fimmtudagur, júlí 10, 2008

Merkilegt hvað maður getur...

...látið sér leiðast þegar maður er ekki í ástandi til að gera neitt skemtilegt. Ég er alvarlega farin að hugsa um að hunsa leiðbeiningar eins læknisins míns sem ráðlagði mér að halda mig frá sólböðum og fara út í sólbað ...urg það er glatað að horfa á sólina skína og vera ekki úti í henni. Mig grunar reyndar að þessi löngun í sólbað stafi aðallega af því að ég á að láta það vera því venjulga langar mig ekkert í sólbað. En mér hlýtur að vera óhætt að láta skína á mig í smá stund ætla ekki að liggja hálfnakin í garðinum í marga klukkutíma he he he he

Annars á ég svo sem ekkert að vera að kvarta mamma kom í dag og gaf mér forláta peysu sem hún prjónaði handa mér. Hún er sko ekkert smá flott :) Þetta er svona utanyfir peysa sem er svört í gruninn og við skreyttum hana með hekluðum laufblöðum í haustlitum. Set inn mynd við tækifæri.

Ég skrölti líka út í dag og eitraði fyrir kóngulónum hérna í kringum gluggan hjá Ásdísi og í kringum eldhúsið. Ég get svo svarið fyrir það að það duttu niður 20 dauðar kóngulær eftir fyrstu eitrun og það voru bara þær sem voru nógu stórar til að maður sæi þær. Hér inni hef ég svo ryksugað upp annað eins ef ekki fleiri. Ég er gersamlega að tapa mér í þessum kóngulóar fansi.

Ég fann í gær hóp af kóngulóarungum sem voru bara svo krúttlegir að ég tímdi ekki að drepa þá og myndaði þá bara í staðinn. Sökum skjálfta og skorts á macro linsu eru myndirnar ekkert til að hrópa húrra fyrir en það er nú bara eins og það er. Árni var hinsvegar ekkert sérstaklega hrifin af því hvað ég var hrifin af lóubörnunum. Hann horfði á mig þungbrýndur og sagði " þú gerir þér grein fyrir að þær stækka og koma inn og þá þarf ég að veiða þær..". Honum fannst sem sagt full ástæða til að ég eitraði fyrir greyjunum og það strax því hann er orðin hundleiður á starfi sínu sem serlegur kóngulóar bani fyrir okkur eldri mæðgurnar, Anna er nefnilega alveg sjálfbjarga með að losa sig við kóngulær og finnst það ekki mikið mál.


Við fundum geitungabú í garðinum í síðustu viku á svipuðum slóðum og búið var um verslunarmanna helgina í fyrra. Núna fundum við búið sem betur fer áður en einhver hafiði reitt geitungana til reiði og eitruðum fyrir því áður en svo færi. Ergilegt hvað geitungarnir eru hrifnir af grjóthleðsunni minni en það er allavega auðvelt að finna þá þarna og gera útaf við þá. Annas sat ég og fylgdist með þeim í smá stund, skondin kvikindi. Ég var auðvitað með myndavelina og það voru strá fyrir opinu sem voru að pirra mig svo ég ákvað að kippa þeim burtu meðan enginn geitungur var sjáanlegur við opið. En úpsí ræturnar lágu frekar langt niður og þegar ég var búin að toga aðeins í grasið voru rótarlufsur komnar fyrir opið og viti menn koma ekki 2 geitungar með það sama að athuga hvað gengi á. Þeir skoða ræturnar og spá og spekulera í smá stund og taka svo til við að hreinsa þær burtu, þeim virtist vera slétt sama um mig þarna. Þetta virkaði svolítið á mig eins og þeir greindu tilfærslu á grasi sem náttúrulegt fyrirbæri sem þyrfit ekki að bregðast við með neinum afgerandi hætti :) Ég hallast að því að geitungar séu merkilegri kvikindi en maður gefur þeim kredit fyrir.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er viss um að Tátu finnst geitungar vera merkileg fyrirbæri, alveg stórmerkileg og jafnvel stórhættuleg líka. Geitungar eru fyrir mér iðandi fílar sem vilja éta mig!

jeg sagði...

Shitt ekki langar mig að búa þar sem þú ert essgan. Þoli ekki köngulær sko. Þaðanaf síður geitunga. Þessi helvíti eru farin að kíkja hingað norður og þetta er týpa sem ég hef ekki séð áður. Svo ég er skíthrædd við þá. Þetta gæti verið þessi árásargjarna. *hrollur*
En já það er löngun í allt sem er bannað það er bara þannig.
Knús og klemm á þig skvísó.

Nafnlaus sagði...

Krúttlegir kóngululóarungar! Hahh. Bíddu bara.
Þeir sýna sitt rétta útlit og nnræti á næsta ári, hangandi um allan garð með krossa tattóveraða á bakið og heimagert lím í poka ...