miðvikudagur, júlí 27, 2005

Mongó Bongó

Já það er ekki að spyrja að því sumarið er algerlega brostið á hér í Garðabænum he he he ..... Ég, krakkarnir og hundurinn erum búin að eyða öllum þeim tíma sem við höfum aflögu úti í garði að baða okkur í sólinni og sulla í sundlauginni. Þetta hefur gert það að verkum að ég hef tekið litaskiptum og farið úr snjósnjóhvítum yfir í meira svona offwhite eða jafnvel Bage litinn sem á venjulegu máli kallast víst húðlitur. Rauður hefur sem betur fer ekki látið sjá sig enn.
Við skelltum okkur austur í Slakka á laugardaginn og þar reyndist sól og heiðríkja með 26 stiga hita. Mikið rosalega langaði mig í loftkælingu í bílinn þá.
Nú er farið að styttast all verulega í að Guðni yfirgefi okkur og haldi á vit nýrra ævintýra en það mun víst vera á laugardagsmorguninn. Ég er nú ekki alveg að ná því að Ágúst sé að bresta á með verslunarmannahelginni og öllu því. Hvað þá að það séu tæpar 3 vikur þangað til við hin eltum Guðna úr landi. Ég get ekki annað en hlakkað til að sitja í sólinni (vonandi), finna lyktina af bjór (mér finnst bjór vondur en lyktin hefur ákveðinn sjarma svona í útlöndum) og hlusta á skvaldur á þýsku allstaðar í kringum mig. Ferða undirbúningurinn er að komast í fullan gang og erum við að setja niður fyrir okkur hvert við ætlum að fara og hvað við ætlum að gera. Einna erfiðast er að ákveða hvaða skemtigarð á að fara í það eru svo margir spennandi kostir.
Jæja best að reyna að gera eithvað af viti hér innan dyra þar sem draslinu hefur verið leyft að fara algerlega úr böndunum vegna veðurs.
BÍB

föstudagur, júlí 22, 2005

Það sem fólki dettur í hug

Ég var á næturvakt í nótt sem væri ekki í frá sögur færandi nema fyrir það að klukkan tvö í nótt byrjaði þessi líka ókristilegi hávaði fyrir utan gluggana á deildini. Ekki nóg með það þá nötraði deildin og skalf líka. Ástæðan fyrir látunum var sú að þarna voru komnir menn frá einhverju snilldar fyrirtæki sem sér um vegmerkingar. Þeir voru að mála fatlaðra bílastæðin með sprautukönnu sem tengd var risastórri loftpressu sem vann með svoleiðis hávaða og titringi að það svaf ekki nokkur maður í húsinu á meðan. Þeir voru búnir að mála bláa litinn rétt uppúr klukkan 3 í nótt. Klukkan 5 mættu þeir svo aftur til að mála hvítu strikin og kallana, þannig tókst að vekja aumingjans fólkið aftur eftir tæpan 2 tíma í svefni. Það mátti þakka fyrir að fólkið var rúmfast því annars hefði nú sennilega orðið brátt um litlu drengina með loftpressuna og hefðu þeir sennilega bæst í hóp sjúklinga þegar mannskapurinn hefði verið búinn að ljúka sér af.

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Cherrios, cheerios, cheerios

Komdu og hittu mig, undir sólinni.
Cherrios, cheerios, cheerios
Syngur Anna alla daga núna he he he Ég skil hana vel ég hélt að þetta lag væri Ceerios auglýsing fyrst þegar ég heyrði það. Það tók mig smá stund að heyra almennilega að hún segir víst Segðu Já.

Það hefur margt ánægjulegt og skemtilegt á daga okkar drifið síðan ég bloggaði síðast.

Á laugardaginn eftir vinnu skelti ég mér í Optical Studio í Smáralind og fann mér gleraugu sem ég mun svo sækja í Leifsstöð á leiðinni út. Ég var líka svo stálheppin að gleraugunum fylgdu ókeypis sólgleraugnagler með styrkleika svo ég spanderaði í umgjörð utan um þau líka. Þetta þýðir að í Ágúst mun ég eignast sólgleraugu í fyrsta sinn í 10 ár eða meira. Það besta við þetta all saman að verðið á gleraugunum og sólgleraugunum saman náði ekki verðinu á gleraugunum bara hér heima. Gleraugnaspangirnar kostuðu svipað og sólgleraugnaglerin ein á tilboði í gleraugnaverslun í Hafnarfirðinum. Það eina sem gæti orðið vandamál við þetta allt er að gleraugnaumgjarðirnar sem ég valdi eru svo vinsælar að framleiðandinn treystir sér ekki að lofa þeim á minna en 4 vikum og það eru rétt tæpar fjórar vikur frá því ég panta gleraugun og þangað til ég fer. En þau kunnu nú ráð við því ef svo illa vill til að þetta náist ekki fæ ég lánaðar umgjarðir í verslunni í Keflavík og þegar ég kem til baka munu spangirnar bíða eftir mér í Smáralind og ég fæ þær þar. Ég gat nú ekki annað en verið hæst ánægð með þjónustuna þarna í Optical Studio. Ég hef náttúrlega skipt við sömu gleraugna verslunina síðustu 18 árin og síðustu ár hefur þjónustunni þar farið illilega aftur og eftir síðustu viðskipti mín við eigendur verslunarinnar (dónaskapurinn sem fólk leyfir sér við viðskiptavini sína er ótrúlegur) lofaði ég sjálfri mér því að versla þar aldrei aftur. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun enn :)

Eftir gleraugnakaupin fórum við í bíó að sjá Madagaskar og ég mæli eindregið með þeirri mynd fyrir fólk á öllum aldri ég hló mig máttlausa á köflum. Vel teiknuð, góður húmor og vel talsett á íslensku. Fjölskyldan fór syngjandi út og eigum enn til að syngja lag Læmingjanna öruhvoru. Ég fíla að dilla, dilla ..............úpps gleymdi mér aðeins *ROÐN*

Ég komst að því að ég þerri erfiðu staðreynd að ég yrði nausynlega að fá mér nýtt ökuskírteini áður en ég færi út. Þeir samþykkja víst ekki lengur stóru og fallegu gömlu ökuskírteinin. Ég sé fram á að þessu mun fylgja tómt vesen ég mun sennilega koma ökuskírteininu í veskið mitt, það þýðir að ég mun þurfa að druslast með það með mér hvert sem ég fer. Ekki eins og gamla góða sem hvergi passaði og gerði það að verkum að ég setti það bara í hanskahólfið á bílnum sem ég var mest á. Mjög gaman ef maður skiptir svo um bíl og rekst á samferðamenn sína eða lögregluna. Það er víst hægt að sekta mann um 2500 kall fyrir að vera ekki með skírteinið. Ég stikaði allavega af stað og lét taka þessar líka fallegu passamyndir af mér hjá Svipmyndum, fannst ég að vísu ekki svipur hjá sjón á þessum myndum. Fruðulegt hvað hefur farið aftur framleiðslunni á myndavélum og speglum þessi síðustu ár ;) Ég fór svo galvösk og sótti um nýtt ökuskírteni sem ég mun víst fá í hendurnar 28. júlí og þá get ég brunað um hraðbrautir Þýskalands í ágúst, ef Guðni fæst til að sleppa mér undir stýri.
Jæja best að koma sér út í sólina og sumarið sem loksins kom áður en ég fer að leggja mig fyrir næturvaktina.

föstudagur, júlí 15, 2005

Ásdís er komin heim

Já ég er búin að endurheimta ungan minn í smá stund :) Hún er svo sólbrún og sælleg að við hin lítum út eins og albínóar við hliðina á henni. Hún er sko orðin svo mikil gella að við þekkrum hanan næstum því ekki aftur.
Okkur tókst að koma Ásdísi verulega á óvart með bílnum og ég hélt hreinlega að það myndi líða yfir hana, en hún var mjög hrifin af bílnum. Ekki var hrifningin minni þegar við komum heim og hún sá breytingarnar sem hér höfðu orðið. Við erum líka ósköp fegin að fá hanan heim.

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Ásdís er að koma ....

Núna er Ásdís lögð af stað heim og ég get sko ekki beðið eftir að fara að sækja hana kl. 22:45 í kvöld. Ég er búin að fá leyfi til að fara klukkutíma fyrr úr vinnunni til að geta sótt hana. Það verður gaman að sjá svipinn á henni þegar hún sér að við erum komin á nýjan bíl en hún veit það ekki en þá. Þar fyrir utan hafa orðið ýmsar breytingar hér síðan hún fór en hún veit nú af þeim flestum. Ég tók mig svo til og lagaði herbergið hennar svoleiðis að hún þekkir það örugglega ekki aftur. Ég er búin að bæta ýmsum smá fidusum og fíniseringum hjá henni til að gera þetta svona meira kammó og notó hja henni :) Hlakka til að sjá hvernig henni líst á breytingarna, vona bara að hún verði ánægð.

Eins og Ásdís myndi segja
BÍB

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Myndir þú sætta þig við að .......

Gat ekki annað en hlegið að þessu
  • Myndir þú
  • miðvikudagur, júlí 06, 2005

    Hápunktar síðustu daga

    Sumarfríið er búið í bili og 31 dagur í að það byrji aftur he he. Ég er sko farin að telja niður í það. Næsti skamtur af sumarfríi byrjar 5 ágúst og stendur til 28 ágúst. Ég get barasta ekki beðiði ég bíð svo spennt eftir að komast til Þýskalands**SPENNINGUR**.

    Allt að verða vitlaust í vinnunni algerlega brjálað að gera þar. Ef dagarnir framundan verða í líkingu við daginn í gær hætti ég að hafa áhyggjur af framtaksleysi mínu í ræktinni. Ég á sko kort í Laugar og er búin að eiga það síðan í desember. Ég er búin að far tvisvar **ROÐN**SKÖMMM**

    Guðni mátti gefast upp í baráttunni við uppþvottavélina og hún er komin í viðgerð.

    Ég er búin að taka til í mataræðinu síðan í sumarfríinu, ekki veitti af. En ég er ánægð með það að ég datt ekki í sykurgosbrunnin. Ég gerði tilraun sem fólst í því að drekka smá skykrað gos og viti menn það virkaði ég hafði fullkomna sjálfstjórn í þeim efnum. Ég virðist geta leyft mér að drekka einstöku sinnum sykrað gos án þess að detta alveg í það, þetta er stór sigur fyrir mig.

    Það er búið að bjóða okkur í skírn ég hlakka mikið til að sjá liltla prinsinn. Langar samt að taka forskot á sæluna he he

    Ég er að sálast úr leti og það þarf að taka til hér, eins og alltaf. **ARGH**

    laugardagur, júlí 02, 2005

    Með iðrin úti ........

    Já það er ekki fallegt ástandið hér ........ Uppþvotta vélin mín liggur andvana á miðju eldhúsgólfinu með iðrin úti. Pabbi og Guðni eru að keppast við að reyna að púsla dótinu þannig að vélin muni virka í framtíðinni. Vélargreyið hefur verið að vinna í því að bila frá því fyrir áramót en hætti nú loks að taka inn á sig vatn núna fyrir 3 vikum. Henni hefur sjálfsagt fundist í lagi að við myndum vaska upp í sumarfríinu. Eftir samtal við viðgerðarmann sem þekkit lýsinguna leiðbeindi hann Guðna með hvernig hann gæti gert við þetta og hljómaði það eins og þetta væri ekkert mál, bara að muna að taka vélina úr sambandi. Eithvað líst þeim félögum þarna frami illa á þetta og eru ekki bjartsýnir á að vélin muni verða lífguð við hér. En Guðni er nú ekki þekktur fyrir að gefast upp svo það verður stumrað yfir vélinni eithað áfram.

    En svo ég snúi mér nú aftur að sumarfríinu okkar þá var ég víst stödd í kulda og trekki í Mývantssveit þegar ég hætti frásögninni í gær. Allaveg vöknuðum við í brakandi bongó blíðu á fimtudagsmorgninum. Ég rauk út í göngutúr með Leó (kl. 8) og hresstist við það. Sólin skein dáldis köld gola og fuglasögur fyllti loftið, ekki hægt að biðja um það betra. Hitinn hækkaði eftir því sem á daginn leið og hitinn var kominn 17 stig áður en yfir lauk. Við fórum til Deddu frænku í kaffi, alltaf jafn gaman að hitta hana. Hún er komin fast að níræðu en hressari en margir 20 árum yngri. Eftir gott og gefandi spjall við hanan var kominn tími til að halda heim á leið. Við töltum heim pökkuðum í bílinn og héldum af stað. Við græddum auka ferðafélaga inn á Akureyri en þangað keyrðum við Öbbu frænku en hún var á leið suður til Reykjavíkur. Við keyrðum svo sem leið lá heim í Garðabæ og sváfum eina nótt í okkar indæla rúmi.

    Morguninn settum við Leó í bílinn eftir og keyrðum hann upp á Leirur. Þar tók á móti okkur hunda kór og maður með heyrnar hlífar. Aumingja Leó honum leist ekki meira en svo á staðinn. En hann var allavega skilinn þar eftir og við héldum heim á leið til að pakka. Í þetta sinn tróðum við enn meira af dóti í bílinn og héldum upp í Húsafell í sumarbústað IKEA sem var ný búið að gera upp. Því lík breyting á einum bústað gamli bústaðurinn var orðin dáldið lúinn og var frekar lítill, en voða kósý. Núna er þetta orðinn svakalega stór og nýtískulegur bústaður með öllu sem þarf m.a. uppþvottavél. Bústaðurinn en SVAKALEGA flottur en upp á móti kemur að það var kanski ekki hugsað mjög praktískt í innréttingum hans. T.d.er sturtuklefinn úr glæru gleri sem þarf að skafa og pússa eftir hverja notkun annars verður hann fljótt ógeðslegur því það er svo mikill kísill í vatninu þarna. Þetta þýðir m.a. að efti hverja pott ferð þarf að skrúbba klefann og það gerir ansi mikið skrúbb á eini viku. Þetta er kanski sniðugt þar sem einn einstaklingur fer í sturtu 2svar í viku eða svo en ekki þar sem 6 - 12 manns fara í sturtu jafnvel oft á dag. Þess utan er áklæðið á borðstofu stólunum úr ljós gráu (nánast hvítu) áklæði með rússkins áferð. Þetta kostar þvílíka angist þegar maður er með 4 -8 börn á aldrinum 3 - 10 ára í mat og enn er tuskan kominn á loft arrrghhhhh. En ekki misskilja mig þetta er alveg Brilliant bústaður bara greinilega ekki hugsaður fyrir konur með börn he he...... Guðlaug, Helgi og börn voru með okkur um helgina uppfrá og það var svona líka gaman. . Við vorum alein á mánudeginum og fórum í sjoppuna að kaupa okkur ís til að sjá framan í fólk og leita að rigningunni og rokinu sem hafði verið spáð. (sólbrunnin eftir pottferð í hádeginu). Þegar að afgreiðslu borðinu kom dugði okkar ástkæra ylhýra ekki og máttum við vippa enskunni úr farteksinu hefðums sennilega getað notað þýskuna líka. En afgreiðslu dömurnar tvær voru ekki íslensku mælandi. Þarna fengum við ódýra undanlandsferð í kaupbæti við ísinn he he he. Árni var á hoppudýninni við sunlagugina nánast allan tímann sem við vorum í Húsafelli einu skiptin sem hann náðist af dýnunni var þegar við drógum hann í ferðir um sveitina. Pabbi kom svo til okkar seinnipartinn á þriðjudeginum og við skelltum okkur í bíltúr um sveitir Borgarfjarðar, ekki fundum við rigninguna og rokið þá heldur. Á miðvikudeginum skelltum við okkur í ferð út á Snæfellsnes í leit að rigningu og roki en það klikkaði alveg við fundum bara 17 stiga hita og logn. Áttum við alveg frábæran dag í faðmi fugla og stórbrotinnar nátúrunnar á Snæfellsnesinu. Fórum í Djúpalón þar sem feðgarnir reyndu við steinana og Árni hafði Amlóða upp á stallinn án vandræða en aðrir steinar voru honum of þungir. Guðni náði Hálfdrættingi á stallinn en Hálfsterkur og Fullsterkur bíða betri tíma. Þetta fór fram við fagnaðar læti franskra hjóna sem voru á ferðalagi þarna á sama tíma.
    Á leiðinni heim fundum við svo loks rigninguna en hún hafði verið í Borgarfirðinum meðan við vorum á Snæfellsnesinu en var að mestu hætt þegar við komum. Á heimleiðinni bendir Anna út um gluggann og segir: Mamma, Pabbi sjáiði kálfhestana þarna og benti á folöld sem voru í haga með mæðrum sínum.
    Pabbi fór heim á fimtudagsmorgninum og við ákváðum um miðjan dag að drífa þrifin af og svera okkur bara í bæinn líka. Eftir margra klukkutíma púss og þrif héldum við svo loks heim.
    Á föstudags morguninn fórum við svo að sækja Leó han var glaður að sjá okkur að hann réði sér bara ekki. Ekki veit ég hvað var gert við hann þarna upp frá en við þekkjum hann varla fyrir sama hund hér heima. Hann er 40 sinnum rólegri en hann var hmmmmmm... ætli hann sé svona hræddur við að við skiljum hann eftir aftur. En æsingurinn er nú líklegur til að koma aftur síðar en samt þetta er nú ansi gott svona.

    Best að láta blaðrinu lokið í bili og fara að gera eithvað af viti hér heimilið er ógeðslegt. Enda vorum við í framkvæmdum hér fram að því að við skildum hreysið bara eftir og stungum af úr bænum. Allt í Drasli gengið fengi flog ef það kæmist í þetta gósenland rusls og drasls.
    Ég er farin að þrífa...........**svekk** **svekk**

    föstudagur, júlí 01, 2005

    Á seinni hlutanum

    Nú er sko verulega farið að saxast á sumarfríið okkar hjóna og lýkur því formlega kl. 6 á mándagsmorgun. Ekki er hægt að segja annað en þetta hafi verið viðburðarríkt sumarfrí og margt búið að brasa. Eins og áður hefur komið fram var málað, parketlagt og keyptur nýr bíll. Úr því að við keyptum nýjan bíl varð náttúrlega að prófa hann :) og tróðum við því bílinn fullan af dóti og keyrðum á vit ævintýranna. Við settum Búrið hans Leó aftur í og tróðum svo eins og við gátum af farangri í kring, rétt svona til að vita hvað við kæmum miklu í bílinn. Svo keyrðum við af stað norður. Það var dáldið skrítið að sjá hvernig sumarið hvarf eftir því sem norðar dró á Blönduósi var bara vetur. Úti á Húnaflóa var stærðar hafísjaki sem var greinilega ekkert á leiðinni burtu. Hitinn fór úr 17 gráðum fyirr utan hús hjá okkur niður í 4 gráður í Þigeyjasýslu. Við náðum ekki lengra en norður í Stóru Tjarnir í fyrsta áfanga en þá var komið fram yfir miðnætti. Á Hótel Eddu á Stóru Tjörnum fengum við þetta líka ljómandi góða herbergi og frábæra þjónustu. Krakkarnir okkar misskildu eithvað orðið frí og rólegheit og spruttu á fætur eins og gormar kl.6 morguninn eftir og eftir það var engin hvíld. Við klæddum okkur og vorum mætt í morgunmat kl. 7 Ég bar svo dótið okkar út í bíl og hélt svo gangandi í áttina til Húsavíkur með Leó sem ferðafélaga. Á meðan gekk Guðni frá okkar málum á hótelinu og hirti mig svo upp í bílinn ískalda og spræka nokkru síðar. Það var ótrúlega kalt í 4 stiga hita/ kulda og bítandi norðan roki. Við ákváðum að halda til Húsavíkur og stoppuðum þar í búðum og skoðuðum bæinn. Keyrðum aðeins út á Tjörnes en þar var bara svo ógeðslegt veður 3 stiga hiti, rigning og rok að við ákváðum að snúa við og halda í átt að Mývantssveit. Þar var nú ástandið skárra 7 stiga hiti og lítill vindur við spókuðum okkur um sveitina og sýndum börnunum merkilega staði. Við enduðum svo á því að borða dýrasta silung sem ég hef um æfina borðað, Guðni hélt því fram að hann hlyti að hafa verið gullsleginn miðað við skamtastæðr og verð. Þessu næst gerðum við innrás á þær frænkur mínar á Grænavatni og mikið óskaplega var nú notalegt og gott að koma til þeirra. Við vour m þar svo í góðu yfirlæti í sólarhring. Anna og Árni fengu að gefa heimalningunum mjólk úr pela og það var sko hátindur ferðarinnar. Anna hefur ekki hætt að tala um þær frænkur sínar á Grænavatni síðan við komum þvílík er hrifning hennar á þessum merkis konum :)
    Meira kemur af ferðasögum okkar síðar því ég verð að fara Bóndinn er í framkvæmda hugleiðingum og fjarri mér sé að stoppa hann í því ;)
    Bæ í bili.

    P.S. kíkið á síður hinna nýbökuðu foreldra Bjössa og Ólafíu sem eignuðust myndar strák 28.júní. Hann hefur hlotið nafnið Benedikt Einar sem ég er svo skotin í að ég ræð mér ekki,finnst þetta nafn alveg æði. Enda eru þetta nöfn sem finnast í mínum ættum og mér hafa alltaf þótt falleg :)