föstudagur, mars 10, 2006
Betri tíð með fjallagrösum og hvítlauk í haga ... eða var það maga??
Það er ekki ofsögum sagt af töframætti bláberja og kakósúpu því eldri börnin eru bæði komin í skólann aftur. Ég fer ekki ofan af því að þessar súpur, Ritzkex, sítrónute með hvílauk, B-vítamín,trönuberjahylki, paratabs og kók lækna allt. Ég held að fjallgrös séu stórgóð við kvefi og slíku jukki það er fínt að brugga sér seyði úr fjallagrösum,sítrónutei og hvítlauk og jafnvel engifer með ef maður er með kvef en ég get nú ekki mælt með þessu bruggi í viðkvæma maga. Fjalagrös eru alger óþverri á bragðið eeek en það er sennilega í réttu hlutfalli við lækningamáttinn samanber ..með illu skal illt út reka...
Anna greyið er enn lasin enda ekki hægt að troða svona óþverra í hana enda hefur hún alla tíð verið viðkæm og klígjugjörn með afbrigðum. Í þau fáu skipti sem ég hef þurft að pína mixtúrur og eithver jukk ofan í hana þá hef ég haft samviskubit lengi á eftir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli