þriðjudagur, júlí 15, 2008

Mamma mia

Dísa systir bauð mér í bíó í gær og við fórum að sjá myndina Mama Mia. Ég vissi svo sem ekki hverju væri vona á þar sem ég hafið ekki einu sinni séð trailerinn. En það sem við skemmtum okkur ég er með harðsperrur í magavöðunum eftir hláturinn. Ég held að það sé óhætt að segja að ég hefi hlegið frá 3 mínútu og fram að hléi og svo aftur frá hléi til loka. Ég mæli hiklaust með að fólk skelli sér á þessa og ég endurtek svo ráð frá frænku minni ekki fara fyrr en þið hættið að sjá fólk á tjaldinu.
Sú staðreynd að það var uppselt á mánudagskvöldi klukkan átta segir líka eithvað.

Annars markaði þessi ferð okkar systra tímamót þar sem við höfum aldrei áður farið tvær í bíó. Ég vona að við gerum þetta aftur og það fyrr en seinna. Takk fyrir skemtunina Dísa !!

5 ummæli:

jeg sagði...

Já býð spennt eftir að hún komi á DVD heheh fer ekki í bíó eða ekki farið lengi enda "rándýrt" úffff og svo er ekkert bíó í sveitinni og ég skerpp ekki tæpa 2klst. bíltúr í bíó ónei. Já ég veit ég er klikk......heheheheh en einhver verður að vera það ..... hahahaha....knús og klemm úr sveitinnil.

Nafnlaus sagði...

Neibb þetta þýðir að þú ert ekki klikk !!

Nafnlaus sagði...

hmm, ég var nú ekki búin að sjá þessa færslu þína áður en..... Sko, ég fór með krakkanna í bíó kl 18 og dró svo Helga í bíó kl. 22. Þetta var hverrar krónu virði og þá er ég ekki að tala um fáar krónur........ eða sumsé 19 hundruð slíkar. En er það klikk að fara í sama bíó og á sömu myndina tvisvar sama kvöldið?

Nafnlaus sagði...

Neibb ekki á þessa það er sko ekki klikk :)

Nafnlaus sagði...

Takk sömuleiðis fyrir bíóferðina - og skemmtilegheitin á undan.
Hvort maður er klikk að sjá myndina tvisvar sama kvöldið veit ég ekki en ég hefði alveg verið til í það. Ég sem varla hef þolað Abbalög síðustu 25 árin eða svo...