Án gríns..
Helstu fréttir héðan eru að mér er heldur að batna í bakinu og hef hugsað mér að mæta í vinnu á morgun. Ekki er þó ein báran stök því um leið og ég hjarna við þá er Anna að veikjast og er hund lasin með hita og höfuðverk. Mig grunar að hér sé flensa á ferð þar sem hún er ekki kvefuð með þessu hmm...
Annars kostaði bakvesenið á mér eitt dauðsfall en fiskurinn Árni dó úr vosbúð þar sem ég hafði ekki séns á að sinna honum eins og þurfti. Hann var í svo litlu búri að það þarf að sinna því vikulega með vatnskiptum og þrifum. Þó að Bettar séu harðgerðir og lifi í drullupollum í náttúrunni þá þoldi Árni greyið ekki þetta drullumall. Hið sorglega var að ég var búin að gera ráðstafanir svo hann fengi 20 lítra búr með öllu sem þurfti til að hann gæti átt betri tíð í vændum. Hann náði að flytja í búrið en það var útséð fyrir flutninga að hann myndi ekki lifa lengi sem hann og gerði ekki greyið. En hann dó þó ekki í drullupolli greyið en hans verður sárt saknað blessuð sé minning hans.
Mátti svo bara þakka fyrir að fiskarnir í hinum búrunum hlutu ekki sömu örlög en sem betur fer þola stærri búr meira svona vesen þó að tæpt hafi staðið. Ég sameinaði úr 2 búrum í stóra búrið í stofunni og þar er nú líf og fjör.
Til að sefa sorg ungmeyjarinnar eiganda Árna þá fórum við í Dýraríkið og hún fékk forláta bleikan bardagafisk í staðin og 3 krúttlega sverðdraga sem halda honum félagsskap í búrinu :) Sambúðin hjá þeim er til fyrirmyndar en ef heldur sem horfir gæti blessuðum sverðdrögunum fjölgað hraustlega þegar fram líða stundir því þeir eru gotfiskar og eignast 60-100 unga í goti. Eithvað verðum við að finna út úr þeim málum því 20 lítrar duga bara fyrir þann fjölda fiska sem þar núna ekki fyrir hátt í hundrað stykki :s
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Æjjj fúllt þegar svona gerist.
Og ekki er nú gaman að vera slæmur í baki ónei.... og svo önnur veikindi .....úffff.
Knús á þig ...kvitt.
Skrifa ummæli