mánudagur, mars 10, 2008
Rembist....
....eins og rjúpan við staurinn að láta mér batna í bakinu en það gengur mis vel. Stundum finnst mér ég fara eitt skref áfram og tvö aftur á bak. Ég er samvisku söm í að gera æfingarnar sem sjúkraþjálfarinn uppáleggur. Ég læt mig meira að segja hafa það að fara í sund og þeir sem mig þekkja vita að sundlaugarnar eru ekki minn eftirlætis staður. Ég fer að vísu ekki til að synda heldur í heitapottinn til að gera æfingar en samvinna af hita og æfingum á að hjálpa. Merkileg upplifun að vera ein undir 60 í sæmilega stórum hópi fólks og mér leið til að byrja með svoldið eins og ég hefið mætt í lopapeysu í vitlausa jarðarför en var nokkuð fljót að jafna mig á því.
Ég hafði áætlað að mæta í vinnu á miðvikudag sjúkraþjálfarinn minn var nú ekki á því og bað mig að hugsa minn gang vandlega áður en ég tæki endalega ákvörðun um það. Hann vildi meina að það yrði að verða eithvert kraftaverk um helgina til að ég yrði vinnufær og þó svo að ég væri eithvað skárri yrði það að ég mætti í vinnu bara til að auka líkurnar á alvarlegu bakslagi með tilheyrandi veseni og enn lengri tíma frá vinnu. Það verður nú að játast að hann virðist alveg vita hvað hann syngur blessaður, ég hélt að ég væri eithvað skárri í gær og fór að gera tilraun til rústabjörgunar hér á heimilinu. Ekki leið á löngu c.a. 15 mínútur þá var bakið á mér komið alveg í mínus og ég er búin að vera alveg að drepast síðan svo að vinna er greinilega ekki á dagskrá :(
Ég er svo alvarlega farin að íhuga að gefa eldri börnin til ættleiðingar ég fór í apótek í gær og hafði grísina þrjá með mér. Það væri ekki í frásögur færandi nema þar sem ég er eithvað að gramsa í hillum kemur yngsti fjölskyldumeðlimurinn með brúsa úr Play línunni frá ákveðnu fyrirtæki sem byrjar á D og spyr hvort hún megi fá svona. Ég varð fyrst hálf kvumsa (eins og má rétt ímynda sér) segi henni svo nei því að þetta sé ekki ætlað fyrir börn og bið hana að skila hlutnum. Hún fer og ég fer ég hugsa með mér hvernig í ósköpunum hafi staðið á því að henni hafi þótt þetta eithvað freistandi þegar ég heyri hrossahláturinn í systkynum hennar ....þá hafði púkunum tveimur fundist þetta alveg óheyrilega fyndið að senda hana sakleysingjann með þetta að spyrja mömmu hvort hún mætti fá, ekki veit ég hvernig þau seldu henni hugmyndina að þetta væri eithvað skemtilegt. Gallinn er að Anna greyið höndlar alls ekki að láta stríða sér svona og það að finnast hún hafa klúðrað eða gert sig að fífli finnst henni alveg skelfilegt svo hún grét fögrum tárum á leiðinni heim yfir óbermishætti systkinana. Þau skömmuðust sín á endanum fyrir uppátækið þegar þau sáu hvað hún tók þetta nærri sér og hún fékk lítið páskaegg í sárabætur og Árni var á hjólum í kringum hana til að reyna að bæta henni skaðann með því að vera almennilegur við hana það sem eftir lifði kvölds.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Anna er dúlla og það var gott að þau eldri kunna að skammast sín. Ég hefði samt alveg verið til í að vera fluga á vegg í apótekinu og ég efa ekki að ég hefði hlegið mig máttlausa.
Láttu þér annars batna ljúfan......
Takk takk ... það skrimti nú í mér alla leiðina heim ef sú stutta hefði ekki tekið þetta svona nærri sér hefði ég sennilega fengið alvöru krampa ...en varð að bæla köstin niður.
Skrifa ummæli