fimmtudagur, mars 30, 2006


Sátt ...

Á vef Víkurfrétta vikurfrettir.is eru myndir frá lokahátíð listadaga eftir að hafa skoðað þær þá er ég nú bara sátt við mínar myndir. Ljósmyndarinn frá þeim var með þvílíkt volduga vél með flassi og svaka zoomlinsu og öllu. Ég með imbamantikflassið á vélinni (sem ég notaði ekki), kitlinsuna sem er nú ekki sú bjartasta í bænum og svo 9 ára gömlu 75-300 linsuna af gömlu filmuvélinni. Það voru greinilega fleiri en ég í vandræðum með lýsinguna he he he....
  • Myndir vikurfrétta frá Listhátíð
  • mánudagur, mars 27, 2006


    Listadagar grunnskóla Garðabæjar

    Þá er listadögum formlega lokið og endapunkturinn var vegleg lokahátíð í Ásgarði í dag. Margt var um dýrðir á hátíðinni og boðið upp á allskyns skemtiatriði. Kynnir hátíðarinnar var ofurhetjan Skuggi sem er sko skjótasti fiskurinn í sjónum ... öðru nafni Jónsi sem kendur er við hljómsveitina í Svörtum fötum.

    Anna átti að syngja með hópi leikskólabarna en þegar á hólminn var komið vildi hún alls ekki fara út á gólf til hinna barnana og sat með tárin í augunum þar til henni var sagt að hún þyrfti ekki að fara. Ég held að vígalegt útlit kynnisins hafi haft eithvað með hræðslu hennar að gera. Hin börnin voru ekki jafn smeyk og sungu hástöfum. Stoltir foreldrar flykktust að til að mynda og þess vegna sást minnst af börnum og því meira af afturendum foreldranna he he he he he.



    Mikið var um dýrðir og var ég auðvitað með myndavélina á lofti allan tímann. Erfitt var þó að ná nothæfum myndum vegna einstaklega erfiðrar lýsingar og ég er náttúrlega bara með grunn búnað til myndasmíða. Einn lítill sjarmör sá mig með myndavélina á lofti og settist fyrir framan mig og fór að stilla sér upp, það var náttúrlega ekki annað hægt en að smella mynd af stráksa. Því miður var ég með aðdráttarlinsuna á og náði því bara andlitsmynd af honum en uppstillingin hjá honum var mjög sæt.



    Veitt voru verðlaun í smásagnasamkepni sem haldin var og einn af vinningshöfunum var Eva bekkjarsystir Ásdísar. Hún er nú ekki óvön að sigra enda hefur hún verið valin efnilegasti íþróttamaður bæjarins og vann upplestrarkeppni grunnskólanna fyrr í vikunni.



    Skemtiatriðin voru af ýmsum toga t.d. Djass, kórsöngur, dans og unglingahljómsveit spilaði. Þegar þar var komið við sögu voru yngstu gestir hátíðarirnnar farnir að ókyrrast og þá fékk Ofurfiskurinn Skuggi þá brilliant hugmynd að láta krakkana fara í kapphlaup eftir endilöngum salnum og var það nóg til að hleypa út mestu gufunni og hátíðin gat haldið friðsamlega áfram.



    Lokaatriðið voru svo nokkur atriði úr Hafinu bláa og máttu þeir krakkar sem vildu taka þátt í atriðinu og lærðu að leika fiska og ýmislegt í þeim dúr. Árni lét sig náttúrlega ekki vanta í þann hóp enda kann hann að hafa gaman af lífinu. Þetta var líka frábær skemtun fyrir alla þáttakendur sem áhorfendur !!





    föstudagur, mars 24, 2006


    Múrinn rofinn

    All in all it´s just another brick in the Wall.
    All in all you’re just another brick in the wall.

    Loksins safnaði ég kjarki og henti inn mynd í samkepni á Ljósmyndagagnrýni.is verkefnið var bara of skemtilegt til að láta fram hjá sér fara en það var Epli á röngum stað. Ég var ekki fyrr búin að sjá titil keppninar þegar hugmyndirnar brutust fram eins og vatn í leysingum. Það sem ég skemti mér svo við framkvæmdina maður minn þetta var æði. Ég þurfti að vísu að brjóta af mér nokkrar hömlur sem felast í smáborgaralegheitum og feimni... almáttugur hvað ef einhver sæi til mín Omg ég myndi skammast míns svo ..... o.s.v.f. var fyrsta hindrunin. En ég herti mig upp enda var ég nú ekki að fara á fjölfarin stað en samt alltaf hætta á að rekast á einhvern. Ég komst á áfangastað og það kom að vísu enginn að mér þar sem ég myndaði og myndaði allavega tók ég ekki eftir neinum he he he enda gleymdi ég mér alveg því þetta var svo gaman. Næsta hindrun var að harka af sér og velja réttu myndina (þvílíkur höfuðverkur) og senda hana inn .... hvað ef hún fær ömurlega dóma og engum líkar hún. En ég komst yfir það og ákvað að það skipti bara engu máli ef hún lenti í neðsta sæti og öllum þætti hún ömurleg iss ég læri þá bara af því og geri betur næst.
    Myndin sem hér skreytir bloggið er ekki myndin sem ég sendi inn :s

    Í Garðabæ hafa verið listadagar núna þessa vikuna og því mikið líf og fjör í bænum. Árgangurinn hans Árna fór í hljóðver og tók upp geisladisk og héldu svo útgáfutónleika á miðvikudaginn. Þetta var náttúrlega bara snilld og mikil skemtun.

    Hjá _Önnu var söngskemtun í leikskólanum í morgun og lokatónleikar tónlistarnámskeiðsins hennar voru á miðvikudaginn.Svo á hún listaverk út á Garðatorgi og auðvitað teiknaði hún prinsessur nema hvað he he he Á sunnudaginn kl. 16 á hún svo að syngja í hópsöng Leikskólabarna Garðabæjar á lokahátíð Listadaga ég er ekki lítið spennt að sjá það.

    fimmtudagur, mars 16, 2006



    Á fullu tungli .....

    Þá er herinn búinn að ákveða að kveðja okkur með kurt og pí. Ekki get ég sagt að það syrgi mig mjög. En mér finnst sorglegt hvað margir íslendingar munu missa vinnuna við þetta. Mér finnst líka sorglegt að sjá hvað ráðamenn þjóðarinnar hafa flotið sofandi að þessum ósi, hverjir héldu þeir eiginlega að þeir væru og við hverja héldu þeir að þeir væru að semja. Mér fannst líka sorglegt að bæjarstjóra Reyknanesbæjar datt ekkert betra í hug en Álver til að koma í staðinn fyrir herinn. Hvað er málið með þetta álverabrjálæði í Íslendingum. Ég er ansi hrædd um að það að byggja álver sé eins og að pissa í skóinn sinn þ.e.s. skammgóður vermir…..

    Þá er ég búin að fara til ofnæmislæknisins og bíð eftir niðurstöðum úr blóðprufum sem voru teknar. Hún segir að miðað við lýsingu sé ég sennilega með ofnæmi fyrir einhverju en þar að auki sé ég greinilega með mjög viðkvæmar slímhúðir sem gerir það að verkum að ég þoli ekki rakspíra og ýmis rokgjörn efni. Hún setti mig í spirometríu, sem er lungnapróf sem ég kom MJÖG vel útúr en ég mun vera með stærri lungu en meðal konan. Ég sat hátt fyrir ofan viðmiðunarpunktana á grafinu hjá henni. Ég get a.m.k. verið ánægð með það.
    Hún vildi svo prófa ofnæmi fyrir helstu matartegunum og bætti svo inn t.d. Tómötum, appelsínum og ananas. Hún vildi líka ofnæmisprófa mig fyrir hundum og köttum, það væri nú eftir því að ég væri með ofnæmi fyrir þeim, NEI TAKK.

    Annars eru tómatarnir líkleg orsök fyrir því að ég fór alveg yfirum þarna í desember en þeir innihalda víst histamín og ef maður er viðkvæmur fyrir því þá eru þeir ekki mjög holl fæða. Ég borðaði óhemju mikið af tómötum og tómatafurðum á þessum 6 vikum sem ég var á DDV. En þetta á allta eftir að koma í ljós ég fékk með mér heim lista yfir matvæli sem innihalda histamín og ég á að forðast. Ég varð ekkert hissa þegar ég sá að á listanum er léttvín og sterkir ostar þetta er á lista yfir hluti sem ég forðast eins og heitan eldinn vegna þess að mér líður alltaf illa eftir að hafa komist í tæri við osta og léttvín, þó sérstaklega rauðvín.

    En nú bíð ég bara spennt eftir því hvað blóðprufurnar segja því ef þær koma illa út þarf ég að fara í stærra próf sem útheimtir skriljón stungur í húð sem ég er nú ekkert sérlega spennt fyrir. Ég er samt nokk viss um að ég er ekki með beint ofnæmi fyrir neinu frekar kanski óþol.

    Annars var fullt tungl í vikunni merkilegt hvað það virðist hafa áhrif á fólk. Stabílasta fólk svaf illa, var geðstirt og fúlt. Mikið er gott að það eru ekki allir dagar svona. Hundurinn órólegri en gengur og gerist og ég missti allt út úr höndunum sem ég snerti. En ég smellti mynd af sökudólgnum bara svona upp á grínið :) Annars er merkilega erfitt að ná góðri mynd af tunglinu því það er ótrúlega mikð ljós sem kemur frá því og erfitt að finna réttu stillinguna á vélina svo maður fái ekki bara glóandi depil J Skemtilegt verkefni og mjög lærdósmríkt. Ég er líka alltaf að baksa við að ná myndum af stjörnunum og stjörnumerkjunum það er 30 sinnum erfiðara og ég er enn ekki búin ná nothæfum myndum.

    mánudagur, mars 13, 2006


    Það er ekki einleikið...

    ....með heilsufarið á fjölskyldumeðlimum hér!! Ásdís er komin með nærri 40 stiga hita og er sárlasin greyið. Hjarnaði aðeins við eftir paratabs og Sprite en hún er greinilega ekki á leið í skólann á morgun.

    föstudagur, mars 10, 2006




    Betri tíð með fjallagrösum og hvítlauk í haga ... eða var það maga??

    Það er ekki ofsögum sagt af töframætti bláberja og kakósúpu því eldri börnin eru bæði komin í skólann aftur. Ég fer ekki ofan af því að þessar súpur, Ritzkex, sítrónute með hvílauk, B-vítamín,trönuberjahylki, paratabs og kók lækna allt. Ég held að fjallgrös séu stórgóð við kvefi og slíku jukki það er fínt að brugga sér seyði úr fjallagrösum,sítrónutei og hvítlauk og jafnvel engifer með ef maður er með kvef en ég get nú ekki mælt með þessu bruggi í viðkvæma maga. Fjalagrös eru alger óþverri á bragðið eeek en það er sennilega í réttu hlutfalli við lækningamáttinn samanber ..með illu skal illt út reka...
    Anna greyið er enn lasin enda ekki hægt að troða svona óþverra í hana enda hefur hún alla tíð verið viðkæm og klígjugjörn með afbrigðum. Í þau fáu skipti sem ég hef þurft að pína mixtúrur og eithver jukk ofan í hana þá hef ég haft samviskubit lengi á eftir.

    miðvikudagur, mars 08, 2006



    Wake up and smell the .....

    I know you'd like to thank your shit don't stank
    But lean a little bit closer
    See that roses really smell like boo-boo
    Yeah, roses really smell like boo-boo

    Já ég hefði átt að hafa hærra um frábæra sjúkdómsþolni sonar míns þessi lofræða mín kostaði hann ferð á læknavaktina í kvöld. Grey strákurinn fékk svona svakalega kviðverki og þegar hann var búinn að vera viðþolslaus í hátt í 2 tíma og eftir að hafa fengið parasetamol án árangurs var ákveðið að koma drengnum upp á læknavakt til skoðunar vegna ótta um að hann væri að fá botlangakast. Læknirnn tók undir að einkennunum svpaði til botlangabólgu en einkennin höfðu skánað aðeins eftir að Árni kom til hans. Þar sem Árna leið skár var ákveðið að senda hann heim en okkur sagt að hafa augun opin og fylgjast vel með verkjum og slíku. Læknirinn spurði hvort hann hefði kastað eithvað upp og svarið var nei hann taldi miklar líkur á því að það gæti orðið á næstunni. Þeir feðgar voru ekki fyrr komnir út frá lækninum og stóðu og biðu eftir lyftunni þegar þessi spádómur læknisins rættist, vegna óþolandi forsjárhyggju móðurinnar voru þeir feðgar með plastpoka til að redda málinu en það dugði skammt og endaði á því að lyftan var sérmerkt drengnum **OMG**. En eftir þrif og fleira skemtilegt þá komust þeir feðgar heim og Árni lognaðist útaf og sefur eins og er nú er bara að vona að þetta sé liðið hjá og botlangabólga sé ekki í myndinni.



    Laglegt ástand ..

    Úff við förum ekki varhluta af pestum og vitleysu þessa dagana. Ásdís lá alla síðustu viku í pest og fór í skólann aftur núna á mánudaginn en er ekki orðin alveg góð samt. Ég veiktist á föstudag hélt ég gæti harkað af mér í vinnu á laugardag og mætti og komst að því að það voru mistök. Ég hef ekki farið í vinnu síðan en er nú að vona að mér sé að skána. Anna hefur ekki farið í leikskólann þessa vikuna og fer ekki í næstunni því hún er með bullandi hita og kvef og hitinn er frekar að hækka en hitt. Nú á enn eftir að sjá hvort Árni og Guðni leggjast en það er fátt sem bítur á þeim. Guðni veikist einu sinni á 2-4 ára fresti (reyndar er að koma að því núna) og svipaða sögu má segja um Árna hann verður sjaldan veikur. Ónæmiskerfið í þeim feðgum er ótrúlega sterkt fúlt að okkur kvenkyninu hér var ekki úthlutað svona flottu kerfi.

    mánudagur, mars 06, 2006



    Skjárinn heillar

    Ohh ég er sko alveg að fíla Skjáinn ég sé fram á að þeim mun takast að selja mér áskrift að þessu. Á laugardagskvöldið var fátt um góða drætti í íslensku sjónvarpi en á flakki mínu um hinar erlendu sjónvarpsstöðvar rakst ég á Tónleika með Robbie Williams í Berlín á M6 sjónvarpstöðinni. Það þarf náttúrlega ekki að orðlengja það að þar festist ég og það eina sem mér fannst dapurt var að ég missti af byrjuninni. Ég er farin að hallast að því að ég verið að láta það eftir mér einvherntímann að fara á tónleika með kappanum gallinn er bara enn sem fyrr hvað miðar á svona tónleika kosta *snökkt* Ég verð sennilega að vona að hann endist eins og Rolling stones svo að ég nái því einhverntímann að fara. Ég er samt ekki viss um að hans tónlekar eldist vel he he he ...

    Úff ekki veit ég hvað gengur á hér um slóðir en húsið hjá mér nötraði svoleiðis rétt í þessu að glerið í skápunum klingdi og það varð mjög undarlegur þrýstingur hér inni. Leó trompaist og allti í kaos.
    Ég var að fá það staðfest að þetta mun hafa verið alvöru jarðskjálfti :) Eithvað hefur hann nú verið öflugur þar sem ég fann hann mög greinilega hér niðri. Veðrustofu vefurinn hefur guggnað undan álaginu.
    Úff núna er Leó farinn að ókyrrast aftur best að fara og halda sér :s A

    laugardagur, mars 04, 2006


    Anna ofurfyrirsæta
    Var að bæta inn myndum af Önnu það er aldrei vandamál að fá Önnu til að stilla sér upp henni finnst það mjög gaman eins og kanski sést.


    Held að ég sé að fá flensuna er komin með 38 stiga hita og er illt í maganum og svo á ég að fara að vinna á eftir OJJJ :(