föstudagur, júlí 18, 2008

Heimavörn...

Okkur fannst dáldið grunsamlegt þegar sama öryggisfyrirtækið hringdi 2svar í Guðna og einu sinni í mig að bjóða okkur öryggiskerfi fyrir heimilið. Við afþökkuðum bæði pent ég með þeim orðum að ég væri sátt við kerfið sem ég væri með. Dálitlu síðar heyrði ég hjá konu hér í Garðabæ (mamma bekkjarsystur Önnu) sem fékk hringingu frá fyrirtækinu sem hún var með kerfi frá og þeir voru að bjóða henni kerfi. Eithvað fannst konunni þetta skrítið þegar hún fór að hugsa málið og fór að grennslast fyrir hjá fyrirtæknu. Henni var þá sagt að þeir væru ekki með fólk í að hringja út og þetta væru sennilega vafasamir karakterar að grennslast fyrir um hvort hún væri yfirhöfuð með kerfi. Ekki sel ég svo dýrara en ég keypti söguna af konunni sem þáði boð um að fá kerfi og var sagt að það kæmi maður til að meta hvernig kerfi myndi henta henni best, jú maðurinn kom nokkrum dögum síðar var brotist inn allt verðmætt hirt en kerfið kom aldrei. Ég heryði svo í fréttunum á RUV í dag varað við þessum símhringingum svo ég ákvað að deila þessu með ykkur. Mórallinn í sögunni er sá að það á ekki að þiggja boð símasölu manna um öryggiskerfi fyrir heimilin ef þið hafið hug á slíku hafið samband við öryggisfyrirtækin sjálf !!

Skelli inn afrakstri göngutúrsins í gær, vildi bara að ég gæti fært ykkur lyktina sem er niðri við læk með myndunum. Það er svo dásamleg eins og hunangslykt í loftinu meðfram læknum mmmmmmmmm...





3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Klikkaðar myndir vinkona - vá vá vá vá!!! Tekur þú við nemendum??

kveðja frá Bílskúrsfelarananananum

Nafnlaus sagði...

:) ´svooooo fallegar

Dillan

jeg sagði...

Já enda kallar maður þetta Krimmaborg.
Flottar myndir kona.
Knús og klemm úr sveitinni.