mánudagur, mars 03, 2008

Væl....

Bloggletin hefur verið alsráðandi hjá mér upp á síðkastið því ég hef ekki haft neitt skemtilegt að segja og ég hef hreinlega ekki haft orku í að væla hérna fyrr en nú.

Bakið á mér gaf sig sem sagt endanlega þarna um daginn. Ég fór til læknis á mánudaginn og samkvæmt honum er bakið á mér í hönk eftir að ég hef farið að beita mér á móti verkjunum eftir að ég tognaði. Það er því að koma í bakið á mér (í orðsins fyllstu) að hafa harkað af mér og haldið áfram eins og lítið hafi í skorist eftir að ég tognaði. Núna er tognunin yfirstaðin en í staðin hef ég grætt það að vöðvarnir eru allir orðnir stífir og fastir eftir að ég hef beitt mér vitlaust. Ég var send heim með bólgueyðandi,vöðvaslakandi, vinnubann og leiðbeiningar um að stunda létta hreyfingu, því það að reyna að liggja úr sér bakverki er víst eithvað það versta sem maður getur gert. Svo átti að meta stöðuna aftur eftir viku (í dag). Ég fór heim full bjartsýni á að þetta myndi allt lagast og ég yrði orðin spræk eftir vikuna fyrstu 3 dagarnir voru skárri ég svaf eins og engill af vöðvaslakandi dótinu og hef sennilega ekki sofið jafn vel í mörg herrans ár. Ég finn ekki að bólgueyðandi lyfin hafi nokkra verkun gæti sennilega rétt eins tekið inn smarties. Á fimtudag fór mér að versna aftur og ég er hætt að sofa nema 4 tíma vakna svo upp og get ekki legið lengur vegna verkja eða ég get ekki sofnað fyrir verkjum og lognast útaf örþreytt undir morgun og næ þá kanski 4 tíma blundi.

Það jákvæða við þetta allt er að mér líður skást þegar ég er á hreyfingu svo við Leó fáum okkur reglulega göngutúr um hverfið Leó til mikillar ánægju.

Ég var sem sagt komin á fætur kl. 5 í morgun röltandi um húsið í viðleitni til að minka verkina. Þetta hefur svo sem sína kosti ég hjálpaði spúsa mínum að koma krökkunum á fætur og af stað í skólann. Var búin að taka pínkulítið til (sér þó ekki högg á vatni) enda ekkert annað að gera þegar maður eigrar um húsið en að færa hluti á milli staða. Heimilið er samt sem áður algerlega ógeðslegt og má ég þakka fyrir ef heilbrigðiseftirlitið kemur ekki og insiglar hjá mér. Ég get t.d. ekki með nokkru móti ryksugað það er hreyfing sem er bara ekki í boði og því er á gólfinu svart teppi í boði Leós í stað parketsins. Árni minn hefur að vísu verið svo góður að ryksuga tvisvar en hér þarf að ryksuga á hverjum degi hér ef vel á að vera :s

Ég hafði svo samband við lækninn í morgun sem bjó til beiðni í sjúkraþjálfun fyrir mig og vill að ég láti vera að vinna a.m.k. næstu vikuna því að álagið sem fylgir störfum sjúkraliða fer víst ekki vel með bakið ... kemur ekki á óvart. Hann bætti nú líka við að ef ég ætlaði að halda áfram í þessum geira yrði ég að koma mér í almennt betra form svo ég hreinlega þyldi álagið af þessu ... ég get ekki annað en verið sammála því. Þetta þýðir að þegar ég er búin að koma mér út úr þessu bakrugli þýðir ekkert annað en að fara að hreyfa sig og styrkja, hætta að láta líkamsræktar kortið rykfalla upp í hillu *spark í rass*

Jæja nú er bakið farið að kvarta svo mér er hollast að fara á röltið.

Engin ummæli: