Það sem fólki dettur í hug
Ég var á næturvakt í nótt sem væri ekki í frá sögur færandi nema fyrir það að klukkan tvö í nótt byrjaði þessi líka ókristilegi hávaði fyrir utan gluggana á deildini. Ekki nóg með það þá nötraði deildin og skalf líka. Ástæðan fyrir látunum var sú að þarna voru komnir menn frá einhverju snilldar fyrirtæki sem sér um vegmerkingar. Þeir voru að mála fatlaðra bílastæðin með sprautukönnu sem tengd var risastórri loftpressu sem vann með svoleiðis hávaða og titringi að það svaf ekki nokkur maður í húsinu á meðan. Þeir voru búnir að mála bláa litinn rétt uppúr klukkan 3 í nótt. Klukkan 5 mættu þeir svo aftur til að mála hvítu strikin og kallana, þannig tókst að vekja aumingjans fólkið aftur eftir tæpan 2 tíma í svefni. Það mátti þakka fyrir að fólkið var rúmfast því annars hefði nú sennilega orðið brátt um litlu drengina með loftpressuna og hefðu þeir sennilega bæst í hóp sjúklinga þegar mannskapurinn hefði verið búinn að ljúka sér af.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli