mánudagur, mars 31, 2008

Morgunstund gefur gull í mund ..

Jæja þá vantar klukkuna 18 mínútur í níu og ég er búin að vera með a.m.k. annað augað opið síðan 04:48. Á þessum tíma er ég búin að velta mér á allar hliðar í rúminu, fara í sturtu, fá mér morgunmat, mæta í vinnuna stoppa í hálftíma, keyra heim, koma slektinu á fætur,fóðra þau, útbúa nesti og koma þeim í skólann, hlusta á fréttir, fikta í smávægilegri myndvinnslu, ganga frá áskrift sem var að renna út og svo núna er ég að blogga. Ég er komin á þá skoðun að klukkutímarnir fyrst á morgnana nýtist mikið betur en klukkutímar eftir hádegi af hverju svo sem það stafar.

Í þessum töluðum orðum fékk ég upp glugga með Msn vírusnum góða og vil því nota tækifærið á að vara fólk við að opna linka sem það fær á msn. Í flestum tilfellum er linkur á profile picture eða eithvað sem lítur út fyrir að vera linkur á mynd. Ekki láta gabbast lokið glugganum og látið eins og þið sjáið hann ekki aldrei opna linka frá fólki ef þið eigið ekki von á þeim.

Hér er svo bíómynd sem ég bíð spennt eftir:

1 ummæli:

jeg sagði...

Já ég er nú bara svo löt að ég nenni ekki að vakna svona snemma.
En mikð andsk.. nenna þessir menn ða búa til vírusa úffff hvað er verið að borga fyrir 1 stk. vírus???? hummmm.....
Jæja kvitterí kvitt.