miðvikudagur, mars 08, 2006




Laglegt ástand ..

Úff við förum ekki varhluta af pestum og vitleysu þessa dagana. Ásdís lá alla síðustu viku í pest og fór í skólann aftur núna á mánudaginn en er ekki orðin alveg góð samt. Ég veiktist á föstudag hélt ég gæti harkað af mér í vinnu á laugardag og mætti og komst að því að það voru mistök. Ég hef ekki farið í vinnu síðan en er nú að vona að mér sé að skána. Anna hefur ekki farið í leikskólann þessa vikuna og fer ekki í næstunni því hún er með bullandi hita og kvef og hitinn er frekar að hækka en hitt. Nú á enn eftir að sjá hvort Árni og Guðni leggjast en það er fátt sem bítur á þeim. Guðni veikist einu sinni á 2-4 ára fresti (reyndar er að koma að því núna) og svipaða sögu má segja um Árna hann verður sjaldan veikur. Ónæmiskerfið í þeim feðgum er ótrúlega sterkt fúlt að okkur kvenkyninu hér var ekki úthlutað svona flottu kerfi.

Engin ummæli: