Ja hérna hér ég er búin að vera í svo löngu bloggfríi að það er búið að breyta öllu bloggumhverfinu. Mér sýnist nú fljótt á litið að þetta sé til batnaðar frekar en hitt en það á eftir að koma í ljós.
Ég er argandi fúl yfir 2 af þremur söngvakeppnum helgarinnar !!! Ég er svo fúl út í American Idol að ég er næstum því að hugsa um að hætta að horfa. Ég lýsi alsherjar frati á Evrovision. Ekki vegna þess að íslenskalagið komst ekki áfram ég var búin að spá því 17. sætinu og kom mér ekkert á óvart að það endaði í nítjánda sæti. Ég vil bara endur taka hér það sem ég hef áður sagt að mér finnst synd að eyða flottum strák eins og Jónsa í svona vont lag. En hvað er málið með Evrópubúa mér fannst Ruslana svo sem ágæt og var sátt við hana í topp 5 slagnum en í fyrsta sæti........hmm ég er ekki alveg sannfærð. Lagið er nú ekki neitt sérstakt það er aðallega sviðsframkoman sem skildi Ruslönu frá fjöldanum þarna, þetta er ekki útvarpsvænt lag. En hvað er svo málið með þennan ógeðslega hallærislega gaur frá Grikklandi mér varð hreinlega illt. Mér fannst að lagið frá Kýpur hefði átt að vinna það er MJÖG gott lag og flottur flytjandi líka. Lagið frá Serbíu og svartfjallalandi var svo gott að ég var búin að gleyma því áður en kom að atkvæðagreiðslunni og ég get enn ekki rifjað upp hvernig það var. Tyrkneska lagið fannst mér að vísu allt í lagi minnti svoldið á lög með Madness og yfirhalningin á hljómsveitinni í stíl við það. En er ekkert athugavert við það að það eru öll lögin nema eitt sem enduðu í topp 5 sætunum voru líka í undankeppninni. En nóg um það í bili.
Eina söngvakeppni helgarinnar sem ég er sátt við var Karóke söngvakeppni kvennaklúbbsins sem ég er í. Það var komið að mér að halda kvennaklúbbinn að þessu sinni og það var búið að ákveða að hafa Karóke kvöld. Þvílíkt gargandi stuð, ég verð að viðurkenna að ég var haldin SMÁ fordómum út í þetta karóke dæmi en ég er alveg búin að skipta um skoðun á því. Keppnin fólst í því að við urðum allar að syngja eitt íslenskt og eitt erlent lag. Raddlausa hása og kvefaða ég lenti í öðru sæti eftir að hafa sungið af innlifun lag 200 þúsund naglbíta - Láttu mig vera og svo Prestley ballöðuna Suspicius minds. Enda voru þetta einu lögin í boði sem lágu á raddsviði sem ég átti til um helgina. Ég held nú líka að annað sætið hafi verið tilkomið af því hvað stelpurnar vorkennu mér mikið fyrir hæsina og kvefið .......eða eithvað svoleiðis. Kanski þorðu þær bara ekki að móðga gestgjafann. En hvað sem örðu líður þá var þetta háværasta partý sem ég hef um æfina haldið og það verða sennilega önnur 32 ár þangað til ég held annað svona hávært partý. En það var samt ótrúlegt kvalræði fyrir einstakling sem elskar að vera sígaulandi daginn út og inn að vera í Söngpartýi og geta eiginlega ekkert sungið vegna hæsis.
Í gærkvöldi var svo Júróvision partý sem var öllu fjölskylduvænna en föstudagspartýið og var hin best skemmtun þrátt fyrir fúla keppni.
Ég ætla svo að láta þessum pistli lokið með þeim indælis fréttum að ég mun útskrifast með viðhöfn sem sjúkraliði næstkomandi föstudag. Ég á að vísu enn eftir að finna út úr því að fá frí svo ég geti tekið við prófskírteininu og slíku en ég vona nú að það reddist fyrir horn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli