mánudagur, mars 06, 2006



Skjárinn heillar

Ohh ég er sko alveg að fíla Skjáinn ég sé fram á að þeim mun takast að selja mér áskrift að þessu. Á laugardagskvöldið var fátt um góða drætti í íslensku sjónvarpi en á flakki mínu um hinar erlendu sjónvarpsstöðvar rakst ég á Tónleika með Robbie Williams í Berlín á M6 sjónvarpstöðinni. Það þarf náttúrlega ekki að orðlengja það að þar festist ég og það eina sem mér fannst dapurt var að ég missti af byrjuninni. Ég er farin að hallast að því að ég verið að láta það eftir mér einvherntímann að fara á tónleika með kappanum gallinn er bara enn sem fyrr hvað miðar á svona tónleika kosta *snökkt* Ég verð sennilega að vona að hann endist eins og Rolling stones svo að ég nái því einhverntímann að fara. Ég er samt ekki viss um að hans tónlekar eldist vel he he he ...

Úff ekki veit ég hvað gengur á hér um slóðir en húsið hjá mér nötraði svoleiðis rétt í þessu að glerið í skápunum klingdi og það varð mjög undarlegur þrýstingur hér inni. Leó trompaist og allti í kaos.
Ég var að fá það staðfest að þetta mun hafa verið alvöru jarðskjálfti :) Eithvað hefur hann nú verið öflugur þar sem ég fann hann mög greinilega hér niðri. Veðrustofu vefurinn hefur guggnað undan álaginu.
Úff núna er Leó farinn að ókyrrast aftur best að fara og halda sér :s A

Engin ummæli: