Alveg andlaus
Ég er alveg andlaus blogglega séð enda gerist fátt spennandi í mínu lífi þessa dagana. Ég fór og hitti sérfræðinginn og deildarlækinn í dag og fékk "niðursöður" á rannsóknum. Það er greinilega eithvað að en þeir vita bara ekki alveg hvað, góðu fréttirnar eru þær að ég er ekki með gigt en einhver bólguóáran er samt að hrjá á mér kerfið. Bólguskellur á heila og bólguprótein í mænuvökva var niðurstaðan sem segir samt ekki neitt og engin nákvæmari greining væntanleg nema eithvað meira gerist. Nú má ég bara bíða eftir að fá jafnvægið aftur til að geta farið að vinna, hvenær sem það verður nú, ég fékk ótíma bundið vottorð aftur.
Það sem hrjáir mig samt mest þessa dagana er samviskubit yfir því að geta ekki mætt í vinnu,get ekki einu sinni komið mér þangað sjálf glætan að ég myndi gera eithvert gagn þar. Þetta er samt einhvernvegin hálf glatað að hanga heima og vera með hnút í maganum gagnvart vinnunni.
En svo maður snúi sér nú að einhverju léttara þá eru hér tveir linkar sem ég gat nú ekki annað en brosað að.
Konur
Skjáhreinsir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Æææjj Guðný mín ekki er þetta nú kjörstaða sem þú ert í elsku kjellingin mín. Ferlega fúllt bara. En passaðu þig á að vera ekki að velta þér uppúr því að geta ekki mætt í vinnu það er skaðlegt. Þú mátt ekki PUNKTUR.
Og ein góð og gild regla - það er enginn svo mikilvægur að það sé ekki hægt að komast af án hans.
Maður heldur oft að maður sé ómissandi en það er bull. Allavega á vinnustaðnum sko. Ég hélt alltaf að ég væri ómissndi og tók aldrei veikindafrí. En hvað ??? fékk ég það metið ??? nei.
Knús og klemm á þig essgan.
Skrifa ummæli