fimmtudagur, maí 27, 2004

Þrjú tonn af sandi .........

Ég mætti allt of snemma í vinnuna í dag... er´ðetta heilbrigt ég bara spyr. Ég fékk nú samt góð verðlaun fyir þetta trygglyndi mitt við vinnustaðinn og mér var boðin áframhaldandi vinna í vetur. Ég hugsa nú að ég minnki við mig vinnu niður í 60% því 80% er dáldið mikið með börnum í skóla og hundum og köttum og allt.
Ég keypti mér ógeðslega skemtilegt dót í vikunni ég keypti mér Singstar fyrir playstation 2 og ég,Árni og Ásdís erum búin að vera gólandi fyrir framan sjónvarpið síðan. Ég fór sama dag og keypti mér skó fyrir inneignarnótuna mína í Ecco búðinni sem ég fékk í útskirfargjöf frá mömmu, Dísu, Daða og Kristleifi. Ég gat nú ekki annað en glott þegar ég var búin að velja mér þessa líka frábæru sandala (sem eru ógeðslega þægilegir) og dreg upp inneignar nótuna þá lítur konan á mig og brosir og segir " Til hamingju með námið". He he greinilegt að það eru ekki margir sem hafa keypt inneignar nótu upp á síðkastið. Svo af því að í Ecco búðinni voru ekki til ljósir svona sandalar sem mig langaði svo í (ég keypti svarta) þá fór eg í Smáralindina (þar átti ég líka inneign sem ég fékk í útskriftargjöf frá Pabba, Guðna og krökkunum) haldiði að ég hafi ekki fundið ljósu Ecco sandalana þar svo ég smellti mér á par af þeim líka Voooo hoo. Ég fullkomnaði svo daginn með því að kaupa mér 66° N flíspeysu. Það er langt síðan ég hef átt svona góðan dag. Ég lenti að vísu fyrr um daginn á barnafata útsölu þar sem ég missti mig algerlega og keypti fullan poka af fötum á krakkana, það er nefnilega uppáhaldið mitt að kaupa barnaföt. Ég fór svo með prófskírteinið mitt í löggildingu í Heilbrigðisráðuneytið og fór í sjúkraliðafélagið og ætlaði að breyta skráningunni minni og kaupa sjúkraliðanæluna en ég þarf að hafa löggildinguna til þess svo það bíður aðeins. Um leið og ég fór með skírteinið sótti ég líka löggildingarpappírinn fyrir matartækninn en það plagg er búið að liggja niður í ráðuneyti í nokkur ár. Eftir þetta allt endaði ég svo daginn með Leó í prófi í hundaskólanum sem hann glansaði alveg í gegnum gerði bara eina litla villu. Þegar hann átti að bíða sitjandi í 30 sek. þá lagðist hann niður á sekúndu 29,8 ógeðslega svekkjandi hvað hann var nálægt því að fá 10 en þetta setti hann niður í 9,5 eða þannig. Ég tók svo bóklegt próf og vona að ég hafi náð því var reyndar alveg skelfilega illa undir búin og hálf ólesin en vona nú samt að ég nái 5 svo við fáum útskriftarskírteini og þar af leiðandi lækkun á hundaleyfisgjöldunum.
Nú er ég farin að sofa ég þarf víst að mæta í vinnu eftir sjö og hálfan tíma og vera þá búin að kaupa brauð og gúmmulaði í föstudagsmorgunkafffið. ZZZZZZZ.......
Eitt enn áður en ég fer þið sem eruð klár í draumráðningum getiði sagt mér hvað það þýðir að dreyma að maður sé grá lúsugur og öll börnin líka??? Ég vaknaði alveg á iði þar sem mig dreymdið að ég og krakkarnir værum með lús. Endilega komið með hugmyndir !!!!

Engin ummæli: