þriðjudagur, maí 04, 2004

Núna er ég opinberlega búin að fá nóg !!!!!!!! Heilsufarið á þessu heimili er algerlega óásættanlegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Ásdís er nánast ekkert búin að mæta í skólann síðustu 3 vikur vegna veikinda held að húna hafi náð 4 dögum á þessum 3 vikum. Fyrst var það berkubólga og svo núna ennis og kinnholubólga og hún er að byrja á sýklalyfja skammti nr.2 á þessum 3 vikum í dag. Hún er undir ströngum fyrirmælum frá lækni að hún fari ekki út fyrr en hitin er alveg farinn úr henni og hún búin að vera hitalaus í sólarhring.
Árni kvartaði um magaverk í morgun við harðbrjósta foreldrarnir sendum hann samt í skólann. Hann hefur svo verið frekar hress í dag og var að leika sér með vinum sínum fram á kvöld. Kom heim seinnipartinn og sofnaði í sófanum við hliðina á yngri systur sinni sem lognaðist útaf á sama tíma. Árni vaknaði svo með látum um 10 leytið og gubbaði allt heimilið út. Anna vaknaði svo stuttu síðar og kvartar undan magaverk, við bíðum í ofvæni eftir að sjá hvað verður úr því. Þar sem við hjónin stóðum upp í hné í þessu þá gat ég glatt manninn minn með því að hjúkrunarfræðingurinn í Flataskóla hringdi í dag til að biðja um að Ásdísi yrði kembt því það hefði komið upp lús í bekknum hennar. Ég held að Garðabær sé að breytast í lúsanýlendu og stefnir sennilega í það að hér verði fleir lýs en menn.
Ég fór sjálf aftur upp á læknavakt í gær því belssaður bronkinn var ekkert að batna, hitinn neitaði að lækka og ég var farin að anda eins og fýsibelgur. Ég kom heim aftur með astma lyf og resept fyrir mixtúru sem fæst aðeins í einu apóteki á landinu og það apótek var lokað í gær (sunnudag). Astmalyfin bættu samt líðan mína talsvert svo ég gat sofið síðastliðna nótt. Ég var farin að halda að ég myndi aldrei sofa væran blund aftur þar sem ég hef gelt allar nætur síðan aðfara nótt miðvikudagsins síðasta. Pabbi þessi elska fór svo og sótti blessaða elsku mixtúruna mína fyrir mig í morgun og þvílík dásemd hún svín virkar. Enda hlaðin af Kódeini og einhverju fleira gotteríi sem slær á allt kvef og sull. Hitinn er kominn niður úr 39 stigunum lokskins og útlitið því skárra en það hefur verið þó það sé ekki orðið gott enþá.
Eftir allar veikinda hremmingar vetrarins er ég alvarlega farin að íhuga að setja fjölskylduna á makróbiotiskt fæði, hveitispírusafa, hrossaskammta af sólhatti og C vítamíni og eitthverju fleira í þeim dúr.

Engin ummæli: