mánudagur, maí 17, 2004

I think my banjo is wet !!!!!!!!!!!

Ojjj byrjun þessa dags var nú ekkert óhóflega skemmtileg. Ég átti að mæta í vinnuna klukkan átta og bruna sem leið liggur í áttina að Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut. Af því að minn ástkæri er í útlöndum tók ég Daaewoo spæwoo en ekki gömlu góðu Toyotuna. Ástæðan er einkum sú að það er geislaspilari og almennilegt útvarp í Spæwoo. Ég er svo kominn á Bústaðaveginn og við ljósin þar sem maður getur beygt niður í hlíðarnar kemur rautt. Ég þrammma á bremsurnar og bíllinn hægir á sér en þegar ég er að koma að stöðvunarlínunn dettur bremsupedalinn allt í einu grútmáttlaus í gólfið og bíllinn hættir að bremsa. Ég var semsagt á vita bremsulausum bíl. Ég hafði einhvernveginn rænu á að grípa í handbremsuna og gat þannig með herkjum stoppað bíldrusluna. Með hjartað í buxunum og lífið í lúkunum keyrði ég svo á 20 á vinstri akrein allla leið niður að spítala, notaði handbremsuna til að stoppa og það er sko enginn leikur og maður þarf að undirbúa það með LÖÖÖÖNGUM fyrirvara að stoppa. Ég potaði svo druslunni í stæði og þar er hún enn og verður þangað til mér þóknast að hringja á Vöku og láta draga hræið upp á verkstæði til pabba. Pabbi var svo elskulegur að sækja mig í vinnuna og við kíktum á beygluna áður en við fórum heim. Hún lá í bremsublóði sínu í stæðinu, væntanlega hefur bremsuleiðsla gefið sig og allur vökvaþrýstingur farið af bremsukerfinu. Ég held eg haldi mig við gamla rauð í framtíðinni og vona hreinlega að Beyglu Blakki verði lógað hið snarasta.
Það góða við daginn er svo það að ég er búin að fá frí á föstudaginn svo ég get útskrifast og boðið í smá útskriftar kafi á eftir JIBBBBBBBÍ.

Engin ummæli: