fimmtudagur, júlí 17, 2008

Sumar, sumar, sumar og sól

Ef satt skal segja lagðist ég ekki í sólböð í gær en ég fór út í göngutúr. Tók staf og myndavél og gekk leið sem venjulega tekur 4-5 mínútur var í heilar 10 að komast út að brúnni sem er hér í hraunjaðrinum. Settist þar niður og naut veðurblíðunnar og þeirrar staðreyndar að svona stutt frá heimilimínu er hægt að komast í nánast ósnortna náttúru. Ég sat á sama stað í klukkutíma og ýmislegt bar fyrir augu.
Hendi inn myndum sem ég tók gæðin á sumum eru nú svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir. Tveir Auðnutittlingar settust hinu meginn við lækinn og ég þorði ekki fyrir mitt litla að hreyfa mig mikið svo ég smellt af þaðan sem ég sat svo að það verður að kroppa myndirnar all hrikalega til að sjá greyin. En ég ákvað samt að henda inn kroppuðu myndunum því þeir eru einfaldlega of mikil krútt til að sleppa því he he







1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geðveikar myndir hjá þér vinkona.... ætli maður þurfi ekki að koma og læra hjá þér :-) síja....

bílskúrsfelarinn mikli