Gefur auga leið
.... að þetta ár ætlar að verða ár uppákomanna haldiði ekki að mér hafi tekist að ná mér í sjóntaugarbólgu. Ég er búin að vera að drepast úr verkjum í hægra auganu frá því á sunnudaginn í síðustu viku, sjónin á auganu er ekki eins og hún á að sér heldur er eins og ég sé að horfa í gegnum ör þunna gráa slæðu. Ég er búin að leita endalaust að skít á gleraugunum og pússa þau í spað. Kenndi þeim auðvitað um allt og fór í búðina þar sem ég fékk þau og lét þau mæla glerin og gá að því að það væri allt í lagi með þau, sem það auðvitað var.
Ég fór svo loksins til augnlæknis í dag og hann telur líklegast að ég sé með sjóntaugabólgu og nú er ekkert annað að gera en að taka því rólega. Ég er þó heppin þar sem þetta er vægt enþá þar sem ég hef haldið sjóninni á auganu og með hvíld og skynsemi get ég sloppið við að missa hana. En ef svo illa vill til að ég missi sjónina kemur hún aftur þegar bólgan lagast en allaveg er þetta ekkert stórhættulegt bara verulega hvimleitt á meðan það er að ganga yfir. Það góða við þetta er svo að ég er komin með vottorð fyrir því að atast í krökkunum taka til og þrífa og á að ástunda hvíld af miklu kappi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli