mánudagur, maí 24, 2004

Þá er maður orðin stór..........eða hvað???

Loksins kom að því ég lauk áfanga sem ég hef sefnt að frá því ég las Söru Barton sem barn. Ég held nefnilega að allt þetta hjúkrunar brjálæði í mér hafi byrjað með Söru Barton. Ég er farin að hallast að því að minn persónuleiki sé að mestu sprottinn upp úr bókum sem ég las þegar ég var lítil. Þegar ég var líti þá var ég ansi oft lasin og þá var lítið annað við að vera en að lesa. Uppáhalds bækurnar mínar voru gamlar bækur sem mamma átti og það voru nú engar smá gersemar Sveitin heillar eftir Enid Blyton sem ég las svo oft að ég var nærri farin að kunna hana utan að. Þessi frábæra bók fjallaði um krakka sem sendir voru í sveit í Bretlandi þar kynnast þau gömlum einbúa sem hefur náð einstöku sambandi við dýrin í skóginum. Hmmm skyldi dýrabrjálæðið hafa byrjað þarna hmmmmm. Næst á eftir Sveitin heillar kom Sara Barton lærir hjúkrun sem eins og titillinn ber með sér er um unga stúlku sem lærir hjúkrun. Frábærlega skemtileg bók ...í minningunni allavega. Svo var auðvitað bókin Kata frænka sem er ættargersemi og öllum börnum af minni móður ætt ber að lesa. Ég hef að vísu ekki tekið eftir því að ég hafi tileinkað mér neitt upp úr Kötu frænku, sem er stór synd og sorg. Ég las að vísu líka Beverly Grey sem Dísa systir átti en ég er nú enn ekki orðin blaðamaður og ekki hef ég farið á hestasleða í snjó ennþá, hvað þá leyst dularfull mál. Fyrir utan þessar dásemdar bækur las ég bækur af bókasafninu enda var ég búin með flestar bækurnar á bókasafninu um 10 ára aldur. Bækur sem standa uppúr þar eru Baldintátu bækurnar, Pollyanna (hver elskar ekki Pollyönnu), Jón Oddur og Jón Bjarni (mikið af minni lífsspeki er sprottin þaðan), Fimm bækurnar, Æfintýrabækurnar og Dularfullubækurnar og síðast en ekki síst Bangsimon sem ég las aftur og aftur og aftur (enda er ég í vaxtarlaginu farin að minna óþarflega mikið á Bansimon).
En hvað um það útskrifuð er ég með vel rúmlega 4,9 og 256 einingar nú hlýtur stúdentsprófið að fara að detta í hús. Útskriftin gekk að mestu slysalaust fyrir sig. Mér tókst að vísu að klúðra lítillega. Þannig er nefnilega að Sjúkraliðafélagið gefur nýútskrifuðum sjúkraliðum rós. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef ég hefði ekki reynt að rífa rós af aumingja konunni sem afhenti rósirnar þegar hún ætlaði að rétta manninum fyrir aftan mig rósina fyrst. Þetta leiddi af sér að stúlkan við hliðina á mér ætlaði ekki að gera sömu mistök og lést því ekki sjá konuna þegar hún ákvað svo að rétta henni rós fyrst en ekki konunni í aftari röðinni og þetta varð hin vandræðalegasta uppákoma. Útskriftar veislan heppnaðist svona líka ótrúlega vel ég fékk fullt af flottum blómum og gjöfum. Vil ég nota tækifærið hér og ÞAKKA KÆRLEGA FYRIR MIG!!!!!!!!
En nú er ég að hugsa um að fara út í góða veðrið og nýta það meðan það er enda á víst að draga ský fyrir sólu seinnipartinn og fara að súlda í kvöld OJJJJJJ.

Engin ummæli: