Alveg á heilanum
Fann á netinu lýsingu sem á skemtilega vel við mig varðandi sjóntaugabólguna:
"Signs and symptoms
Optic neuritis usually affects one eye, although it may occur in both eyes simultaneously. Optic neuritis symptoms may include:
Pain. Most people who develop optic neuritis experience eye pain that's worsened by eye movement. Pain associated with optic neuritis usually peaks within one week and then goes away in several days. (Hjá mér er verkurinn ekki alveg farin þó að á morgun séu tvær vikur síðan hann byrjaði en eftir viku af verkjum minnkaði hann verulega og ég finn ekki nærri eins mikið fyrir þessu núna, en vaknaði samt í nótt við óþægindin í auganu.
Visual loss. The extent of visual loss associated with optic neuritis varies. Some people experience severe difficulty seeing, while others might not notice any changes in their vision. Vision loss, should it occur, usually develops over a day to a week and may be worsened by heat or exercise. Vision loss is usually temporary, but in some cases, it may be permanent.
Loss of color vision. Optic neuritis often affects the perception of colors. You may notice that the colors of objects, particularly red ones, temporarily appear "washed out" or less vivid than normal. (Ég sé allt í þoku með auganu en fyrst tók ég ekki eins mikið eftir þessu og ég geri núna. Þetta var fyrst bara óljós sjóntruflun mér fannst aðalega að það væru skítug gleraugun en núna eru þau orðin mjög skítug með þykkari skítablett yfir miðju, rauður litur verður nærri bleikur og á sama fletinum fer hann frá því að vera dökkbleikur í að vera mjög ljós bleikur. Allir litir eru svo daufari með þessu auga en með hinu brúnn er í svipuðum flokki og rauður en bláan sé ég ágætlega. Ég get heldur ekki lesið texta með góðu móti því orðin "þynnast" á köflum þannig að ég á vont með að lesa þau. Ég skrifa hér á öðruauga og les ekki vandlega yfir textanns svo ég biðst afsökunar á villum og rugli )."
Góðu fréttirnar eru þær að einkennin ná yfirleitt hámarki á tveimur vikum ...sem er á morgun og ganga svo yfir á nokkrum vikum. Líkurnar eru því mér í hag með því að þetta versni ekki mikið úr þessu.
Nú er heldur farið að styttast í sumarfrí, jibbí. Skólaslit hjá krökkunum eru á þriðjudag og svo ebyrjar formlegt sumarfrí okkar hjóna á föstudag.
laugardagur, maí 31, 2008
fimmtudagur, maí 29, 2008
Dhaka Project
Ég tók þátt í litlu ljósmynda verkefni á flikcr fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég gaf mynd til styrktar verkefni í Bangladesh. Myndirnar voru svo m.a. prentaðar út og hengdar upp í skólanum sem fékk peningana sem söfnuðust fyrir myndirnar ég var svo núna að finna mynd þar sem má sjá myndina mína upp á vegg í skóla í Indlandi ...ég hafði óneinanleg mjög gaman af því :) Hér má svo sjá myndina á veggnum í skólanum.
miðvikudagur, maí 28, 2008
þriðjudagur, maí 27, 2008
Gefur auga leið
.... að þetta ár ætlar að verða ár uppákomanna haldiði ekki að mér hafi tekist að ná mér í sjóntaugarbólgu. Ég er búin að vera að drepast úr verkjum í hægra auganu frá því á sunnudaginn í síðustu viku, sjónin á auganu er ekki eins og hún á að sér heldur er eins og ég sé að horfa í gegnum ör þunna gráa slæðu. Ég er búin að leita endalaust að skít á gleraugunum og pússa þau í spað. Kenndi þeim auðvitað um allt og fór í búðina þar sem ég fékk þau og lét þau mæla glerin og gá að því að það væri allt í lagi með þau, sem það auðvitað var.
Ég fór svo loksins til augnlæknis í dag og hann telur líklegast að ég sé með sjóntaugabólgu og nú er ekkert annað að gera en að taka því rólega. Ég er þó heppin þar sem þetta er vægt enþá þar sem ég hef haldið sjóninni á auganu og með hvíld og skynsemi get ég sloppið við að missa hana. En ef svo illa vill til að ég missi sjónina kemur hún aftur þegar bólgan lagast en allaveg er þetta ekkert stórhættulegt bara verulega hvimleitt á meðan það er að ganga yfir. Það góða við þetta er svo að ég er komin með vottorð fyrir því að atast í krökkunum taka til og þrífa og á að ástunda hvíld af miklu kappi.
föstudagur, maí 23, 2008
Já einmitt :S
Stjörnuspá dagsins á mbl.is:
Vog: Þú ert ekki vinnan. Það ætti að vera þér léttir í dag þegar vinnan kemur þig í varhugaverðar aðstæður. Þú verður beðinn um að gera hluti sem henta þér alls ekki.
Er nú ekki að verða kominn tími til að einhver lesi þessar blessaðar stjörnuspár yfir áður en þær eru settar á netið.
more cat pictures
Stjörnuspá dagsins á mbl.is:
Vog: Þú ert ekki vinnan. Það ætti að vera þér léttir í dag þegar vinnan kemur þig í varhugaverðar aðstæður. Þú verður beðinn um að gera hluti sem henta þér alls ekki.
Er nú ekki að verða kominn tími til að einhver lesi þessar blessaðar stjörnuspár yfir áður en þær eru settar á netið.
more cat pictures
fimmtudagur, maí 22, 2008
Ferðasaga
Er ekki kominn tími á smá ferðablogg þó seint sé.
Við byrjuðum ferðina eins og venjulega í Leifsstöð efitr hefðbundar takteringar við að tékka sig inn og fara í gegnum öryggiseftirlitið fór ég beina leið í Optical Studio og skildi gleraugun eftir og var sagt að koma eftir 15 min að sækja þau aftur. Eftir það þvældis ég hálf blind um fríhöfnina og keypti ekki neitt enda sá ég ekkert sem mig langaðið til að kauma *fliss* Eftir mínúturnar 15 fór ég að sækja gleraugun og eftir smá bið kemur að mér og ég ber upp erindið, afgreiðslu konan finnur gleraugun og skutlar þeim í mig og tekur við greiðslunni og rýkur burt. Venjulega hefur maður nú fengið gleraugun stillt og alles en nei ekki í þetta sinn (hefði átt að mæra þjónustustigið meira í færslunni um daginn). Ég smelli brillunum á nefið og skil nú ekkert í því hvað allt er í móðu tek gleraugun niður aftur og þá eru þau grút, grút skítug og þegar betur er að gáð eru límklessur um allt. Ég mátti því byrja á að finna út úr því að pússa gersemarnar og kroppa límið af þeim. Smellti brillunum á og fékk þennan hefðbundna nýjugleraugna svima sem fylgir breyttum sjónskekkju glerjum.
Flugið út gekk eins og í sögu og sama má segja um rútuferðina á hótelið. Hótelið var snyrtilegt og sæmilega huggulegt en herbergin heldur lítil en staðsetningin bætti alveg fyrir það. Hótelið er nefnilega við hliðina á göngugötuni og stendur nánast ofan á neðanjarðarlestarstöð. Eftir að hafa pústað smá og skoðað aðstæður á hótelinu var ákveðið að halda í göngutúr við gengum sem leið lá niður að Dóná og sáum hinu megin við ána fallega hæð með styttum og hugguleg heitum. Ferðafélagar mínir ákváðu að það væri náttúrlega alveg nauðsyn að skoða þetta betur og það leiddi af sér að við fórum í fjallgöngu. Ég missti töluna á stigunum í 30 og þess á milli voru malbikaðar brekkur allt var þetta heldur bratt og eftir 2tíma gang upp þessa stiga og brekkur var ég búin að fá nóg(enda enn með gleraugna svimann), klukkan orðin rúmlega 6 og ég sá fram á að við myndum aldrei ná heim fyrir myrkur ef við héldum áfram upp. Útsýnið yfir borgina var virkilega fallegt og vel ferðarinnar viðri en ég legg samt til að fólk taki rútu upp að minnismerkjunum og labbi niður hæðina enda vorum við einu manneskujurnar á uppleið en mættum slatta af fólki á leið niður.
Við héldum semsagt niður aftur og það tók nú enga 2 tíma komum við í búð til að verða okkur út um helstu nauðsynjar og héldum heim á hótel og viti menn það var komið myrkur þegar við náðum þangað.
Nokkru síðar héldum við út í matarleit og fórum á veitingastað þar sem við fengum skjóta og góða þjónustu. Ég pantaði af matseðlinum grísakótelettur í brauðraspi með kryddsmjöri og kartöflum. Þau hin pöntuðu samanlagt eina og hálfa villi gæs :) Maturinn kemur og viti menn þau fá þessa líka flottu gæs en ég fæ snitsel lufsu með smjör druslu og frönskum :( Ekki nóg með það þá var þetta örugglega ekki grís heldur mammútur því ég get ekki trúað að nýlegt kjöt geti verið jafn seigt og þetta kjötstykki var. Það góða var þó að mammúturinn vakti svo mikla kátínu hjá okkur að hann borgaði sig upp á gríninu einu saman. Sem betur fer hafði ég fengið ágætis forrétt og fékk svo valmúafræjaköku í eftirrétt sem var svo hlaðin valmúafræjum að ég hef sko ekki verið keppnishæf á íþróttamóti í a.m.k. tvær vikur.
Morgunin eftir ákveðum við að fara að versla enda fyrir séð að allar búðir verði lokaðar á sunnudag og mánudag vegna Hvítasunnuhelgarinnar og því betra að ljúka því af að kaupa það sem átti að kaupa. Við höfðum séð Media markt verslun á leið á hótelið og Guðni sannfærður um að hann rataði þangað aftur. Upphófst þá labb mikið sem endaði niðri við á en hvergi nálægt Media Markt. Eftir smá rölt um lítin verslunar kjarna var ákveðið að snúa við í leitinn að Media Markt á leiðinni rákumst við á skilti sem benti á Helfararsafn þeira Búdpestinga og var ákveðið að finna það. Við eltum skiltið og það vísaði beint af augum og samkvæmt kortinu sem ég var með gat það staðist. Næsta skilti sagði beygið til hægri og við gerðum það ekki fundum við safnið en húsarústir fundum við og fórum að velta fyrir okkur hvort þett væri Ungverskur húmor en ákváðum að labba lengra og viti menn þar var annað skilti sem vísaði til hægri og efir nokkuð labb fundum við enn eitt skilti sem sagið að við værum komin á staðinn hmm eitthvað var það dularfullt því þarna var bara heill steinsteypu veggur en enginn inngangur. Við ákváðum að fylgja veggnum áfram og viti menn hann leiddi okkur í hægri beygju og dálítið síðar fundum við inngangin góða og sáum að 40 metrum framundan var staðurinn sem við höfðum byrjað á ARGH.
Safnið var ágætt og vel sett upp byrjar á glaðlegri gyðingatónlist og útskyringum á högum gyðinga og sígauna í Ungverjalandi fyrir stríð en svo eftir því sem innar dregur í safnið dökkar yfir öllu í takt við tímann. Ég lærði helling um ungverska sígauna á þessu rölti og þetta var mjög fróðleg ferð en ég mæli ekki með þessu fyrir þunglynda eða viðkvæma.
Þegar safninu sleppti kláruðum við 40 metrana og tókum síðustu hægribeygjuna og héldum áfram í leitinni að Media Markt en á leiðinni rákumst við á mótorhjóla búð og þar var stoppað og strákarnir gölluðu sig upp. Þaðan átti að halda áfram í leitinni að áður nefndri MM búð en þá vorum við Gulla búnar að fá nóg og langaði heldur að skila pokunum úr mótorhjólabúðinni á hótelið og nýta síðustu 2 opnunartímana í að rápa um göngugötuna. Við fengum okkar fram og snúum við göngum smá stund og förum að sjá í hótelið þegar við þurfum að fara niður í undirgöng undir gatnamót. Hinumegin við gatnamótin göngum við í smá stundn (lesist ótrúlega lengi) þegar ég átta mig á því að við ættum að vera komin að hótelinu sem ég var alveg hætt að sjá hmmmm ég ríf upp kortið og gengur ekki alveg að átta mig á hvar í ósköpunum við getum verið og kemst helst að þeirri niðurstöðu að við séum komin framhjá og jafn vel að við séum bara ramm villt. Við villumst áfram í smá stund þegar unverji með hjárta úr gulli og enskumælandi þar að auki sér að við erum villt og býðst til að aðstoða okkur og með hanns hjálp komumst við á rétt spor og jú jú við vorum að ganga í kolvitlausa átt miðað við hvert við áttum að vera stefna og löngu komin fram hjá hótelinu. Við höfðum gert örlitla skekkju þegar við komum upp úr undirgöngunum góðu með þessum afleiðingum. Við komumst loks heim á hótel um sex leytið gengin upp að hnjám og alveg búin á því.
Eftir smá lúr og hvíld var haldið út í leit að matsölustað þar fundum við þennan líka fína stað maturinn hrein snilld en þjónninn var ekki alveg með á nótunum. Við pöntuðum alla máltíðna í einu þ.e.s. forrétt, aðalrétt, eftirrétt og kaffi þetta sló þjónsgreyið alveg út af laginu og við fengum kaffið fyrst en sendum það til baka. Guðni hafði pantað bjór og við hin kók eithvað gekk þjóninum illa með það hann kom og tilkynnti Guðna að SanMiguel vínið væri búið .... við bentum honum á að þett væri bjór ekki vín ... hann roðnar og lætur sig hverfa og kemur aftur með bjórin .....við minnum hann á kókið... hann kemur með eina litla kók í gleri og glas og afhendir mér. Eftir langa mæðu náum við tangarhaldi á honum aftu og fá biðjum um restina af kókinu hann kemur með aðra flösku handa mér aftur :S Þriðja flaskan kom ekki fyrr en eftir eina áminningu í viðbót. Forréttirnir skiluðu sér en við sáum fram á að okkur myndi ekki endast ævin í að bíða eftir aðalréttinum og vorum fegin að hafa fengið forrétt því annars hefðum við dáið úr hungri meðan við biðum eftir aðalréttinum. Við pöntum fleiri drykki og það kostaði þjónin 3 hlaup upp og niður stigan þar sem hann gleymdi einni kókflöskunni og svo bjórnum líka. Eftir réttirnir skiluðu sér en þá kom ekkert kaffi við minnum hann á það og strákgreyið roðnar og blánar og hleypur eftir kaffinu en þá var greinilegt að það þurfti að rækta baunirnar því það kom löngu löngu löngu seinna. Hvað um það maturinn var allur góður og þjónsgreyið var ósköp krúttlegur og hreint fyndinn í vandræðagangi sínaum og endaði á því að honum tókst að brjóta ljós niður af veggnum það dugði okkur í þvílík hlátrasköll að ferðin verður að teljast vel heppnuð þrátt fyrir allt.
Dag þrjú var ákveðið að fara í MOLLIÐ sem inniheldur 400 verslanir. Við lærðum snarlega á neðanjarðarlestarkerfi Budapest (sem er sérlega einfalt og þægilegt) og nýttum okkur það til að komast í mollið.
Ég komst að því að svona moll er einfaldlega allt of stórt og yfirþyrmandi ég fann að vísu eihvað af fötum á börnin og Guðni fann sér buxur og þar með var það búið og ekki meira verslað. Í mollinu var svo útibú af Media Markt en vöruúrvalið langt fyrir neðan þýskan standard svo við keyptum ekkert.
Eftir tveggjatíma búðarráp var haldið heim á hótel aftur þegar þangað var komið kom í ljós að einn ferðafélaginn hafði gleymt jakkanum sínum sem innihélt vegabréf og fleira verðmætt í mollinu. Fyrir einskæra heppni tókst með aðstoð hótelstarfsmanna að hafa samband við búiðna þar sem jakkinn hafði gleymst svo við drifum okkur aftur í mollið en það tók okkur klukkutíma að finna búðina aftur það er sko ekkert grín að leita að lítilli búð í 400 búða molli. Við reyndum að spyrja starfsmenn í mollinu en það tók nokkrar tilraunir áður en við fundum einhvern sem vissi hvar búðin var. Jakkin reyndist þar enn og allt í honum sem átti að vera.
Um kvöldið fórum við svo í siglingu á Dóná og innifalið var sigling, kvöldmatur og skemtiatriði. Maturinn var algjört æði, útsýnið var glæsilegt og skemtiatriðin ansi mistæk.
Sígauna hljómsveitin sem spilað nánast allt kvöldið var fín, ungversku þjóðdansararnir voru nokkuð góðir en það var alveg á mörkunum að sleppa þegar mannskarpurinn var dreginn á fætur til að dansa og hoppa rétt eftir matinn en það var gaman en úff erftt að dansa og hoppa eftir hlaðborðs máltíð. Í restina kom svo söngkona sem hlýtur að barasta að vera kona vertsins Hún minnti mig mjög svo á madam Edit úr Allo Allo þær eru hreint ekki ósvipaðar í útliti og sönghæfileikum. Ég stóð mig að því að leita að osti til að troða í eyrun ..án gríns.
Það verður að segjast eins og er að útsýnið frá bátnum eftir að það fór að rökkva var hreint stórkostlegt.
Á hvítasunnudag drifum við okkur í dýragarðinn í Budapest og kom skemtilega á óvart hvað aðgangseyririnn var lítill og garðurinn flottur. Það standa að vísu yfir framkvæmdir svo garðurinn nýtur sín ekki til fulls eins og er en þetta var fínasta ferð. Hátindur dýragarðsferðarinnar fyrir mig var samt að fá að klappa Alpacha dýri en mig hefu allta langað að prófa að koma við dýr af Llamadýra ætt. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum en því dýrið var viðkomu eins og virkilega mjúk lopapeysa *glott* Á meðan ég var að kássast í Alpachanu gerði kiðlingur sig heimakominn hjá mér svo ég ákvað að beygja mig niður og klapp honum. Þá gleypti hann á örskots stundu band af bakpokanum mínum og þegar mér hafði tekist að losa það gleypti kiðlinguinn ólina á myndavélinni minni hratt og örugglega. Ég hélt ég yrði aldrei búin að ná ólinni út úr dýrinu og náði hann að tyggja vel og vandlega á hluta af henni og hún var sko komin rúmlega hálf og tvöföld ofan í dýrið. Ég hló svo mikið meðan ég var það þessu að ég gat nánast ekki staðiði í lappirnar sem kostaði það að kiðlings óvitinn náði aftur í bakpokabandið og þegar ég hafið losað það greip han myndavelina aftur úff ég sá fram að að verða að fara með dýrið áfast mér heim. Sem betur fer tókst mér á endanum að grípa í alla lausa spotta og rísa á fætur og kom því geitarlaus heim.
Um kvöldið borðuðum við svo á veitingastað sem var hinumegin við götuna frá hótelinu og legg ég til að ef fólk gistir á hotel Korona láti það alveg vera að borða á staðnum hinumegin við götuna frá hótelinu. Staðurinn heitir Magyar og sérhæfir sit í Ungverskum mat og stærir sig af þvi að vera einn elsti matsölustaður í Budapest. Þarna var maturinn verulega lítið góður og frekar furðulegur á köflum. Ég fékk sveppaforrétt sem var vægast sagt vondur og þá þarf nú mikið til að ég geti ekki borðað sveppi því þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Strákarnir pöntuðu steikur og ofan á þeim tróndi hringur sem leit út fyrir að vera ananas en viti menn þegar drengirnir bitu í gersemina reyndist þetta vera spik af einhverju dýri og hélt ég að blessaðir drengirnir myndu hreinlega skila því sem þeir voru búnir að borða við þessa uppgötvun. Eftir ýmsar martarhremmingar ákváðum að sleppa kaffinu þar sem við hreinlega treystum því ekki að það yrði í lagi.
Á mánudeginum fórum við svo í ferð á búgarð á Ungversku sléttunni þar sem boðið er upp á kerruferð í gegnum sléttuna, hestasýningu þar sem ungverskir knapar sýna listir sínar og svo er endað á hádegisverði sem samanstendur af ungverskum þjóðarréttum. Það er skemmst frá því að segja að þetta var frábær ferð þó að Ungverska sléttan hafi ekki alveg staðið undir væntingum þá var kerruferðin skemtileg. Sýningin var stórskemtileg og maturin mjög góður. Mæli með þessari ferð ef þið farið til Budapest.
Um hálf ellefu að kvöldi var svo haldið út á flugvöll innritunin var á nánast á steinaldar stigi það vantaði bara að miðarnir væru grafnir með hamri og meitli í stientöflur. Ég fékk algeran Flintstone fíling í röðinni. Vélin okkar var sú eina sem var að fara á þessum tím og þeir tímdu ekki að splæsa í fleiri en 2 starfsmenn í innritunina. Tölvukerfið þeirra var gamalt DOS kerfi sem var mjög þungt í vöfum og krafðist margra handtaka við að skrá farþega inn. Ekki bætti svo úr skák að við vorum 6 sem vildum stija í nágrenni við hvert annað það setti sýstemið alveg á hliðina og konu greyið var í 15 mínútur bara að eiga við okkar sætaskipan. Röðin í innritunina náði út úr flugstöðinni svo þeir sem aftastir voru stóðu úti í 45 mínútur :S Ég var sem betur fer fyrir miðju en ég held að kvefið,hálsbólguna og hitan sem ég er með núna megi rekja til þess að ég stóð þarna úti í 8 stiga hita og golu eftir að hafa verið í 25 stiga hita og logni dagana 4 á undan.
Þegar við loksing komumst inn í flugstöðina var allt lokað fyrir utan einn Sparros veitingastað. Flugvélinni hafði seinkað að heiman svo við biðum um stund svo gekk illa að afferma og þrífa vélina svo henni seinkaði enn meira. Flugið heim var þó afar tíðinda laust og svaf ég á mínu græna í dáldin tíma, nógu lengi allavega til að koddin minn fraus fastur við gluggan :S Við skiluðum okkur svo heilu og höldnu heim um fimmleytið að morgni og það var nú ósköp gott að komast heim. Guðni dreif sig í vinnuna stuttu síðar en ég lagði mig á mitt græna í nokkra tíma.
Mæli hiklaust með borgarferð til Budapest ég hafði mjög gaman af ferðinni.
Ætli ég láti ekki staðar numið hér og bendi á að á flickrinu er að finna helling af myndum úr ferðinni og enn á einhver slatti eftir að bætast við.
Er ekki kominn tími á smá ferðablogg þó seint sé.
Við byrjuðum ferðina eins og venjulega í Leifsstöð efitr hefðbundar takteringar við að tékka sig inn og fara í gegnum öryggiseftirlitið fór ég beina leið í Optical Studio og skildi gleraugun eftir og var sagt að koma eftir 15 min að sækja þau aftur. Eftir það þvældis ég hálf blind um fríhöfnina og keypti ekki neitt enda sá ég ekkert sem mig langaðið til að kauma *fliss* Eftir mínúturnar 15 fór ég að sækja gleraugun og eftir smá bið kemur að mér og ég ber upp erindið, afgreiðslu konan finnur gleraugun og skutlar þeim í mig og tekur við greiðslunni og rýkur burt. Venjulega hefur maður nú fengið gleraugun stillt og alles en nei ekki í þetta sinn (hefði átt að mæra þjónustustigið meira í færslunni um daginn). Ég smelli brillunum á nefið og skil nú ekkert í því hvað allt er í móðu tek gleraugun niður aftur og þá eru þau grút, grút skítug og þegar betur er að gáð eru límklessur um allt. Ég mátti því byrja á að finna út úr því að pússa gersemarnar og kroppa límið af þeim. Smellti brillunum á og fékk þennan hefðbundna nýjugleraugna svima sem fylgir breyttum sjónskekkju glerjum.
Flugið út gekk eins og í sögu og sama má segja um rútuferðina á hótelið. Hótelið var snyrtilegt og sæmilega huggulegt en herbergin heldur lítil en staðsetningin bætti alveg fyrir það. Hótelið er nefnilega við hliðina á göngugötuni og stendur nánast ofan á neðanjarðarlestarstöð. Eftir að hafa pústað smá og skoðað aðstæður á hótelinu var ákveðið að halda í göngutúr við gengum sem leið lá niður að Dóná og sáum hinu megin við ána fallega hæð með styttum og hugguleg heitum. Ferðafélagar mínir ákváðu að það væri náttúrlega alveg nauðsyn að skoða þetta betur og það leiddi af sér að við fórum í fjallgöngu. Ég missti töluna á stigunum í 30 og þess á milli voru malbikaðar brekkur allt var þetta heldur bratt og eftir 2tíma gang upp þessa stiga og brekkur var ég búin að fá nóg(enda enn með gleraugna svimann), klukkan orðin rúmlega 6 og ég sá fram á að við myndum aldrei ná heim fyrir myrkur ef við héldum áfram upp. Útsýnið yfir borgina var virkilega fallegt og vel ferðarinnar viðri en ég legg samt til að fólk taki rútu upp að minnismerkjunum og labbi niður hæðina enda vorum við einu manneskujurnar á uppleið en mættum slatta af fólki á leið niður.
Við héldum semsagt niður aftur og það tók nú enga 2 tíma komum við í búð til að verða okkur út um helstu nauðsynjar og héldum heim á hótel og viti menn það var komið myrkur þegar við náðum þangað.
Nokkru síðar héldum við út í matarleit og fórum á veitingastað þar sem við fengum skjóta og góða þjónustu. Ég pantaði af matseðlinum grísakótelettur í brauðraspi með kryddsmjöri og kartöflum. Þau hin pöntuðu samanlagt eina og hálfa villi gæs :) Maturinn kemur og viti menn þau fá þessa líka flottu gæs en ég fæ snitsel lufsu með smjör druslu og frönskum :( Ekki nóg með það þá var þetta örugglega ekki grís heldur mammútur því ég get ekki trúað að nýlegt kjöt geti verið jafn seigt og þetta kjötstykki var. Það góða var þó að mammúturinn vakti svo mikla kátínu hjá okkur að hann borgaði sig upp á gríninu einu saman. Sem betur fer hafði ég fengið ágætis forrétt og fékk svo valmúafræjaköku í eftirrétt sem var svo hlaðin valmúafræjum að ég hef sko ekki verið keppnishæf á íþróttamóti í a.m.k. tvær vikur.
Morgunin eftir ákveðum við að fara að versla enda fyrir séð að allar búðir verði lokaðar á sunnudag og mánudag vegna Hvítasunnuhelgarinnar og því betra að ljúka því af að kaupa það sem átti að kaupa. Við höfðum séð Media markt verslun á leið á hótelið og Guðni sannfærður um að hann rataði þangað aftur. Upphófst þá labb mikið sem endaði niðri við á en hvergi nálægt Media Markt. Eftir smá rölt um lítin verslunar kjarna var ákveðið að snúa við í leitinn að Media Markt á leiðinni rákumst við á skilti sem benti á Helfararsafn þeira Búdpestinga og var ákveðið að finna það. Við eltum skiltið og það vísaði beint af augum og samkvæmt kortinu sem ég var með gat það staðist. Næsta skilti sagði beygið til hægri og við gerðum það ekki fundum við safnið en húsarústir fundum við og fórum að velta fyrir okkur hvort þett væri Ungverskur húmor en ákváðum að labba lengra og viti menn þar var annað skilti sem vísaði til hægri og efir nokkuð labb fundum við enn eitt skilti sem sagið að við værum komin á staðinn hmm eitthvað var það dularfullt því þarna var bara heill steinsteypu veggur en enginn inngangur. Við ákváðum að fylgja veggnum áfram og viti menn hann leiddi okkur í hægri beygju og dálítið síðar fundum við inngangin góða og sáum að 40 metrum framundan var staðurinn sem við höfðum byrjað á ARGH.
Safnið var ágætt og vel sett upp byrjar á glaðlegri gyðingatónlist og útskyringum á högum gyðinga og sígauna í Ungverjalandi fyrir stríð en svo eftir því sem innar dregur í safnið dökkar yfir öllu í takt við tímann. Ég lærði helling um ungverska sígauna á þessu rölti og þetta var mjög fróðleg ferð en ég mæli ekki með þessu fyrir þunglynda eða viðkvæma.
Þegar safninu sleppti kláruðum við 40 metrana og tókum síðustu hægribeygjuna og héldum áfram í leitinni að Media Markt en á leiðinni rákumst við á mótorhjóla búð og þar var stoppað og strákarnir gölluðu sig upp. Þaðan átti að halda áfram í leitinni að áður nefndri MM búð en þá vorum við Gulla búnar að fá nóg og langaði heldur að skila pokunum úr mótorhjólabúðinni á hótelið og nýta síðustu 2 opnunartímana í að rápa um göngugötuna. Við fengum okkar fram og snúum við göngum smá stund og förum að sjá í hótelið þegar við þurfum að fara niður í undirgöng undir gatnamót. Hinumegin við gatnamótin göngum við í smá stundn (lesist ótrúlega lengi) þegar ég átta mig á því að við ættum að vera komin að hótelinu sem ég var alveg hætt að sjá hmmmm ég ríf upp kortið og gengur ekki alveg að átta mig á hvar í ósköpunum við getum verið og kemst helst að þeirri niðurstöðu að við séum komin framhjá og jafn vel að við séum bara ramm villt. Við villumst áfram í smá stund þegar unverji með hjárta úr gulli og enskumælandi þar að auki sér að við erum villt og býðst til að aðstoða okkur og með hanns hjálp komumst við á rétt spor og jú jú við vorum að ganga í kolvitlausa átt miðað við hvert við áttum að vera stefna og löngu komin fram hjá hótelinu. Við höfðum gert örlitla skekkju þegar við komum upp úr undirgöngunum góðu með þessum afleiðingum. Við komumst loks heim á hótel um sex leytið gengin upp að hnjám og alveg búin á því.
Eftir smá lúr og hvíld var haldið út í leit að matsölustað þar fundum við þennan líka fína stað maturinn hrein snilld en þjónninn var ekki alveg með á nótunum. Við pöntuðum alla máltíðna í einu þ.e.s. forrétt, aðalrétt, eftirrétt og kaffi þetta sló þjónsgreyið alveg út af laginu og við fengum kaffið fyrst en sendum það til baka. Guðni hafði pantað bjór og við hin kók eithvað gekk þjóninum illa með það hann kom og tilkynnti Guðna að SanMiguel vínið væri búið .... við bentum honum á að þett væri bjór ekki vín ... hann roðnar og lætur sig hverfa og kemur aftur með bjórin .....við minnum hann á kókið... hann kemur með eina litla kók í gleri og glas og afhendir mér. Eftir langa mæðu náum við tangarhaldi á honum aftu og fá biðjum um restina af kókinu hann kemur með aðra flösku handa mér aftur :S Þriðja flaskan kom ekki fyrr en eftir eina áminningu í viðbót. Forréttirnir skiluðu sér en við sáum fram á að okkur myndi ekki endast ævin í að bíða eftir aðalréttinum og vorum fegin að hafa fengið forrétt því annars hefðum við dáið úr hungri meðan við biðum eftir aðalréttinum. Við pöntum fleiri drykki og það kostaði þjónin 3 hlaup upp og niður stigan þar sem hann gleymdi einni kókflöskunni og svo bjórnum líka. Eftir réttirnir skiluðu sér en þá kom ekkert kaffi við minnum hann á það og strákgreyið roðnar og blánar og hleypur eftir kaffinu en þá var greinilegt að það þurfti að rækta baunirnar því það kom löngu löngu löngu seinna. Hvað um það maturinn var allur góður og þjónsgreyið var ósköp krúttlegur og hreint fyndinn í vandræðagangi sínaum og endaði á því að honum tókst að brjóta ljós niður af veggnum það dugði okkur í þvílík hlátrasköll að ferðin verður að teljast vel heppnuð þrátt fyrir allt.
Dag þrjú var ákveðið að fara í MOLLIÐ sem inniheldur 400 verslanir. Við lærðum snarlega á neðanjarðarlestarkerfi Budapest (sem er sérlega einfalt og þægilegt) og nýttum okkur það til að komast í mollið.
Ég komst að því að svona moll er einfaldlega allt of stórt og yfirþyrmandi ég fann að vísu eihvað af fötum á börnin og Guðni fann sér buxur og þar með var það búið og ekki meira verslað. Í mollinu var svo útibú af Media Markt en vöruúrvalið langt fyrir neðan þýskan standard svo við keyptum ekkert.
Eftir tveggjatíma búðarráp var haldið heim á hótel aftur þegar þangað var komið kom í ljós að einn ferðafélaginn hafði gleymt jakkanum sínum sem innihélt vegabréf og fleira verðmætt í mollinu. Fyrir einskæra heppni tókst með aðstoð hótelstarfsmanna að hafa samband við búiðna þar sem jakkinn hafði gleymst svo við drifum okkur aftur í mollið en það tók okkur klukkutíma að finna búðina aftur það er sko ekkert grín að leita að lítilli búð í 400 búða molli. Við reyndum að spyrja starfsmenn í mollinu en það tók nokkrar tilraunir áður en við fundum einhvern sem vissi hvar búðin var. Jakkin reyndist þar enn og allt í honum sem átti að vera.
Um kvöldið fórum við svo í siglingu á Dóná og innifalið var sigling, kvöldmatur og skemtiatriði. Maturinn var algjört æði, útsýnið var glæsilegt og skemtiatriðin ansi mistæk.
Sígauna hljómsveitin sem spilað nánast allt kvöldið var fín, ungversku þjóðdansararnir voru nokkuð góðir en það var alveg á mörkunum að sleppa þegar mannskarpurinn var dreginn á fætur til að dansa og hoppa rétt eftir matinn en það var gaman en úff erftt að dansa og hoppa eftir hlaðborðs máltíð. Í restina kom svo söngkona sem hlýtur að barasta að vera kona vertsins Hún minnti mig mjög svo á madam Edit úr Allo Allo þær eru hreint ekki ósvipaðar í útliti og sönghæfileikum. Ég stóð mig að því að leita að osti til að troða í eyrun ..án gríns.
Það verður að segjast eins og er að útsýnið frá bátnum eftir að það fór að rökkva var hreint stórkostlegt.
Á hvítasunnudag drifum við okkur í dýragarðinn í Budapest og kom skemtilega á óvart hvað aðgangseyririnn var lítill og garðurinn flottur. Það standa að vísu yfir framkvæmdir svo garðurinn nýtur sín ekki til fulls eins og er en þetta var fínasta ferð. Hátindur dýragarðsferðarinnar fyrir mig var samt að fá að klappa Alpacha dýri en mig hefu allta langað að prófa að koma við dýr af Llamadýra ætt. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum en því dýrið var viðkomu eins og virkilega mjúk lopapeysa *glott* Á meðan ég var að kássast í Alpachanu gerði kiðlingur sig heimakominn hjá mér svo ég ákvað að beygja mig niður og klapp honum. Þá gleypti hann á örskots stundu band af bakpokanum mínum og þegar mér hafði tekist að losa það gleypti kiðlinguinn ólina á myndavélinni minni hratt og örugglega. Ég hélt ég yrði aldrei búin að ná ólinni út úr dýrinu og náði hann að tyggja vel og vandlega á hluta af henni og hún var sko komin rúmlega hálf og tvöföld ofan í dýrið. Ég hló svo mikið meðan ég var það þessu að ég gat nánast ekki staðiði í lappirnar sem kostaði það að kiðlings óvitinn náði aftur í bakpokabandið og þegar ég hafið losað það greip han myndavelina aftur úff ég sá fram að að verða að fara með dýrið áfast mér heim. Sem betur fer tókst mér á endanum að grípa í alla lausa spotta og rísa á fætur og kom því geitarlaus heim.
Um kvöldið borðuðum við svo á veitingastað sem var hinumegin við götuna frá hótelinu og legg ég til að ef fólk gistir á hotel Korona láti það alveg vera að borða á staðnum hinumegin við götuna frá hótelinu. Staðurinn heitir Magyar og sérhæfir sit í Ungverskum mat og stærir sig af þvi að vera einn elsti matsölustaður í Budapest. Þarna var maturinn verulega lítið góður og frekar furðulegur á köflum. Ég fékk sveppaforrétt sem var vægast sagt vondur og þá þarf nú mikið til að ég geti ekki borðað sveppi því þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Strákarnir pöntuðu steikur og ofan á þeim tróndi hringur sem leit út fyrir að vera ananas en viti menn þegar drengirnir bitu í gersemina reyndist þetta vera spik af einhverju dýri og hélt ég að blessaðir drengirnir myndu hreinlega skila því sem þeir voru búnir að borða við þessa uppgötvun. Eftir ýmsar martarhremmingar ákváðum að sleppa kaffinu þar sem við hreinlega treystum því ekki að það yrði í lagi.
Á mánudeginum fórum við svo í ferð á búgarð á Ungversku sléttunni þar sem boðið er upp á kerruferð í gegnum sléttuna, hestasýningu þar sem ungverskir knapar sýna listir sínar og svo er endað á hádegisverði sem samanstendur af ungverskum þjóðarréttum. Það er skemmst frá því að segja að þetta var frábær ferð þó að Ungverska sléttan hafi ekki alveg staðið undir væntingum þá var kerruferðin skemtileg. Sýningin var stórskemtileg og maturin mjög góður. Mæli með þessari ferð ef þið farið til Budapest.
Um hálf ellefu að kvöldi var svo haldið út á flugvöll innritunin var á nánast á steinaldar stigi það vantaði bara að miðarnir væru grafnir með hamri og meitli í stientöflur. Ég fékk algeran Flintstone fíling í röðinni. Vélin okkar var sú eina sem var að fara á þessum tím og þeir tímdu ekki að splæsa í fleiri en 2 starfsmenn í innritunina. Tölvukerfið þeirra var gamalt DOS kerfi sem var mjög þungt í vöfum og krafðist margra handtaka við að skrá farþega inn. Ekki bætti svo úr skák að við vorum 6 sem vildum stija í nágrenni við hvert annað það setti sýstemið alveg á hliðina og konu greyið var í 15 mínútur bara að eiga við okkar sætaskipan. Röðin í innritunina náði út úr flugstöðinni svo þeir sem aftastir voru stóðu úti í 45 mínútur :S Ég var sem betur fer fyrir miðju en ég held að kvefið,hálsbólguna og hitan sem ég er með núna megi rekja til þess að ég stóð þarna úti í 8 stiga hita og golu eftir að hafa verið í 25 stiga hita og logni dagana 4 á undan.
Þegar við loksing komumst inn í flugstöðina var allt lokað fyrir utan einn Sparros veitingastað. Flugvélinni hafði seinkað að heiman svo við biðum um stund svo gekk illa að afferma og þrífa vélina svo henni seinkaði enn meira. Flugið heim var þó afar tíðinda laust og svaf ég á mínu græna í dáldin tíma, nógu lengi allavega til að koddin minn fraus fastur við gluggan :S Við skiluðum okkur svo heilu og höldnu heim um fimmleytið að morgni og það var nú ósköp gott að komast heim. Guðni dreif sig í vinnuna stuttu síðar en ég lagði mig á mitt græna í nokkra tíma.
Mæli hiklaust með borgarferð til Budapest ég hafði mjög gaman af ferðinni.
Ætli ég láti ekki staðar numið hér og bendi á að á flickrinu er að finna helling af myndum úr ferðinni og enn á einhver slatti eftir að bætast við.
þriðjudagur, maí 20, 2008
fimmtudagur, maí 15, 2008
miðvikudagur, maí 07, 2008
Búin að pakka
Þetta er náttúrlega bara rugl ég er búin að pakka og ganga frá öllu fötin á krakkana þvegin og komin hrein ofan í skúffur. Nú á ég bara eftir að vinna smá og þá er ég redy to go. Ég get nú ekki varist því að vera orðin dáldið mikið spennt ...ég er samt ekki búin að gera upp við mig hvort ég er spenntari yfir því að fara út eða fá ný gler í gleraugun mín, því heimurinn var svo mikið skarpari og skemtilegri séður með gleraugunum sem ég hafið á nefinu hjá augnlækninum í gær. En þetta tvennt fer nú sennilega líka mjög vel saman því án nýrra gleraugna mundi ég sennilega ekki sjá Búdapest nærri því eins vel.
Svo vildi ég óska þess að ég hefði eintak af Kötu frænku til að lesa á kvöldin úti en ætli Harðskafi verði ekki að duga ...
Annars vantar mig skoska rottu eða kartöflubónda til að taka með mér því erkióvinur minn í BF2C býr einmitt í Budapest og mig vantar eithvað til að rústa internettenginunni hjá honum......
Best að hafa sig af stað í vinnu ég þarf nefnilega að taka bensín svo að við komumst út á flugvöll í nótt !!
Þetta er náttúrlega bara rugl ég er búin að pakka og ganga frá öllu fötin á krakkana þvegin og komin hrein ofan í skúffur. Nú á ég bara eftir að vinna smá og þá er ég redy to go. Ég get nú ekki varist því að vera orðin dáldið mikið spennt ...ég er samt ekki búin að gera upp við mig hvort ég er spenntari yfir því að fara út eða fá ný gler í gleraugun mín, því heimurinn var svo mikið skarpari og skemtilegri séður með gleraugunum sem ég hafið á nefinu hjá augnlækninum í gær. En þetta tvennt fer nú sennilega líka mjög vel saman því án nýrra gleraugna mundi ég sennilega ekki sjá Búdapest nærri því eins vel.
Svo vildi ég óska þess að ég hefði eintak af Kötu frænku til að lesa á kvöldin úti en ætli Harðskafi verði ekki að duga ...
Annars vantar mig skoska rottu eða kartöflubónda til að taka með mér því erkióvinur minn í BF2C býr einmitt í Budapest og mig vantar eithvað til að rústa internettenginunni hjá honum......
Best að hafa sig af stað í vinnu ég þarf nefnilega að taka bensín svo að við komumst út á flugvöll í nótt !!
þriðjudagur, maí 06, 2008
Away she blows....
Já nú er heldur betur farið að styttast í ferðina góðu og ég orðin svona nett stressuð yfir hvort ég nái nú að pakka og ganga frá öllu (þessvegna sit ég hér og blogga í stað þess að gera eithvað af viti). Það vill nefnilega svo skemtilega til að ég er á kvöldvakt á morgun sem þýðir að ég verð að vera búin að ganga frá öllu fyrir kl. 14 á morgun. Annars er þetta nú ekki svo mikið mál ég er búin að þvo allan þvott, komin með vegabréfið og á bara eftir að raða ofan í töskuna :)
Ég þurfti að sækja um nýtt vegabréf því það gamla var löngu útrunnið. Vegabréfið var svo tilbúið á innan við 10 dögum rétt eins og þau lofuðu og ég lít mátulega illa út á myndinni, ég er að minnsta kosti ekki jafn grimm á svipin á nýju myndinni eins og ég var á þeirri gömlu.
Ég fór svo til augnlæknis í morgun enda búin að vera pirruð í augunum og svo er komin all svaðaleg rispa á glerið í gleraugunum svo að ég þarf að skipta út og ákvað því að láta mæla í mér sjónina. Mér fannst vera dáldið síðan að ég fór síðast til augnlæknis en samt ekki svo langt. En eins og hann orðaði það þá kom ég víst síðast seint á síðustu öld eða fyrir 10 árum nákvæmlega. Nærsýnin hjá mér hefur ekkert versnað en sjónskekkjan hafið versnað smá. Augnpirringurinn er svo væntanlega sambland af sjónskekkjunni og svifryksmenguninni.
Ég var svo búin að vera að svekkja mig á að ég hefði átt að vera búin að panta tíma fyrir löngu hjá augnlækninum svo ég gæti sótt glerin út í Leifstöð og sparað nokkrar krónur en sá fram á að það væri allt allt of seint miðað við 14 daga biðtímann sem var alltaf. Því kom það mér skemtilega á óvart að þau hjá Optical studio eru farin að eiga þetta á lager og ég get því fengið glerin út í Leifstöð þegar ég fer út það eina sem þarf er að ég verði komin nógu snema til að þeir geti skellt glerjunum í og látið límið þorna í 20 mín. Ef ég verð eithvað tæp á tíma þá get ég alltaf tekið glerin með og þau smella þeim í þegar ég kem heim. Snilldar þjónusta !! Ég verð nú að segja að þjónustulundin og almennileg heitin þarna eru nú eithvað annað en hjá Auganu í Kringlunni, þar sem ég verlsaði í mörg ár eða þar til að annar eigandinn var búina að eipa á mig út af málfræði og hinn eigandinn var í tvígang búin að vera mjög dónalegur, svo að ég lofaði sjálfri mér að fara aldrei aftur þangað inn og hef staðið við það.
Af Ásdísi er það að frétta að hún er enn frekar slöpp síðasta blóðprufan sýndi mótefni við Epstein Barr veirunni sem veldur Einkyrningssótt svo sú greining hefur verið staðfest. Hún er farin að fara í skólann aftur og hún fer í vinnu í fyrsta sinn í langan tíma í dag. Við erum búin að ræða við yfirmenn hennar í vinnunni og biðja um að hún verði sett í létt verkefni meðan hún er að jafna sig og alls engan hamagang og læti. Hún þarf svo að mæta í blóðprufur aftur eftir tæpan mánuð til að athuga hvort að kerfið hjá henni sé ekki að jafna sig á þessu.
Já nú er heldur betur farið að styttast í ferðina góðu og ég orðin svona nett stressuð yfir hvort ég nái nú að pakka og ganga frá öllu (þessvegna sit ég hér og blogga í stað þess að gera eithvað af viti). Það vill nefnilega svo skemtilega til að ég er á kvöldvakt á morgun sem þýðir að ég verð að vera búin að ganga frá öllu fyrir kl. 14 á morgun. Annars er þetta nú ekki svo mikið mál ég er búin að þvo allan þvott, komin með vegabréfið og á bara eftir að raða ofan í töskuna :)
Ég þurfti að sækja um nýtt vegabréf því það gamla var löngu útrunnið. Vegabréfið var svo tilbúið á innan við 10 dögum rétt eins og þau lofuðu og ég lít mátulega illa út á myndinni, ég er að minnsta kosti ekki jafn grimm á svipin á nýju myndinni eins og ég var á þeirri gömlu.
Ég fór svo til augnlæknis í morgun enda búin að vera pirruð í augunum og svo er komin all svaðaleg rispa á glerið í gleraugunum svo að ég þarf að skipta út og ákvað því að láta mæla í mér sjónina. Mér fannst vera dáldið síðan að ég fór síðast til augnlæknis en samt ekki svo langt. En eins og hann orðaði það þá kom ég víst síðast seint á síðustu öld eða fyrir 10 árum nákvæmlega. Nærsýnin hjá mér hefur ekkert versnað en sjónskekkjan hafið versnað smá. Augnpirringurinn er svo væntanlega sambland af sjónskekkjunni og svifryksmenguninni.
Ég var svo búin að vera að svekkja mig á að ég hefði átt að vera búin að panta tíma fyrir löngu hjá augnlækninum svo ég gæti sótt glerin út í Leifstöð og sparað nokkrar krónur en sá fram á að það væri allt allt of seint miðað við 14 daga biðtímann sem var alltaf. Því kom það mér skemtilega á óvart að þau hjá Optical studio eru farin að eiga þetta á lager og ég get því fengið glerin út í Leifstöð þegar ég fer út það eina sem þarf er að ég verði komin nógu snema til að þeir geti skellt glerjunum í og látið límið þorna í 20 mín. Ef ég verð eithvað tæp á tíma þá get ég alltaf tekið glerin með og þau smella þeim í þegar ég kem heim. Snilldar þjónusta !! Ég verð nú að segja að þjónustulundin og almennileg heitin þarna eru nú eithvað annað en hjá Auganu í Kringlunni, þar sem ég verlsaði í mörg ár eða þar til að annar eigandinn var búina að eipa á mig út af málfræði og hinn eigandinn var í tvígang búin að vera mjög dónalegur, svo að ég lofaði sjálfri mér að fara aldrei aftur þangað inn og hef staðið við það.
Af Ásdísi er það að frétta að hún er enn frekar slöpp síðasta blóðprufan sýndi mótefni við Epstein Barr veirunni sem veldur Einkyrningssótt svo sú greining hefur verið staðfest. Hún er farin að fara í skólann aftur og hún fer í vinnu í fyrsta sinn í langan tíma í dag. Við erum búin að ræða við yfirmenn hennar í vinnunni og biðja um að hún verði sett í létt verkefni meðan hún er að jafna sig og alls engan hamagang og læti. Hún þarf svo að mæta í blóðprufur aftur eftir tæpan mánuð til að athuga hvort að kerfið hjá henni sé ekki að jafna sig á þessu.
fimmtudagur, maí 01, 2008
Á heilanum
Eftir að hafa lesið bloggið hans Simon Little í fyrrakvöld er ég búin að vera með lag á heilanum. Það klikkaða við það er að hann nefndi bara að hann hefði fengið lagið á heilan eftir að hafa heyrt það á tónleikum sem hann var að spila á og skrifaði inn 2 línur úr laginu. Þetta var allt sem þurfti til að ég fengi lagið á heilan og misþyrmdi samstarfsfólki og sjúklingum með því að raula það fyrir munni mér í allan gærdag. Ég ætla að bæta um betur og setja inn video með laginu ...... opnið á eigin ábyrgð !!
Eftir að hafa lesið bloggið hans Simon Little í fyrrakvöld er ég búin að vera með lag á heilanum. Það klikkaða við það er að hann nefndi bara að hann hefði fengið lagið á heilan eftir að hafa heyrt það á tónleikum sem hann var að spila á og skrifaði inn 2 línur úr laginu. Þetta var allt sem þurfti til að ég fengi lagið á heilan og misþyrmdi samstarfsfólki og sjúklingum með því að raula það fyrir munni mér í allan gærdag. Ég ætla að bæta um betur og setja inn video með laginu ...... opnið á eigin ábyrgð !!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)