Away she blows....
Já nú er heldur betur farið að styttast í ferðina góðu og ég orðin svona nett stressuð yfir hvort ég nái nú að pakka og ganga frá öllu (þessvegna sit ég hér og blogga í stað þess að gera eithvað af viti). Það vill nefnilega svo skemtilega til að ég er á kvöldvakt á morgun sem þýðir að ég verð að vera búin að ganga frá öllu fyrir kl. 14 á morgun. Annars er þetta nú ekki svo mikið mál ég er búin að þvo allan þvott, komin með vegabréfið og á bara eftir að raða ofan í töskuna :)
Ég þurfti að sækja um nýtt vegabréf því það gamla var löngu útrunnið. Vegabréfið var svo tilbúið á innan við 10 dögum rétt eins og þau lofuðu og ég lít mátulega illa út á myndinni, ég er að minnsta kosti ekki jafn grimm á svipin á nýju myndinni eins og ég var á þeirri gömlu.
Ég fór svo til augnlæknis í morgun enda búin að vera pirruð í augunum og svo er komin all svaðaleg rispa á glerið í gleraugunum svo að ég þarf að skipta út og ákvað því að láta mæla í mér sjónina. Mér fannst vera dáldið síðan að ég fór síðast til augnlæknis en samt ekki svo langt. En eins og hann orðaði það þá kom ég víst síðast seint á síðustu öld eða fyrir 10 árum nákvæmlega. Nærsýnin hjá mér hefur ekkert versnað en sjónskekkjan hafið versnað smá. Augnpirringurinn er svo væntanlega sambland af sjónskekkjunni og svifryksmenguninni.
Ég var svo búin að vera að svekkja mig á að ég hefði átt að vera búin að panta tíma fyrir löngu hjá augnlækninum svo ég gæti sótt glerin út í Leifstöð og sparað nokkrar krónur en sá fram á að það væri allt allt of seint miðað við 14 daga biðtímann sem var alltaf. Því kom það mér skemtilega á óvart að þau hjá Optical studio eru farin að eiga þetta á lager og ég get því fengið glerin út í Leifstöð þegar ég fer út það eina sem þarf er að ég verði komin nógu snema til að þeir geti skellt glerjunum í og látið límið þorna í 20 mín. Ef ég verð eithvað tæp á tíma þá get ég alltaf tekið glerin með og þau smella þeim í þegar ég kem heim. Snilldar þjónusta !! Ég verð nú að segja að þjónustulundin og almennileg heitin þarna eru nú eithvað annað en hjá Auganu í Kringlunni, þar sem ég verlsaði í mörg ár eða þar til að annar eigandinn var búina að eipa á mig út af málfræði og hinn eigandinn var í tvígang búin að vera mjög dónalegur, svo að ég lofaði sjálfri mér að fara aldrei aftur þangað inn og hef staðið við það.
Af Ásdísi er það að frétta að hún er enn frekar slöpp síðasta blóðprufan sýndi mótefni við Epstein Barr veirunni sem veldur Einkyrningssótt svo sú greining hefur verið staðfest. Hún er farin að fara í skólann aftur og hún fer í vinnu í fyrsta sinn í langan tíma í dag. Við erum búin að ræða við yfirmenn hennar í vinnunni og biðja um að hún verði sett í létt verkefni meðan hún er að jafna sig og alls engan hamagang og læti. Hún þarf svo að mæta í blóðprufur aftur eftir tæpan mánuð til að athuga hvort að kerfið hjá henni sé ekki að jafna sig á þessu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli