föstudagur, júlí 01, 2005

Á seinni hlutanum

Nú er sko verulega farið að saxast á sumarfríið okkar hjóna og lýkur því formlega kl. 6 á mándagsmorgun. Ekki er hægt að segja annað en þetta hafi verið viðburðarríkt sumarfrí og margt búið að brasa. Eins og áður hefur komið fram var málað, parketlagt og keyptur nýr bíll. Úr því að við keyptum nýjan bíl varð náttúrlega að prófa hann :) og tróðum við því bílinn fullan af dóti og keyrðum á vit ævintýranna. Við settum Búrið hans Leó aftur í og tróðum svo eins og við gátum af farangri í kring, rétt svona til að vita hvað við kæmum miklu í bílinn. Svo keyrðum við af stað norður. Það var dáldið skrítið að sjá hvernig sumarið hvarf eftir því sem norðar dró á Blönduósi var bara vetur. Úti á Húnaflóa var stærðar hafísjaki sem var greinilega ekkert á leiðinni burtu. Hitinn fór úr 17 gráðum fyirr utan hús hjá okkur niður í 4 gráður í Þigeyjasýslu. Við náðum ekki lengra en norður í Stóru Tjarnir í fyrsta áfanga en þá var komið fram yfir miðnætti. Á Hótel Eddu á Stóru Tjörnum fengum við þetta líka ljómandi góða herbergi og frábæra þjónustu. Krakkarnir okkar misskildu eithvað orðið frí og rólegheit og spruttu á fætur eins og gormar kl.6 morguninn eftir og eftir það var engin hvíld. Við klæddum okkur og vorum mætt í morgunmat kl. 7 Ég bar svo dótið okkar út í bíl og hélt svo gangandi í áttina til Húsavíkur með Leó sem ferðafélaga. Á meðan gekk Guðni frá okkar málum á hótelinu og hirti mig svo upp í bílinn ískalda og spræka nokkru síðar. Það var ótrúlega kalt í 4 stiga hita/ kulda og bítandi norðan roki. Við ákváðum að halda til Húsavíkur og stoppuðum þar í búðum og skoðuðum bæinn. Keyrðum aðeins út á Tjörnes en þar var bara svo ógeðslegt veður 3 stiga hiti, rigning og rok að við ákváðum að snúa við og halda í átt að Mývantssveit. Þar var nú ástandið skárra 7 stiga hiti og lítill vindur við spókuðum okkur um sveitina og sýndum börnunum merkilega staði. Við enduðum svo á því að borða dýrasta silung sem ég hef um æfina borðað, Guðni hélt því fram að hann hlyti að hafa verið gullsleginn miðað við skamtastæðr og verð. Þessu næst gerðum við innrás á þær frænkur mínar á Grænavatni og mikið óskaplega var nú notalegt og gott að koma til þeirra. Við vour m þar svo í góðu yfirlæti í sólarhring. Anna og Árni fengu að gefa heimalningunum mjólk úr pela og það var sko hátindur ferðarinnar. Anna hefur ekki hætt að tala um þær frænkur sínar á Grænavatni síðan við komum þvílík er hrifning hennar á þessum merkis konum :)
Meira kemur af ferðasögum okkar síðar því ég verð að fara Bóndinn er í framkvæmda hugleiðingum og fjarri mér sé að stoppa hann í því ;)
Bæ í bili.

P.S. kíkið á síður hinna nýbökuðu foreldra Bjössa og Ólafíu sem eignuðust myndar strák 28.júní. Hann hefur hlotið nafnið Benedikt Einar sem ég er svo skotin í að ég ræð mér ekki,finnst þetta nafn alveg æði. Enda eru þetta nöfn sem finnast í mínum ættum og mér hafa alltaf þótt falleg :)

Engin ummæli: