miðvikudagur, júlí 20, 2005

Cherrios, cheerios, cheerios

Komdu og hittu mig, undir sólinni.
Cherrios, cheerios, cheerios
Syngur Anna alla daga núna he he he Ég skil hana vel ég hélt að þetta lag væri Ceerios auglýsing fyrst þegar ég heyrði það. Það tók mig smá stund að heyra almennilega að hún segir víst Segðu Já.

Það hefur margt ánægjulegt og skemtilegt á daga okkar drifið síðan ég bloggaði síðast.

Á laugardaginn eftir vinnu skelti ég mér í Optical Studio í Smáralind og fann mér gleraugu sem ég mun svo sækja í Leifsstöð á leiðinni út. Ég var líka svo stálheppin að gleraugunum fylgdu ókeypis sólgleraugnagler með styrkleika svo ég spanderaði í umgjörð utan um þau líka. Þetta þýðir að í Ágúst mun ég eignast sólgleraugu í fyrsta sinn í 10 ár eða meira. Það besta við þetta all saman að verðið á gleraugunum og sólgleraugunum saman náði ekki verðinu á gleraugunum bara hér heima. Gleraugnaspangirnar kostuðu svipað og sólgleraugnaglerin ein á tilboði í gleraugnaverslun í Hafnarfirðinum. Það eina sem gæti orðið vandamál við þetta allt er að gleraugnaumgjarðirnar sem ég valdi eru svo vinsælar að framleiðandinn treystir sér ekki að lofa þeim á minna en 4 vikum og það eru rétt tæpar fjórar vikur frá því ég panta gleraugun og þangað til ég fer. En þau kunnu nú ráð við því ef svo illa vill til að þetta náist ekki fæ ég lánaðar umgjarðir í verslunni í Keflavík og þegar ég kem til baka munu spangirnar bíða eftir mér í Smáralind og ég fæ þær þar. Ég gat nú ekki annað en verið hæst ánægð með þjónustuna þarna í Optical Studio. Ég hef náttúrlega skipt við sömu gleraugna verslunina síðustu 18 árin og síðustu ár hefur þjónustunni þar farið illilega aftur og eftir síðustu viðskipti mín við eigendur verslunarinnar (dónaskapurinn sem fólk leyfir sér við viðskiptavini sína er ótrúlegur) lofaði ég sjálfri mér því að versla þar aldrei aftur. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun enn :)

Eftir gleraugnakaupin fórum við í bíó að sjá Madagaskar og ég mæli eindregið með þeirri mynd fyrir fólk á öllum aldri ég hló mig máttlausa á köflum. Vel teiknuð, góður húmor og vel talsett á íslensku. Fjölskyldan fór syngjandi út og eigum enn til að syngja lag Læmingjanna öruhvoru. Ég fíla að dilla, dilla ..............úpps gleymdi mér aðeins *ROÐN*

Ég komst að því að ég þerri erfiðu staðreynd að ég yrði nausynlega að fá mér nýtt ökuskírteini áður en ég færi út. Þeir samþykkja víst ekki lengur stóru og fallegu gömlu ökuskírteinin. Ég sé fram á að þessu mun fylgja tómt vesen ég mun sennilega koma ökuskírteininu í veskið mitt, það þýðir að ég mun þurfa að druslast með það með mér hvert sem ég fer. Ekki eins og gamla góða sem hvergi passaði og gerði það að verkum að ég setti það bara í hanskahólfið á bílnum sem ég var mest á. Mjög gaman ef maður skiptir svo um bíl og rekst á samferðamenn sína eða lögregluna. Það er víst hægt að sekta mann um 2500 kall fyrir að vera ekki með skírteinið. Ég stikaði allavega af stað og lét taka þessar líka fallegu passamyndir af mér hjá Svipmyndum, fannst ég að vísu ekki svipur hjá sjón á þessum myndum. Fruðulegt hvað hefur farið aftur framleiðslunni á myndavélum og speglum þessi síðustu ár ;) Ég fór svo galvösk og sótti um nýtt ökuskírteni sem ég mun víst fá í hendurnar 28. júlí og þá get ég brunað um hraðbrautir Þýskalands í ágúst, ef Guðni fæst til að sleppa mér undir stýri.
Jæja best að koma sér út í sólina og sumarið sem loksins kom áður en ég fer að leggja mig fyrir næturvaktina.

Engin ummæli: