miðvikudagur, júlí 06, 2005

Hápunktar síðustu daga

Sumarfríið er búið í bili og 31 dagur í að það byrji aftur he he. Ég er sko farin að telja niður í það. Næsti skamtur af sumarfríi byrjar 5 ágúst og stendur til 28 ágúst. Ég get barasta ekki beðiði ég bíð svo spennt eftir að komast til Þýskalands**SPENNINGUR**.

Allt að verða vitlaust í vinnunni algerlega brjálað að gera þar. Ef dagarnir framundan verða í líkingu við daginn í gær hætti ég að hafa áhyggjur af framtaksleysi mínu í ræktinni. Ég á sko kort í Laugar og er búin að eiga það síðan í desember. Ég er búin að far tvisvar **ROÐN**SKÖMMM**

Guðni mátti gefast upp í baráttunni við uppþvottavélina og hún er komin í viðgerð.

Ég er búin að taka til í mataræðinu síðan í sumarfríinu, ekki veitti af. En ég er ánægð með það að ég datt ekki í sykurgosbrunnin. Ég gerði tilraun sem fólst í því að drekka smá skykrað gos og viti menn það virkaði ég hafði fullkomna sjálfstjórn í þeim efnum. Ég virðist geta leyft mér að drekka einstöku sinnum sykrað gos án þess að detta alveg í það, þetta er stór sigur fyrir mig.

Það er búið að bjóða okkur í skírn ég hlakka mikið til að sjá liltla prinsinn. Langar samt að taka forskot á sæluna he he

Ég er að sálast úr leti og það þarf að taka til hér, eins og alltaf. **ARGH**

Engin ummæli: