laugardagur, maí 01, 2004

Haldiði ekki að mér hafi tekis að ná mér í Bronkitis. Ég hef ekki prófað það áður og hafði alveg ætlað mér að sleppa því. En hálsbólgan sem varr búin að vera að hrjá mig í viku breyttist á miðvikudaginn í 40 stiga hita og ljótan hósta með ógeðslega skrautlegum uppgangi. Ég fór á læknavaktina á fimmtudagskvöldið og fékk sýklalyf og alles en það virðist nú ekki vera að gera mikið alla vega er ég enn með hita og allt annað sem fylgir þessu ógeði. Mamma kom í gær með leynivopnin sín gegn kvefi en það eru fjallagrös, hvannrót, sítrónur og hunang. Ég svolgra sem sagt í mig te úr þessu alltaf reglulega og ég er ekki frá því að þetta losi svoldið um slímgumsið. Ég reyndar bætti mínum leynivopnum út í sem eru sítrónute, hvítlaukur og engiferrót og svo tek ég sólhatt með þessu öllu líka. Ef allt þetta og penecilinið duga ekki þá veit ég nú ekki hvað. Ég komst að því að það hefur ýmsar undarlegar aukaverkanir að vera með hátt í 40 stiga hita í nokkra daga í röð. Ég var nefnilega næstum því farin að skæla yfir American Idol í gærkvöldi þegar Johnn Stevens var kosinn burtu. Ekki get ég alveg ímyndað mér afhverju ég var nærri farin að skæla ég hélt ekki með honum, finnst í raun að hann hafi átt að vera löngu farinn og sé ekki fram á að sakna hanns neitt. Annað merki um að það er ekki alveg í lagi með mig (umfram venjulega) er að þegar ég vaknaði endalega við hóstaköstin um kl. 7 í morgun fór ég að reyna að horfa á sjónvarpið og horfði á restina af Chiken Run á Bíórásinni. Þetta hefði nú ekki verið í frásögur færandi ef ég hefði ekki horft á þetta ruglað og hljóðlaust. Ég hef aðgang að Bíórásinni óruglaðir allt sem ég hefði þurft að gera var að ýta á 1 takka á fjarstýringunni að sjónvarpinu en nei ég horfði á þetta ruglað. Svo horfði ég líka á Discovery channel ruglaða um stund. Þetta er auðvitað engan veginn í lagi.

Engin ummæli: