laugardagur, júlí 02, 2005

Með iðrin úti ........

Já það er ekki fallegt ástandið hér ........ Uppþvotta vélin mín liggur andvana á miðju eldhúsgólfinu með iðrin úti. Pabbi og Guðni eru að keppast við að reyna að púsla dótinu þannig að vélin muni virka í framtíðinni. Vélargreyið hefur verið að vinna í því að bila frá því fyrir áramót en hætti nú loks að taka inn á sig vatn núna fyrir 3 vikum. Henni hefur sjálfsagt fundist í lagi að við myndum vaska upp í sumarfríinu. Eftir samtal við viðgerðarmann sem þekkit lýsinguna leiðbeindi hann Guðna með hvernig hann gæti gert við þetta og hljómaði það eins og þetta væri ekkert mál, bara að muna að taka vélina úr sambandi. Eithvað líst þeim félögum þarna frami illa á þetta og eru ekki bjartsýnir á að vélin muni verða lífguð við hér. En Guðni er nú ekki þekktur fyrir að gefast upp svo það verður stumrað yfir vélinni eithað áfram.

En svo ég snúi mér nú aftur að sumarfríinu okkar þá var ég víst stödd í kulda og trekki í Mývantssveit þegar ég hætti frásögninni í gær. Allaveg vöknuðum við í brakandi bongó blíðu á fimtudagsmorgninum. Ég rauk út í göngutúr með Leó (kl. 8) og hresstist við það. Sólin skein dáldis köld gola og fuglasögur fyllti loftið, ekki hægt að biðja um það betra. Hitinn hækkaði eftir því sem á daginn leið og hitinn var kominn 17 stig áður en yfir lauk. Við fórum til Deddu frænku í kaffi, alltaf jafn gaman að hitta hana. Hún er komin fast að níræðu en hressari en margir 20 árum yngri. Eftir gott og gefandi spjall við hanan var kominn tími til að halda heim á leið. Við töltum heim pökkuðum í bílinn og héldum af stað. Við græddum auka ferðafélaga inn á Akureyri en þangað keyrðum við Öbbu frænku en hún var á leið suður til Reykjavíkur. Við keyrðum svo sem leið lá heim í Garðabæ og sváfum eina nótt í okkar indæla rúmi.

Morguninn settum við Leó í bílinn eftir og keyrðum hann upp á Leirur. Þar tók á móti okkur hunda kór og maður með heyrnar hlífar. Aumingja Leó honum leist ekki meira en svo á staðinn. En hann var allavega skilinn þar eftir og við héldum heim á leið til að pakka. Í þetta sinn tróðum við enn meira af dóti í bílinn og héldum upp í Húsafell í sumarbústað IKEA sem var ný búið að gera upp. Því lík breyting á einum bústað gamli bústaðurinn var orðin dáldið lúinn og var frekar lítill, en voða kósý. Núna er þetta orðinn svakalega stór og nýtískulegur bústaður með öllu sem þarf m.a. uppþvottavél. Bústaðurinn en SVAKALEGA flottur en upp á móti kemur að það var kanski ekki hugsað mjög praktískt í innréttingum hans. T.d.er sturtuklefinn úr glæru gleri sem þarf að skafa og pússa eftir hverja notkun annars verður hann fljótt ógeðslegur því það er svo mikill kísill í vatninu þarna. Þetta þýðir m.a. að efti hverja pott ferð þarf að skrúbba klefann og það gerir ansi mikið skrúbb á eini viku. Þetta er kanski sniðugt þar sem einn einstaklingur fer í sturtu 2svar í viku eða svo en ekki þar sem 6 - 12 manns fara í sturtu jafnvel oft á dag. Þess utan er áklæðið á borðstofu stólunum úr ljós gráu (nánast hvítu) áklæði með rússkins áferð. Þetta kostar þvílíka angist þegar maður er með 4 -8 börn á aldrinum 3 - 10 ára í mat og enn er tuskan kominn á loft arrrghhhhh. En ekki misskilja mig þetta er alveg Brilliant bústaður bara greinilega ekki hugsaður fyrir konur með börn he he...... Guðlaug, Helgi og börn voru með okkur um helgina uppfrá og það var svona líka gaman. . Við vorum alein á mánudeginum og fórum í sjoppuna að kaupa okkur ís til að sjá framan í fólk og leita að rigningunni og rokinu sem hafði verið spáð. (sólbrunnin eftir pottferð í hádeginu). Þegar að afgreiðslu borðinu kom dugði okkar ástkæra ylhýra ekki og máttum við vippa enskunni úr farteksinu hefðums sennilega getað notað þýskuna líka. En afgreiðslu dömurnar tvær voru ekki íslensku mælandi. Þarna fengum við ódýra undanlandsferð í kaupbæti við ísinn he he he. Árni var á hoppudýninni við sunlagugina nánast allan tímann sem við vorum í Húsafelli einu skiptin sem hann náðist af dýnunni var þegar við drógum hann í ferðir um sveitina. Pabbi kom svo til okkar seinnipartinn á þriðjudeginum og við skelltum okkur í bíltúr um sveitir Borgarfjarðar, ekki fundum við rigninguna og rokið þá heldur. Á miðvikudeginum skelltum við okkur í ferð út á Snæfellsnes í leit að rigningu og roki en það klikkaði alveg við fundum bara 17 stiga hita og logn. Áttum við alveg frábæran dag í faðmi fugla og stórbrotinnar nátúrunnar á Snæfellsnesinu. Fórum í Djúpalón þar sem feðgarnir reyndu við steinana og Árni hafði Amlóða upp á stallinn án vandræða en aðrir steinar voru honum of þungir. Guðni náði Hálfdrættingi á stallinn en Hálfsterkur og Fullsterkur bíða betri tíma. Þetta fór fram við fagnaðar læti franskra hjóna sem voru á ferðalagi þarna á sama tíma.
Á leiðinni heim fundum við svo loks rigninguna en hún hafði verið í Borgarfirðinum meðan við vorum á Snæfellsnesinu en var að mestu hætt þegar við komum. Á heimleiðinni bendir Anna út um gluggann og segir: Mamma, Pabbi sjáiði kálfhestana þarna og benti á folöld sem voru í haga með mæðrum sínum.
Pabbi fór heim á fimtudagsmorgninum og við ákváðum um miðjan dag að drífa þrifin af og svera okkur bara í bæinn líka. Eftir margra klukkutíma púss og þrif héldum við svo loks heim.
Á föstudags morguninn fórum við svo að sækja Leó han var glaður að sjá okkur að hann réði sér bara ekki. Ekki veit ég hvað var gert við hann þarna upp frá en við þekkjum hann varla fyrir sama hund hér heima. Hann er 40 sinnum rólegri en hann var hmmmmmm... ætli hann sé svona hræddur við að við skiljum hann eftir aftur. En æsingurinn er nú líklegur til að koma aftur síðar en samt þetta er nú ansi gott svona.

Best að láta blaðrinu lokið í bili og fara að gera eithvað af viti hér heimilið er ógeðslegt. Enda vorum við í framkvæmdum hér fram að því að við skildum hreysið bara eftir og stungum af úr bænum. Allt í Drasli gengið fengi flog ef það kæmist í þetta gósenland rusls og drasls.
Ég er farin að þrífa...........**svekk** **svekk**

Engin ummæli: