fimmtudagur, mars 16, 2006
Á fullu tungli .....
Þá er herinn búinn að ákveða að kveðja okkur með kurt og pí. Ekki get ég sagt að það syrgi mig mjög. En mér finnst sorglegt hvað margir íslendingar munu missa vinnuna við þetta. Mér finnst líka sorglegt að sjá hvað ráðamenn þjóðarinnar hafa flotið sofandi að þessum ósi, hverjir héldu þeir eiginlega að þeir væru og við hverja héldu þeir að þeir væru að semja. Mér fannst líka sorglegt að bæjarstjóra Reyknanesbæjar datt ekkert betra í hug en Álver til að koma í staðinn fyrir herinn. Hvað er málið með þetta álverabrjálæði í Íslendingum. Ég er ansi hrædd um að það að byggja álver sé eins og að pissa í skóinn sinn þ.e.s. skammgóður vermir…..
Þá er ég búin að fara til ofnæmislæknisins og bíð eftir niðurstöðum úr blóðprufum sem voru teknar. Hún segir að miðað við lýsingu sé ég sennilega með ofnæmi fyrir einhverju en þar að auki sé ég greinilega með mjög viðkvæmar slímhúðir sem gerir það að verkum að ég þoli ekki rakspíra og ýmis rokgjörn efni. Hún setti mig í spirometríu, sem er lungnapróf sem ég kom MJÖG vel útúr en ég mun vera með stærri lungu en meðal konan. Ég sat hátt fyrir ofan viðmiðunarpunktana á grafinu hjá henni. Ég get a.m.k. verið ánægð með það.
Hún vildi svo prófa ofnæmi fyrir helstu matartegunum og bætti svo inn t.d. Tómötum, appelsínum og ananas. Hún vildi líka ofnæmisprófa mig fyrir hundum og köttum, það væri nú eftir því að ég væri með ofnæmi fyrir þeim, NEI TAKK.
Annars eru tómatarnir líkleg orsök fyrir því að ég fór alveg yfirum þarna í desember en þeir innihalda víst histamín og ef maður er viðkvæmur fyrir því þá eru þeir ekki mjög holl fæða. Ég borðaði óhemju mikið af tómötum og tómatafurðum á þessum 6 vikum sem ég var á DDV. En þetta á allta eftir að koma í ljós ég fékk með mér heim lista yfir matvæli sem innihalda histamín og ég á að forðast. Ég varð ekkert hissa þegar ég sá að á listanum er léttvín og sterkir ostar þetta er á lista yfir hluti sem ég forðast eins og heitan eldinn vegna þess að mér líður alltaf illa eftir að hafa komist í tæri við osta og léttvín, þó sérstaklega rauðvín.
En nú bíð ég bara spennt eftir því hvað blóðprufurnar segja því ef þær koma illa út þarf ég að fara í stærra próf sem útheimtir skriljón stungur í húð sem ég er nú ekkert sérlega spennt fyrir. Ég er samt nokk viss um að ég er ekki með beint ofnæmi fyrir neinu frekar kanski óþol.
Annars var fullt tungl í vikunni merkilegt hvað það virðist hafa áhrif á fólk. Stabílasta fólk svaf illa, var geðstirt og fúlt. Mikið er gott að það eru ekki allir dagar svona. Hundurinn órólegri en gengur og gerist og ég missti allt út úr höndunum sem ég snerti. En ég smellti mynd af sökudólgnum bara svona upp á grínið :) Annars er merkilega erfitt að ná góðri mynd af tunglinu því það er ótrúlega mikð ljós sem kemur frá því og erfitt að finna réttu stillinguna á vélina svo maður fái ekki bara glóandi depil J Skemtilegt verkefni og mjög lærdósmríkt. Ég er líka alltaf að baksa við að ná myndum af stjörnunum og stjörnumerkjunum það er 30 sinnum erfiðara og ég er enn ekki búin ná nothæfum myndum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Það verður spennandi að vita hvað kemur út úr ofnæmisprófunum. Það er betra að þekkja óvininn :) En já ég vona líka að þetta sé ekki tengt loðnu ferfætlingunum!!
.... vorum að velta þessarri stöðu, sem íslendingar eru í, í sambandi við herinn, fyrir okkur. Er þetta eitthvað svo slæmt??? - Erum við ekki búin að vita þetta í 10 ár?? - eða meira. Mér finnst amk umræðan hafa alltaf verið til staðar.
Ok, leiðinlegt fyrir það fólk sem missir vinnuna (1,2% atvinnuleysi í landinu - þannig að kannski verður núna mögulegt að fá fólk í vinnu), leiðinlegt að við þurfum að reyða fram fleir miljarða á ári, til að geta rekið þyrlur, slökkvilið, þyrlur osfr., sem hverfur með hernum.
Mér finnst þetta samt bara svolítið coolt :) ... laus við Bandaríkin, farvel gúúd bæ. Hefur engum dotið í hug að kanski er einhver sem er tilbúin að borga fyrir að komast í þessa aðstöðu? - Hvað með Dani, Frönski útlendinga hersveitina? - Æfingarbúðir einhvers flughers - Eða..... því ekki..... flottamannabúðir (biðstaður) fyrir Evrópu?? - Hollywood?? - Kannski er hægt að breyta þorpinu í "gerviþorp" - fyrir kvikmyndir.
Ok - ég veit, ég er kannski svolítið langt úti. Ennn.... hvaða ástæða er til þess að setjast niður á rassinn og fara að vorkenna sjálfum sér???? - Það eru helling af tækifærum, þó það væri ekki annað tækifæri enn það að draga úr innflutningi á erlendu vinnuafli :)
Nákvæmlega !!
Skrifa ummæli