er eithvað að gramsa í hillum kemur yngsti fjölskyldumeðlimurinn með brúsa úr Play línunni frá ákveðnu fyrirtæki sem byrjar á D og spyr hvort hún megi fá svona. Ég varð fyrst hálf kvumsa (eins og má rétt ímynda sér) segi henni svo nei því að þetta sé ekki ætlað fyrir börn og bið hana að skila hlutnum. Hún fer og ég fer ég hugsa með mér hvernig í ósköpunum hafi staðið á því að henni hafi þótt þetta eithvað freistandi þegar ég heyri hrossahláturinn í systkynum hennar ....þá hafði púkunum tveimur fundist þetta alveg óheyrilega fyndið að senda hana sakleysingjann með þetta að spyrja mömmu hvort hún mætti fá, ekki veit ég hvernig þau seldu henni hugmyndina að þetta væri eithvað skemtilegt. Gallinn er að Anna greyið höndlar alls ekki að láta stríða sér svona og það að finnast hún hafa klúðrað eða gert sig að fífli finnst henni alveg skelfilegt svo hún grét fögrum tárum á leiðinni heim yfir óbermishætti systkinana. Þau skömmuðust sín á endanum fyrir uppátækið þegar þau sáu hvað hún tók þetta nærri sér og hún fékk lítið páskaegg í sárabætur og Árni var á hjólum í kringum hana til að reyna að bæta henni skaðann með því að vera almennilegur við hana það sem eftir lifði kvölds.

föstudagur, mars 07, 2008

fimmtudagur, mars 06, 2008

Eg elska Youtube





þriðjudagur, mars 04, 2008

mánudagur, mars 03, 2008

Væl....

Bloggletin hefur verið alsráðandi hjá mér upp á síðkastið því ég hef ekki haft neitt skemtilegt að segja og ég hef hreinlega ekki haft orku í að væla hérna fyrr en nú.

Bakið á mér gaf sig sem sagt endanlega þarna um daginn. Ég fór til læknis á mánudaginn og samkvæmt honum er bakið á mér í hönk eftir að ég hef farið að beita mér á móti verkjunum eftir að ég tognaði. Það er því að koma í bakið á mér (í orðsins fyllstu) að hafa harkað af mér og haldið áfram eins og lítið hafi í skorist eftir að ég tognaði. Núna er tognunin yfirstaðin en í staðin hef ég grætt það að vöðvarnir eru allir orðnir stífir og fastir eftir að ég hef beitt mér vitlaust. Ég var send heim með bólgueyðandi,vöðvaslakandi, vinnubann og leiðbeiningar um að stunda létta hreyfingu, því það að reyna að liggja úr sér bakverki er víst eithvað það versta sem maður getur gert. Svo átti að meta stöðuna aftur eftir viku (í dag). Ég fór heim full bjartsýni á að þetta myndi allt lagast og ég yrði orðin spræk eftir vikuna fyrstu 3 dagarnir voru skárri ég svaf eins og engill af vöðvaslakandi dótinu og hef sennilega ekki sofið jafn vel í mörg herrans ár. Ég finn ekki að bólgueyðandi lyfin hafi nokkra verkun gæti sennilega rétt eins tekið inn smarties. Á fimtudag fór mér að versna aftur og ég er hætt að sofa nema 4 tíma vakna svo upp og get ekki legið lengur vegna verkja eða ég get ekki sofnað fyrir verkjum og lognast útaf örþreytt undir morgun og næ þá kanski 4 tíma blundi.

Það jákvæða við þetta allt er að mér líður skást þegar ég er á hreyfingu svo við Leó fáum okkur reglulega göngutúr um hverfið Leó til mikillar ánægju.

Ég var sem sagt komin á fætur kl. 5 í morgun röltandi um húsið í viðleitni til að minka verkina. Þetta hefur svo sem sína kosti ég hjálpaði spúsa mínum að koma krökkunum á fætur og af stað í skólann. Var búin að taka pínkulítið til (sér þó ekki högg á vatni) enda ekkert annað að gera þegar maður eigrar um húsið en að færa hluti á milli staða. Heimilið er samt sem áður algerlega ógeðslegt og má ég þakka fyrir ef heilbrigðiseftirlitið kemur ekki og insiglar hjá mér. Ég get t.d. ekki með nokkru móti ryksugað það er hreyfing sem er bara ekki í boði og því er á gólfinu svart teppi í boði Leós í stað parketsins. Árni minn hefur að vísu verið svo góður að ryksuga tvisvar en hér þarf að ryksuga á hverjum degi hér ef vel á að vera :s

Ég hafði svo samband við lækninn í morgun sem bjó til beiðni í sjúkraþjálfun fyrir mig og vill að ég láti vera að vinna a.m.k. næstu vikuna því að álagið sem fylgir störfum sjúkraliða fer víst ekki vel með bakið ... kemur ekki á óvart. Hann bætti nú líka við að ef ég ætlaði að halda áfram í þessum geira yrði ég að koma mér í almennt betra form svo ég hreinlega þyldi álagið af þessu ... ég get ekki annað en verið sammála því. Þetta þýðir að þegar ég er búin að koma mér út úr þessu bakrugli þýðir ekkert annað en að fara að hreyfa sig og styrkja, hætta að láta líkamsræktar kortið rykfalla upp í hillu *spark í rass*

Jæja nú er bakið farið að kvarta svo mér er hollast að fara á röltið.