miðvikudagur, júlí 27, 2005

Mongó Bongó

Já það er ekki að spyrja að því sumarið er algerlega brostið á hér í Garðabænum he he he ..... Ég, krakkarnir og hundurinn erum búin að eyða öllum þeim tíma sem við höfum aflögu úti í garði að baða okkur í sólinni og sulla í sundlauginni. Þetta hefur gert það að verkum að ég hef tekið litaskiptum og farið úr snjósnjóhvítum yfir í meira svona offwhite eða jafnvel Bage litinn sem á venjulegu máli kallast víst húðlitur. Rauður hefur sem betur fer ekki látið sjá sig enn.
Við skelltum okkur austur í Slakka á laugardaginn og þar reyndist sól og heiðríkja með 26 stiga hita. Mikið rosalega langaði mig í loftkælingu í bílinn þá.
Nú er farið að styttast all verulega í að Guðni yfirgefi okkur og haldi á vit nýrra ævintýra en það mun víst vera á laugardagsmorguninn. Ég er nú ekki alveg að ná því að Ágúst sé að bresta á með verslunarmannahelginni og öllu því. Hvað þá að það séu tæpar 3 vikur þangað til við hin eltum Guðna úr landi. Ég get ekki annað en hlakkað til að sitja í sólinni (vonandi), finna lyktina af bjór (mér finnst bjór vondur en lyktin hefur ákveðinn sjarma svona í útlöndum) og hlusta á skvaldur á þýsku allstaðar í kringum mig. Ferða undirbúningurinn er að komast í fullan gang og erum við að setja niður fyrir okkur hvert við ætlum að fara og hvað við ætlum að gera. Einna erfiðast er að ákveða hvaða skemtigarð á að fara í það eru svo margir spennandi kostir.
Jæja best að reyna að gera eithvað af viti hér innan dyra þar sem draslinu hefur verið leyft að fara algerlega úr böndunum vegna veðurs.
BÍB

Engin ummæli: